Úr svari til Icesave-borgunarsinna

Já, bíðum níunda apríl! Við skulum bara vona, að mánudaginn 11. apríl hverfi ekki 46 milljarðar í erlendum gjaldeyri út úr hagkerfi okkar, þ.e. 26 úr ríkissjóði og 20 úr TIF (Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta).

Ef Lárus Blöndal & Co. hefðu staðið sig og a.m.k. heimtað, að Bretar krefðu okkur ekki um ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum (af því að þeir lánuðu eigin tryggingakerfi á 0,9% vöxtum, ekki 3,3%!), þá hefðu áföllnu heildarvextirnir (þótt Hollendingar hefðu trúlega fengið að halda sínum 3% vöxtum) verið í kringum 28,5 milljarðar, ekki 46. Þar af hefði TIF borgað 20, en ríkissjóður 8,5 milljarða, þ.e.a.s. skv. Icesave-III-samningnum, EF Lárus Blöndal & Co. hefðu unnið vinnuna sína. Skylda þeirra var gagnvart íslenzku þjóðinni og hennar lögum, ekki Steingrími J. og hans fyrirskipunum (hvaðan sem þær komu!).

En bæði í þessu og varðandi skýlausan rétt TIF til að borga í ísl. krónum FYRIRGERÐI samninganefndin þeim rétti TIF (og ísl. ríkisins, úr því að þeir samþykktu ríkisábyrgð, þvert gegn lögum) að fá að borga þetta í ísl. krónum og með 0,9% vöxtum.

Hrósar þú mönnum, sem hlunnfara þig svona?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2011 kl. 01:06

2 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, ávallt !

Enginn; skyldi þurfa að velkjast í vafa, um mína niðurstöðu, þann 9. Apríl, n.k., gott fólk. Mun fremur; safna liði, til afneitunar Icesave´s reikninganna, til enn frekari viðspyrnu, Jón Valur - og þið önnur, hér; á síðu.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 14:38

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Kærar þakkir, bæði. –JVJ, í startholu með nýtt blogg.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 31.3.2011 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband