Varaþingmaður Hræðslufylkingarinnar missir jafnvægið, misnotar SVÞ

Varaþingmaður Samfylkingarinnar*, Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, misnotar þau samtök í dag með makalausum stóryrðum um Icesave, "segir brýnasta verkefni þjóðarinnar og stjórnvalda að tryggja samþykkt Icesave-samninganna í þjóðaratkvæðagreiðslunni," eins og frá segir í frétt Rúv.

"Því ætti ný könnun viðskiptablaðsins um jafnar fylkingar með og á móti Icesave að fylla fólk skelfingu," segir hún, en fólk er einmitt mjög rólegt yfir þessu, ánægt með, að þokast hafi í rétta átt í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR fyrir Viðskiptablaðið. (Auðvitað tekur tíma að vinda ofan af massífum heilaþvotti Rúvara og 365-fjölmiðla í Bretavinnu þeirra, auk allra útsendara ríkisstjórnarinnar, sem fengið hafa forgangs-aðgang að ríkisfjölmiðlunum.)

En Margrét skefur ekki af því – nú liggur mikið við: „Ef Icesave verður fellt, þá mun engin ríkisstjórn hjálpa okkur upp úr þeirri stöðu,“ segir hún; afgreiðsla Icesave-málsins snúist um lífskjör okkar á komandi árum – eins og við vitum það ekki og höfum ekki fyllstu ástæðu til að snúast gegn einmitt þessari hættulegu ólagasmíð! En hver er þessi varaþingmaður stjórnarliða til að nota tækifærið í dag til pólitískra árása?

  • Hún skorar á alla atvinnurekendur að beita sér í málinu þannig að lífvænleg rekstarskilyrði fyrirtækja verði tryggð á komandi misserum. (Ruv.is.)
Það er sem sé blásið til bardaga með rakalausum hætti! – en fyrir hvern?

Margrét Kristmannsdóttir, Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, PFAFF  Skyldi formaður SVÞ hafa gegnt kalli formanns síns, Jóhönnu Sigurðardóttur, að nú yrði að bjarga málunum í stjórnarherbúðunum, af því að hætt sé við, að þjóðin hafni Icesave?

Margrét hefur látið mata sig; hún kemur ekki með neinn rökstuðning og sýnir með þessu, að hún er eins og hver annar þægur páfagaukur sem hefur eftir það, sem hann heyrir í kringum sig. Margrét ætti að skipta um umhverfi, sleppa því að mæta í Samfó-klúbbinn hennar Jóhönnu í eina – tvær vikur, en hlusta þess í stað á lögfræðinga og hagfræðinga sem geta uppfrætt hana um málin. Undirritaður mælir með því, að hún panti sér viðtöl hjá Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Tómassyni, áður en hún lætur meira út úr sér af hamfaraspám um afleiðingar þess að hafna ólögvörðu lygaskuldarkröfunni frá Lundúnum og Amsturdammi.

Jón Valur Jensson. 

* http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/191/Framboslistar_i_Reykjavik_samykktir


mbl.is Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 2009.

"Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september 2009 var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði EKKERT að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fjármálaeftirlitið vill gera athugasemd við þessi orð. Skipun stjórnarmannsins er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og hefur eftirlitið því ekki lokið athugun sinni á því hvort viðkomandi stjórnarmaður er hæfur til að sitja í stjórn lífeyrissjóðsins þar sem einungis eru rúmar tvær vikur síðan fullnægjandi gögn um stjórnarmanninn bárust eftirlitinu".

MBL fréttir 24. 09. 2009.

"Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna af ótilgreindum ástæðum.

Viðbúið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapi háum fjárhæðum á falli Kaupþings og tengdum fyrirtækjum. Af þeirri ástæðu vöknuðu spurningar um hæfi Brynju til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Samtök verslunar og þjónustu skipuðu Brynju í stjórn lífeyrissjóðsins og sagði formaður samtakanna í fréttum RÚV hinn 8. september sl. að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert við skipan Brynju að athuga.

Samkvæmt upplýsingum frá FME er hæfi Brynju enn til athugunar hjá stofnuninni og í hefðbundnu ferli, en stofnunin úrskurðar um hæfi stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Brynja Halldórsdóttir staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún væri ekki lengur í stjórn lífeyrissjóðsins en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti".

Margrét Kristmannsdóttir var 7. maður á lista Samfylkingar í Reykjavíkur suður. Fyrrverandi varaformaður VR.

Finnst nokkrum það skrítið að þessi manneskja vilji að þjóðin borgi fyrir Icesafe?

Ekki mér. NEI við Icesafe.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 00:45

2 identicon

Allt þetta góða fólk sem lagt hefur á sig mikla vinnu  við að taka forystuna í þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar á miklar þakkir skilið fyrir óeigingjarn starf se hefu skilað  mögnuðum  árangri.Það býr mikil   réttlætiskennd enn með íslendingum og kraftur sem nú hefur tekist að virkja með góðri forystu.

Við erum afar sterk heild og getum mikið saman eins og sýnt sig hefur. Ég vil meina að við eigum rétt á að fá umfjöllun í "ríkisfjölmiðlinum" til jafns við þá sem á móti eru en hef eimildir um að slíkum  erindum hafi ekki verið ansað þar.

Forsetinn taldi sig ekki geta gengið framhjá þeim fjölda undirskrifta sem komu til hans  frá þjóðinni.  Spurning hvort að útvarpsstjóri telur sig  hafinn yfir þær . Sé svo að hann hafi ekki meiri skilning á starfi sínu en það að ætla að hunsa áfram eins og  hingað til tugi  þúsunda eigenda RUV þá ætti það að sjálfsögðu að fara beint inn á borð  til menntamálaráðherra.

Við erum stórt og sterkt afl  í þjóðfélaginu og eigum fullan rétt til jafns við aðra.Það er mikill kraftur hér á ferð .Jón Valur þú vinnur eins og ljón.Og kannske ert lika ljón :)

Sólrún (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Kærar þakkir fyrir góð og hvetjandi innlegg ykkar, Arnór og Sólrún!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 18.3.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband