Steingrímur leynir þjóðina kostnaðinum við Buchheit-Blöndal-samninganefndina

Skammarleg er sú afstaða og leikflétta Vinstri grænu forystunnar að leyna landsmenn kostnaði við Icesave-III-samninganefndina. Steingrímur ætlar að sitja á upplýsingunum fram yfir kosningarnar, og Björn Valur var notaður til að bregða fæti fyrir upplýsingaöflun Rúv og Morgunblaðsins.

Þetta gerist í ríkisstjórn sem hefur margbrotið af sér í sambandi við upplýsingaskyldu – hefur leynt mikilvægum upplýsingum og skrökvað í skjóli þess á meðan. (Dæmi fúslega nefnd, verði þeirra óskað!) 

Nú þykist Steingrímur ætla að svara Umboðsmanni Alþingis, sem skrifað hafði ráðuneytinu alvarlegt áminningarbréf, en svarið kemur eftir dúk og disk.

JVJ. 


mbl.is Umboðsmanni verður svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði áhuga á að vita hvað allar ferðirnar vegna Icesafe-I, II og III kostuðu? Flug, hótel, dagpeningar, bílaleigubíll o.s.frv......................... fyrir heilann her af karlmönnum. Kostaði þetta kannski jafn mikið og það kostar að halda tveimur (núna lokuðum) sjúkradeildum gangandi í x-langann tíma ?

Það sem gengur alveg fram af mér er ég skuli aftur þurfa að segja NEI. Ég er búin að segja Nei í fyrra og eftir það átti þetta að lenda fyrir hræðilegum dómstólum! Hvað varð um þá hótun??? Jú hún gufaði upp í .....likt. Þjóðin er búin að segja Nei einusinni og Nei er Nei!!! Ekki satt

anna (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband