SA- og ASÍ-menn hætti að misbeita samtökum sínum!

Vilmundur Jósefsson hefði átt að segja af sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins í stað þess að leita endurkjörs. Þir Vilhjálmur Egilsson hafa misnitað SA í þágu ólögvarinna Icesave-krafna erlendra ríkissjóða, brutu jafnvel eigin reglur um framlög til "Áfram"-hópsins – voru búnir að gefa það út áður, að hámarkið væri um 250.000 kr. til lögaðila, en sturtuðu einni milljón króna í óþurftarverkið, forsvarsmönnum ýmissa aðildarfyrirtækja SA til sárrar skapraunar.

Forstöðumenn SA studdi Icesave I og Icesave II, Vilhjálmir er á um 1,8 millj. kr. mánaðarlaunum og beitir sér gegn eðlilegum launahækkunum í fiskiðnaðinum, notar kvóta-"rétt" útgerðarmanna sem skrúfu á kjarasamninga og nú síðast misbeitir hann (raunar undir fölsku flaggi) áhrifum sínum á framgang eða endalyktir kjarasamninga í þágu Icesave-áhuga síns, en innantómt var það, því að Gyðlfi Arnbjörnsson upplýsti um, að enn stæði ýmislegt íoleyst í samningagerðinni og því eðlilegt að hún drægist fram yfir helgina, þótt hann hafi samt líka verið búinn að hlaupa á Icesave-lestina, áður en þetta kom upp úr honum í viðtali við Mbl. sem birtist í gær.

Gylfi hefur nú viðurkennt, að Icesave-afstaða sín sé bara persónulegt mat, ekki afstaða ASÍ sem slíks, enda bar hann aldrei sína afstöðu undir sína 120.000 umbjóðendur! Hvað veldur þessum "sinnaskiptum" hans að bakka svolítið í málinu? – Jú, annaðhvort eru félagsmenn ASÍ farnir að kvarta hástöfum við leiðandi menn þar (m.a. á Ólafur Darri í hagdeild ASÍ sinn skerf af skömminni) ellegar að Gylfi sé þegar farinn að óttast ósigur jánkaranna á morgun og vilji fyrir fram lágmarka þrýsting og gagnrýni á sig þess vegna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilmundur fékk 94% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Heiðurskall, atvinnurekendur forherðast aðeins og ögra þjóð sinni.

En af hverju leita menn ekki sáttar????

Viðurkenna að þeir höfðu rangt fyrir sér og biðja í kjölfarið þjóð sína afsökunar.

Það gæti verið upphaf endurreisnarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:18

2 identicon

Þessi samtök þurfa að hugleiða tilgang sinn. Hvers vegna ganga atvinnurekendur og launþegar í þau? Það er áreiðanlega ekki út af samstöðu um að styðja Icesave. Við vitum ekki einu sinni, hvort meiri hluti fólks innan SA og ASÍ er þeirrar skoðunar. Í öllu falli er traðkað á réttindum margra félagamanna með því að beita, beint og óbeint,  þessum samtökum nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Gylfi hefur að vísu dregið dálítið í land, gagnstætt Vilhjálmi, en báðir hafa haft sig svo mikið í frammi, að það gæti ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Slíkur misskilningur á stöðu sinni og hlutverki er mjög alvarlegur.

Og tímabært er að hugleiða, hvort hið sama muni ekki gerast, ef Íslendingar eiga eftir að ganga að kjörborði varðandi aðild að ESB. Er þjóðinni ekki nóg að hafa marga stjórnmálaflokka og samtök um einstök málefni? Þarf líka að misnota hin ýmsu samtök, sem eru alls ekki stofnuð í kringum slík áhugamál forystumanna sinna?

Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband