Nýlenduveldunum veitt sjálfdæmi um Icesave-samningana !

Undirlægjustefna ríkisstjórnarinnar hefur verið fullkomnuð. Með Icesave-III er fullkomlega og óbærilega afsalað lögsögu Íslands og staðreyndin er sú að Icesave-III er stærðargráðu verri en Icesave-I eða Icesave-II. Með Icesave-III er Bretlandi og Hollandi veitt sjálfdæmi um allt Icesave-málið, bæði það sem skráð er í samningana 10 og það sem ekki er skráð. Svona birtast landráð ríkisstjórnarinnar og samninganefndar hennar:

1. Ágreiningur um Icesave-málið, sem báðir aðilar geta framkallað, fer fyrir Alþjóðagerðardóminn með formlegt aðsetur í Haag, en skal funda í London.

2. Þrír menn skipa dóminn og velja nýlenduveldin einn gerðarmann, ríkisstjórn Íslands annan og gerðarmenn sameiginlega forseta dómsins, að tilnefningu aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagerðardómsins. Nýlenduveldin munu því hafa meirihluta í gerðardómnum sem að auki verður skipaður embættismanni sem ríkisstjórn Íslands velur og mun því verða til skrauts og til að blekkja almenning á Íslandi.

3. Undirstrikað er að gerðardómnum er ætlað að kveða upp úrskurði, en ekki leita sátta. Þetta merkir að gerðardómurinn mun dæma án rökræðu eða sannleiksleitar. Meirihluti gerðardómsins mun ekki virða fulltrúa Íslands viðlits.

4. Alger leynd mun hvíla yfir störfum gerðardómsins, þannig að engin mun geta gagnrýnt störf hans með efnisrökum.

5. Niðurstöður dómsins eru »endanlegar og bindandi«. Útilokað verður að vísa niðurstöðum til æðra dómsstigs, sama hversu ósanngjarnar þær verða.

Þetta fyrirkomulag við afgreiðslu ágreinings merkir að verði Icesave-lögin samþykkt munu nýlenduveldin hafa sjálfdæmi um öll atriði sem varða Icesave-málið í heild, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ekki. Icesave-III er því stærðargráðu verri en fyrri samningar og samningarnir marka nýgjan kafla í samskiptum ríkja.

Aldrei áður í mannkynssögunni hefur sjálfstætt ríki afsalað sér lögsögu sinni og sjálfstæði með jafn fullkomnum hætti og ríkisstjórn Íslands er reiðubúin að gera. Niðurlægingin er svo fullkomin að menn sundlar af hryllingi.

Grein 10.9: »Lögsaga og réttarframkvæmd. Þessi samningur og öll atriði, kröfur eða deilur sem rísa kunna vegna hans eða í tengslum við hann, hvort sem um er að ræða samningsbundin atriði eða ósamningsbundin, skulu lúta lögum Englands og vera túlkuð samkvæmt lögum Englands.«

Grein 10.10: Gerðardómur. (a) LEITA SKAL ÚRSKURÐAR GERÐARDÓMS VEGNA HVERS KYNS ÁGREININGS, MÁLSHÖFÐUNAR EÐA MÁLAREKSTURS AF HÁLFU EÐA GEGN EINHVERJUM SAMNINGSAÐILA VARÐANDI SAMNING ÞENNAN EÐA VEGNA HANS, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA, Þ.M.T. ÁGREININGUR, MÁLSHÖFÐUN EÐA MÁLAREKSTUR VARÐANDI TILVIST, GILDI, GERÐ EÐA UPPSÖGN ÞESSA SAMNINGS ("ÁGREININGUR"), OG SKAL HANN VERA ENDANLEGUR OG BINDANDI Í SAMRÆMI VIÐ REGLUR ALÞJÓÐA-GERÐARDÓMSINS SEM TELJAST FELLDAR INN Í ÞETTA ÁKVÆÐI MEÐ TILVÍSUN, ÞÓ EKKI AÐ ÞVÍ MARKI SEM ÞÆR VARÐA RÍKISFANG GERÐARDÓMSMANNA.

(b) Við gerðardómsmeðferð, sbr. a-lið hér að framan:

  • (i) skulu gerðardómsmenn vera þrír,
  • (ii) ef allir samningsaðilar eru aðilar að gerðardómsmeðferðinni, skulu (A) endurgreiðsluaðilar sameiginlega tilnefna einn gerðardómara (tilnefni endurgreiðsluaðilarnir ekki sameiginlega gerðardómara þá skal með fara skv. 2. mgr. 7. gr. reglna Alþjóðagerðardómsins), og (B) fjármálaráðuneyti Bretlands tilnefna einn gerðardómara og hinir tveir tilnefndu skulu velja þriðja dómarann sem skal vera forseti gerðardómsins,
  • (iii) aðalframkvæmdastjóri Alþjóðagerðardómsins skal annast tilnefningar,
  • (iv) gerðardómsmeðferðin skal fara fram í London, Englandi,
  • (v) þingmálið skal vera enska,
  • (vi) reglur Alþjóðasamtaka lögmannafélaga (IBA) um öflun sönnunargagna við alþjóðlega gerðardóma frá 29. maí 2010 skulu gilda,
  • (vii) gerðardómurinn skal gera það sem í hans valdi er til að komast að endanlegri niðurstöðu innan tólf mánaða frá tilnefningu þriðja gerðardómarans sem er í forsæti gerðardómsins, og skal stýra málsmeðferðinni í samræmi við það,
  • (viii) gerðardómurinn skal kveða upp úrskurð sinn í samræmi við ensk lög (en ekki, til að fyrirbyggja vafa, sem amiable compositeur eða ex æquo et bono), og
  • (ix) allir samningsaðilar, gerðardómsmenn, aðalframkvæmdastjórinn og alþjóðaskrifstofa Alþjóðagerðardómsins skulu virða trúnaðarkvaðir um að yfir standi gerðardómsmeðferð og hverjar þær upplýsingar sem þeim berast í tengslum við slíka málsmeðferð.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Jóhanna biður um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband