Vitfirrt ríkisstjórn á Íslandi er ekki martröð heldur raunveruleiki

Það er ekkert annað en vitfirring að samþykkja Icesave-III. Að ætla að
greiða 26 milljarða strax úr ríkissjóði, upp í forsendulausar kröfur
nýlenduveldanna er svo sjúkt, að svíður í gegnum merg og bein. Samtals talar
þessi vitstola ríkisstjórn um að taka 46 milljarða út úr frosnu hagkerfi
Íslands og það á nærstu mánuðum. Þetta verður allt að taka að láni og greiða
í beinhörðum gjaldeyri.

Auðvitað kemur svona blóðtaka niður á öllum almenningi, en þingmennirnir og
stóðið á ríkisjötunni er með laun sín verðtryggð. Jóhanna stóð við orð sín
að slá skjaldborg um ríkisbáknið. Skjaldborgin var til þess ætluð að halda
almenningi frá valdastéttinni. Við höfum öll séð nýgju skjöldum lögreglunnar
bregða fyrir, valdstjórin er tilbúin að verjast alþýðunni.

Staðreyndin er sú að samþykkt Icesave-laganna mun leiða til gjaldþrots
ríkisins. Ekki er hægt að taka svona háar upphæðir úr gaddfrosnu hagkerfi
Íslands. Þjóðin mun ár eftir ár búa við neikvæðan hagvöxt og að lokum mun
fara eins fyrir okkur og Nýja Sjálandi. Við verðum tekin upp í skuldir og þá
verður fögnuður í Parísar-klúbbnum, kampavínið mun freyða.

Þór Saari fer með rétt mál þegar hann spáir þjóðargjaldþroti, verði
Icesave-lögin samþykkt. Haft er eftir Þór:

»Ég hef haldið því fram lengi að fyrir utan Icesave eru skuldir þjóðarbúsins
okkur ofviða. Hlutur fjármagnsins og þess sem að það tekur til sín af tekjum
fólks, annað hvort með afborgunum af lánum eða í formi skatta til að standa
straum af vöxtum af lánum ríkisins, er orðinn alltof stór nú þegar.«

Er hægt að finna eitthvað vitrænt við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
leggja Icesave-klafann á þjóðina ? Það verður ekki séð, því að Ísland er
búið að sigra í efnahagsstyrjöldinni við nýlenduveldin. Engum erlendis
dettur í hug að sjálfstætt ríki beygi sig fyrir kröfum sem hvorki hafa
lagastoð, né neinar aðrar forsendur. Ríkisstjórnin er vitfirrt og henni
verður að koma úr valdastólunum með öllum ráðum.

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Ríkisstjórnin er vitfirrt og henni verður að koma úr valdastólunum með öllum ráðum."

Hvaða ráð eru það?

Og til að fá hvað í staðinn?

Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra?

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 18:14

2 identicon

Björn, ég geri ekki tillögu um Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra. Ég vil fá kosningar strax og svo skulum við ræðast við um nýgja ríkisstjórn.

Hvaða tillögur hefur þú um hvernig við getum fengið kosningar ? Hvers vegna fáum við ekki að kjósa til Alþingis á tveggja ára fresti, eins og gert er í Bandaríkjunum ? Hvers vegna tekur forsetinn ekki umboðið af Icesave-stjórninni ?

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 19:36

3 Smámynd: Björn Birgisson

Loftur, 2ja eða 4ra ára fresti, er það ekki bundið í Stjórnarskrá? Hvernig hljómar að kjósa á 3ja ára fresti? Fara bil beggja. Það þætti mér ágætt. Lauma því til Stjórnlagaráðsins!

Stjórnin er löglega kjörin og hefur meirihluta á Alþingi. Forsetinn getur ekkert gert í því máli. Hann er sem betur fer ekki orðinn einræðisherra í þessu landi.

Er Bjarni karlinn orðinn einn af skúrkunum?

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 19:52

4 identicon

Heil og sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan - sem aðrir gestir, hér á síðu !

Loftur !

Um leið; og ég vil þakka þér fyrir þessa upplýsingu, skal ég samt, leiðrétta ykkur Þór Saari,, góðfúslega, með þeirri einföldu fyrirliggjandi staðreynd, að Ísland er, nú þegar, orðið gjaldþrota.

Fyllilega tímabært; að þau Jóhanna og Steingrímur og Engeyjar- Bjarni, og nokkur fleirri, af þessum stjórnmála trantara lýð, verði gripin, hið fyrsta, og þau barin, sem I. viðvörum, fyrir svik sín - sem pretti, alla.

Bræður mínir; Síkhar, austur í Khalistan (Punjab; á Indlandi), væru fyrir margt löngu, búnir að afgreiða svona mannskap, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 21:50

5 identicon

Björn, í Bandaríkjunum er kosinn helmingur þingsins á tveggja ára fresti. Stjórnvöld hafa því miklu meira aðhald en ef allt þingið er kosið á fjögurra ára fresti.

Forsetinn getur vissulega afturkallað umboð sitjandi ríkisstjórnar og það samkvæmt Stjórnarskránni.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband