Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, VR: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ekkert umboð né leyfi til að valta yfir sína 120.000 félagsmenn og tala í nafni þeirra með Icesave-III

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Hún segir það ekkert leyndarmál, að Gylfi Arnbjörnsson er stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðrún Jóhanna var í viðtalsþætti hjá Bjarka Steingrímssyni og Lúðvík Lúðvíkssyni. Þar kom ýmislegt skrýtið í ljós um VR. 

Hún tók undir með Lúðvík, að Gylfi hefði brugðizt sínum skjólstæðingum, en Lúðvík orðaði það svo, að þar hefði Gylfi "mokað [Icesave-]flórinn" fyrir sína pólitísku samherja – að sínum 120.000 félagsmönnum forspurðum.

Heyrt á Útvarpi Sögu í endurflutningi, en þátturinn hefur trúlega verið á dagskrá 4. apríl.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Icesave-III er enn ein atlagan að fullveldi Íslands. Gylfi hefur verið fylgjandi aðild að atvinnuleysistefnu ESB frá upphafi og Icesave-III leggur þar lóð á vogarskál. Hann er trúr sínum forystusauði.

Ragnhildur Kolka, 5.4.2011 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband