25.3.2011 | 02:54
Skoðanakönnun um Icesave í NPR!
Tæp 73% hlustenda National Public Radio (NPR) í Bandaríkjunum svara þeirri spurningu neitandi, hvort kjósa eigi með Icesave-lögunum. Eins og Baldur Héðinsson, nýútskrifaður doktor í stærðfræði frá Boston University, segir, er "fróðlegt að sjá hvernig hlutlausir Bandaríkjamenn meta stöðuna sem Íslendingar eru í."
- Það er eitt að hlusta á umræðuna á Íslandi og annað að heyra hvernig fólk sem hefur ekki verið í ölduganginum heima líst á kostina. Af því Ísland er svo lítil þjóð þá verða svona tölur oft ógnvænlegar, þetta eru háar fjárhæðir fyrir hvern sem er og sérstaklega fyrir svona litla þjóð. Þannig að það er gaman að sjá hvernig Bandaríkjamenn myndu bregðast við ef þeir væru í sömu sporum og við.
Baldur stóð sjálfur fyrir þessari hlustendakönnun. Hann veit vel, að þetta er ekkert smámál, þó að hann sé þarna einfaldlega að kanna hver afstaða annarra er.
Jón Valur Jensson.
Kannar afstöðu lesenda til Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Sæll félagi Jón
Um leið og almenningi er sagt sannleikan um Icesave þá skilur það viðbjóðin sama hvar í heimi það er.ÉG SEGI NEI VIÐ ICESAVE ÞANN 9 APRÍL.
Jón Sveinsson, 25.3.2011 kl. 08:41
Seint getur þessi "background" kynning Baldurs á málinu talist hlutlaus. Að vísu er þetta í stíl við vinnubrögð ykkar í þjóðrembufélaginu að tala meira í frösum en minna um staðreyndir. Ekki nefnir Baldur að Íslendingum er aðeins ætlað að borga fyrstu 20.000 Evrurnar á hverjum reikning að að sá hluti sem mundi lenda á Íslendingum í heildarpakkanum er líklega innan við 20% af honum, restina taka Bresk og Hollensk stjórnvöld á sig og þar með almenningur í þeim löndum. Ykkur finnst eðlilegt og sanngjarnt að almenningur erlendis greiði skuldir Íslenskra glæpamanna. Það þarf verulega siðblindu til að vera sama sinnis.
Nú, einhvernveginn fara Neyðarlögin alveg framhjá Baldri en eins og flestir gera sér grein fyrir þá útiloka þau að hægt sé að vinna þetta mál fyrir dómstólum. Það er svona eitt og annað sem Baldur "gleymir" í """"hlutlausum"""" pistli sínum um Icesave.
En hvað um það, ef neiið ykkar verður ofan á þá mun það á endanum kosta þjóðina allavega tífalt Icesave. Einhvernveginn á ég von á því að nei hirðin verði þá horfin ofan í holuna sína og taki enga ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar þjóðin stendur uppi blönk og vinalaus af ykkar völdum.
Óskar, 25.3.2011 kl. 11:50
Hvernig vogarðu þér, Óskar Haraldsson, að kalla Þjóðarheiður "þjóðrembufélag"? Þú skalt láta það ógert að heimsækja þessa vefsíðu, ef sá er tilgangur þinn að níða okkur og bera á okkur siðblindu. Ég veit ekki til þess, að það sé markmið neins hér í þessum 81 manns samtökum að þenja sig yfir einhverjum sérstökum yfirburðum Íslendinga yfir aðrar þjóðir. Við stöndum hins vegar, ólíkt þér, fast á rétti þjóðarinnar til að neita að borga ólögvarða kröfu erlendra stjórnvalda.
Svo er eins og þú vitir ekki, að trygging innistæðueignar í bönkum á EES-svæðinu var fyrir kreppuna ekki hærri en 20.887 evrur á hvern. Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) koma upphæðir þar fyrir ofan ekkert við; brezk stjórnvöld áttu það við sjálf sig og sína kjósendur, hvað þau borguðu umfram þessar fjárhæðir. Þau eru reyndar með dæmalausri frekju – með þessum Icesave-samningi eins og Svavars-svikasamningnum! – að krefjast þess að fá aðgang að um helmingi eignasafns Landsbankans til að fá borgað vegna þessara umframupphæða! Það er hins vegar Ragnars H. Hall-ákvæðið, byggt á íslenzkum gjaldþrotarétti (og íslenzk lög eiga að gilda um þessi Landsbankaútibú, það hefur ESA viðurkennt), sem myndi verja okkur gagnvart þeirri ásælni Breta og Hollendinga. (Svo brást reyndar Ragnar sjálfur, sagðist um daginn vilja þennan samning, sem níðist á þeim réttmætu kröfum hans sjálfs!!! Og svo spá okkar óþjóðhollu stjórnvöld í það að hafa hann sem okkar réttargæzlumann í málinu!!! – það kom fram nú í vikunni.)
En með Neyðarlögunum var brezkum og hollenzkum innistæðueigendum, rétt eins og íslenzkum, gefinn forgangsréttur, fram yfir aðra kröfuhafa Landsbankans, – réttur sem var umfram þann rétt sem þeir höfðu skv. ESB-tilskipuninni. Á þetta minnti Jón Helgi Rgilsson í frábæru framlagi sínu til Silfurs Egils síðasta sunnudag, en um þetta má ennfremur lesa í greininni Icesave – Áhættan er enn til staðar eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (Mbl. 2.2. 2011):
"Neyðarlögin, sem setja innistæður framar öðrum kröfum, tryggja Bretum og Hollendingum gríðarlegan ávinning. Í stað þess að endurheimta aðeins lítinn hluta af höfuðstól sínum fá þeir líklega allan höfuðstólinn greiddan. Lánveitendur teldu það í flestum tilvikum harla gott að endurheimta allan höfuðstól láns þegar lántakinn fer á hausinn!
Í raun fóru flestir breskir og hollenskir innistæðueigendur í Landsbankanum mun betur út úr gjaldþroti bankans en íslenskir innistæðueigendur. Bretar og Hollendingar fengu flestir 100% af þeim verðmætum sem þeir áttu fyrir hrun því þeim var greitt í erlendri mynt þótt lögin geri ráð fyrir greiðslu í krónum. Íslendingarnir tóku hins vegar á sig mikið högg vegna verðbólgu og falls krónunnar. Á hvorum bitnaði mismununin? [...]
Í öllu falli er ljóst að Bretar og Hollendingar væru þeir síðustu sem myndu vilja fella neyðarlögin hvort sem skrifað er undir nýjustu samningsdrögin eða ekki." (Tilvitnun í Sigmund Davíð lýkur.)
Þar að auki er hvorki ríkið né þjóðin ábyrg fyrir þessari tryggingu hjá nefndum Tryggingasjóði. Ennfremur var Landsbankinn ekki aðeins tryggður þar, heldur líka hjá FSCS í Bretlandi og sambærilegum sjóði í Hollandi (á vegum seðlabankans þar).
Um fjárhagsáhættuna af því að samþykkja Icesave-III þegirðu gersamlega, og var það þér líkt (ég þekki vel til þinna villandi innleggja víðar), en þú laugst sem sagt með þínum uppspunnu staðhæfingum um áhættu af upphæðum umfram 20.000 evrur og þykist svo þess umkominn að hæðast að okkur, sem höfum ókeypis lagt fram sfar mikinn tíma og orku í þetta mál til varnar þjóðinni og börnum okkar, vegna þess að fáir aðrir urðu til þess (Íslendingar margir sofandi sem oftar ... eða öllu heldur lengi að vakna) (og þetta er nú mín "þjóðremba"!).
Til að þú og aðrir Icesave-greiðslusinnar og enn aðrir, sem óvissir eru, áttið ykkur jafnframt á annarri áhættu við að samþykkja Icesave-III, er ekki úr vegi að benda hér á nokkur atriði í grein í Mbl. 15. þ.m. eftir Guðmund Franklín Jónsson (umsjónarmanns afar góðs viðræðuþáttar á hverjum laugardagsmorgni kl. 10–12 á Útvarpi Sögu): 9 sinnum nei. Hann segir þar m.a.:
"Ef Icesave III verður samþykkt geta Hollendingar og Bretar samt höfðað skaðabótamál fyrir EFTA dómstólnum og gert kröfu umfram lágmarksupphæð innistæðutryggingarinnar. Samþykki á Icesave III er fordæmisgefandi og hjálpar Bretum og Hollendingum að hefja nýtt dómsmál eftir að íslenska þjóðin hefur samþykkt greiðsluskyldu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er allt opið upp á gátt, eftir sem áður og er ekki á „leiðinni í burtu“.
Að sögn Landsbankans eru hverfandi líkur að bankinn geti staðið undir stærstum hluta eigna þrotabúsins þ.e. skuldabréfanna tveggja upp á 92 og 260 milljarða. Ennfremur má ætla að holskefla nýrra lögsókna fari í gang gegn þrotabúinu frá öðrum kröfuhöfum ef Hollendingum og Bretum verði gefinn forgangur í búið og ekkert greitt út í mörg ár. [Sú greiðslutöf kæmi beint í hausinn á okkur, innsk. jvj.]
Engir gjaldeyrisskiptasamningar eru í samningnum og samþykki myndi þýða að gjaldeyrishöft festust í sessi hér á landi. Ráðherrar og forystumenn í atvinnulífinu keppast við að tala krónuna niður og því er mikil hætta á lækkun krónunnar." (Tilvitnun í Guðmund lýkur.)
Jón Valur Jensson, 25.3.2011 kl. 14:47
Þátturinn með Jóni Helga Egilssyni (hinu sigursæla einvígi hans við Vilhjálm Þorsteinsson) er hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544852/2011/03/20/. – Sbr. einnig þennan pistil: Jón Helgi Egilsson hagfræðingur var frábær fulltrúi andstöðunnar gegn Icesave-samningnum í Silfri Egils
Jón Valur Jensson, 25.3.2011 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.