28.2.2011 | 23:11
Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta uppfyllti allar kröfur sem til hans voru gerðar
Jón Baldvin Hannibalsson hefur ítrekað haldið því fram* (til að sanna ábyrgðarleysi Íslendinga) að "ekkert fé hafi verið í Tryggingasjóðnum", en staðreyndin er sú, segir Carl Eiríksson verkfræðingur,* að sjóðurinn uppfyllti allar lagakröfur sem til hans voru gerðar um þetta. Það voru í honum 18 milljarðar króna við hrunið, og sú upphæð virðist alveg samsvara ákvæði 6. gr. laganna um sjóðinn (l. nr. 98/1999) um 1% heildareign innstæðudeildar sjóðsins miðað við innstæður í bönkum og sparisjóðum orðrétt:
- 6. gr. Innstæðudeild.
- Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. ...
- 3. gr. Aðilar að sjóðnum.
- Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.
- 2. gr. Stofnun.
- Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.
Ef Jón Baldvin og aðrir Icesave-sinnar þráast enn við að muna þessar einföldu staðreyndir, ættu þeir að kynna sér vel þessa grein: "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda
* Carl Eiríksson í Útvarpi Sögu, í innhringiþætti Péturs Gunnlaugssonar í morgun.
JVJ skráði.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.3.2011 kl. 00:31 | Facebook
Athugasemdir
Heill sé verkfræðingnum að kollvarpa rangfærslunum hans Jóns Hannibalssonar. Og það opinberlega.
Elle_, 1.3.2011 kl. 00:50
Gott að vita, að þjóðin hefur ekki að þessu leyti vanefnt skuldbindingar sínar. Fullyrðingar um ágalla á íslenzka sjóðnum glymja daglega í eyrum, þótt naumast nokkur reyni að segja nákvæmlega, hvað hafi verið gert rangt og á annan hátt en í öðrum löndum. Á því stendur þó eða fellur veigamikið atriði í málflutningi þeirra, sem vilja gangast undir ábyrgð á Icesave.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.