Það er eins gott að þetta sé ekki enn ein spunafréttin

Hvernig getur matvörukeðjan Iceland Foods, sem Landsbankinn gamli á að 2/3 hlutum, greitt út 330 milljónir punda í arð, þegar hagnaður fyrir skatta hjá sama fyrirtæki á síðasta ári nam 110 milljónum punda. Er ekki eitthvað gruggugt við þetta? Það kæmi nú ekki á óvart, að þessi frétt ætti sér uppruna á óvæntum slóðum.

Um aðra nýja frétt, sem einnig virðist spunakennd, fjallar undirritaður hér: Tökum ekki mark á þessu ótrausta lánshæfismati Moody's.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Iceland Foods greiðir út arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er samkvæmt ensku fréttinni ekki arður af reglulegri starfsemi, heldur niðurfærsla á hlutafé, sem gefur möguleika á útborgun. Ætla skyldi, að verðmæti keðjunnar rýrni að sama skapi. Þetta sé sem sagt kaka, sem ekki er bæði hægt að geyma og éta.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fínt Sigurður. Látum þá éta kökuna innan frá áður en þeir selja hana. Allt til að hámarka endurheimtur upp í IceSave. Sem skattgreiðanda er mér sama hvað verður um þetta fyrirtæki svo lengi sem það nýtist þjóðinni á meðan hægt er.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2011 kl. 19:47

3 identicon

Já, Guðmundur. Það er auðvitað fyrir mestu, að peningarnir komi og renni upp í Icesave. En ég fór nú samt að hugsa um verðlækkun á útsölum, til að losna við illseljanlegan varning. Vonandi á það ekki við.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband