Tímabær yfirlýsing Samstöðu – aðhald að Lagastofnun HÍ

Það er eðlilegt að krefjast þess að kynningarefni Lagastofnunar um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Því miður er fullt tilefni til að vera þarna á varðbergi. Helgi Áss Grétarsson gegnir mikilvægu hlutverki í Lagastofnun, og nú stendur til að nota hann í hlutverki "hlutlauss" eða "óhlutdrægs" fræðimanns, þótt hann hafi þegar verið meðmælandi Icesave-I (Svavars-smánarsamningsins!) og Icesave-III, sem erindreki ríkisstjórnarinnar. Það getur naumast talizt rétt, að hann fái með mjög virkum hætti að starfa hjá þessari Lagastofnun að gerð kynningarefnis um Icesave, maður sem berst opinberlega fyrir því að Icesave-III-lögin verði samþykkt! –JVJ.

"Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis," segir í yfirlýsingunni. – Hún er HÉR! á vef Samstöðu, en hér líka í heild:  

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave

 

 gerir athugasemdir við þá ákvörðun Alþingis að fela Lagastofnun HÍ

gerð kynningarefnivegna þjóðaratkvæðis um Icesave-III.

 

 

Sent ýmsum fréttastofum.

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave er samtök einstaklinga, sem eru andvígir Icesave-kröfum Bretlands og Hollands. Fyrsta verkefni Samstöðu var að standa fyrir undirskriftasöfnun á www.kjósum.is. Núverandi verkefni er að upplýsa almenning um staðreyndir Icesave-málsins og afhjúpa þær rangfærslur sem ríkisstjórnin og erindrekar hennar stunda.

 

Nú hefur Alþingi falið Lagastofnun HÍ að gera kynningarefni um Icesave-samningana vegna þjóðaratkvæðisins sem verður haldin 9. apríl 2011. Lagastofnun HÍ hafði með höndum gerð kynningarefnis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og fórst það óhönduglega.  Jafnframt verður að telja óeðlilegt að  Helgi Áss Grétarson standi að gerð "hlutlauss" kynningarefnis, þar sem hann er einn helsti erindreki ríkisstjórnarinnar og boðberi þess að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðinu 9. apríl 2011.

 

 Sem dæmi um mistöksem Lagastofnun gerði við kynningu á málsatvikum fyrir þjóðaratkvæðið um Icesave 6. mars 2010, má nefna:

 

1.    Lagastofnun HÍ nefndi ekki að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Þar voru því fyrir hendi tryggingar sem voru mun hærri en lágmarkstrygging ESB. Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250).

 

2.    Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir að Icesave-samningarnir brutu 77. grein stjórnarskrár Íslands, sem áskilja að »enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.« Lög nr. 1/2010 sem kosið var um í þjóðaratkvæðinu 6. mars 2010 gátu því ekki haldið gildi þótt þau hefðu verið samþykkt. Sama á við um lög nr. 13/2011, sem fyrirhugað er að kjósa um 9. apríl 2011. Brot á stjórnarskránni er alvarlegt afbrot og lög sem brjóta stjórnarskrána geta ekki staðið lengi.

 

3.    Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir, að enginn aðili í landinu hefur heimild til þess þvert gegn stjórnarskrá að afsala lögsögu Íslands, eins og ætlunin var að gera með Icesave-lögunum og ennþá er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar. Allir þegnar landsins og stofnanir eiga rétt að njóta »laga og réttar« sem stjórnarskráin og lög frá Alþingi veita. Verði Icesave-lögin samþykkt, eru miklar líkur til að þau verði kærð vegna brots á stjórnarskránni. 

 

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave gerir þá kröfu til Lagastofnunar HÍ að það kynningarefni sem hún lætur frá sér fara um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Ekki er heldur ásættanlegt að erindrekar ríkisstjórnarinnar starfi hjá Lagastofnun HÍ við gerð kynningarefnis um Icesave, samtímis því að þeir berjast opinberlega fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt. Einnig verður að teljast réttlætiskrafa að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem er ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave.  Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis.

 

 

Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn Icesave,


Loftur Altice Þorsteinsson,

Gústaf Adolf Skúlason,

Pétur Valdimarsson,

Axel Þór Kolbeinsson,

Borghildur Maack,

Hallur Hallsson,

Jón Valur Jensson,

Rakel Sigurgeirsdóttir.  


mbl.is Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband