Spurningar um Icesave

Ef ég segi já og samþykki Icesafe-frumvarp í þjóðaratkvæðagreiðslu, er ég þá ekki líka að viðurkenna að ég skuldi einhverjum þessa peninga?

Er ég þá líka að viðurkenna að ég sé glæpamaður og hafi stolið þessum peningum frá saklausu fólki í Bretlandi og Hollandi ? og ég eigi að greiða þá til baka?

Geta og eða vilja íslensk stjórnvöld verja gengið á íslensku krónunni? Breska þjóðin er t.d. 180-falt stærri en íslenska þjóðin. Þarf nokkuð mikið að fikta við gengi á íslensku krónunni til að ímynduð skuld fari í 1000 milljarða ?

Er ekki grundvallaratriði fyrir trausta framtíðar-bankastarfsemi í heiminum, að til sé dómsniðurstaða fyrir ICESAFE ?

Halldór Svavarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband