NEI og JÁ á ÍNN – og vanskilningur já-sinna á trygginga-kerfum ríkjanna

Ég bendi á að ÍNN er að sýna síðustu NEI og JÁ þættina.
Dagskrá stöðvarinnar í dag er hér:
 
 
Ég leit aðeins á þennan JÁ-þátt og fannst einkennandi hversu grunnhyggin umfjöllunin er.
Sem dæmi var skautað létt yfir þá staðreynd að:
 
Innistæðu-eigendur í Bretlandi og Hollandi fengu greitt af FSCS og DNB, en ekki af ríkissjóðum þessara ríkja. Þetta bar sjóðunum að gera, en það sem skiptir líka miklu máli er, að þar með voru kröfur ESB um lágmarksvernd uppfylltar. ESB gerir engar kröfur um að einhver ákveðin tryggingakerfi greiði þessar EUR 20.887. Þess vegna eru hótanir ESA algjör fásinna. Hins vegar gætu FSCS og DNB reynt að gera einhverjar kröfur á TIF til dæmis.
 
Þar sem við vitum að Landsbankinn var með fullar tryggingar í Bretlandi hjá FSCS og í Hollandi hjá DNB, geta þessir sjóðir ekki gert neinar kröfur á aðra en starfandi banka í þessum ríkjum. Þeir eiga auðvitað fyrst að gera kröfur á þrotabúið og þar munu þeir fá nær allt sitt fjármagn endurgreitt. Mismuninn eiga sjóðirnir því að innheimta hjá starfandi bönkum.
 
Að FSCS og DNB fá svona ríkulegar endurgreiðslur geta þeir þakkað Alþingi sem veitti þessum kröfum forgang í þrotabúið. Sá forgangur var einungis til að aðstoða Breta og Hollendinga, en hafði ekkert með björgun greiðslukerfisins á Íslandi að gera.
 
Loftur Altice Þorsteinsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband