20.2.2011 | 18:21
Björn Valur Gíslason hafnar lýðræðinu
Björn Valur hótaði því í Silfrinu, að ríkisstjórnin muni afnema Icesave-lögin, ef forsetinn hafni staðfestingu þeirra. Þetta væri gert til að hindra þjóðaratkvæði um þau og til að vanvirða, forsetann, Stjórnarskrána og almenning í landinu. Þessi ótrúlegi snati sagði:
»Auðvitað getur maður fabúlerað um ýmsa hluti. Í fyrsta lagi getur málið auðvitað farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta þessir 44 þingmenn, þessi 70% þingheims, sem samþykktu málið, tekið það í sínar hendur, varið þingræðið, afturkallað þessi lög, myndað einhverskonar starfhæfa stjórn hér í landinu til að undirbúa kosningar, eftir sex mánuði eða svo, meðal annars til að endurskoða stjórnarskrána, ljúka þessu máli. Þetta er mál þingsins, ekki ríkisstjórnarinnar í dag. Þingið þarf að bregðast við, ekki ríkisstjórnin.«
Ef ríkisstjórnin og töskuberar hennar grípa til þeirra aðgerða sem Björn Valur boðar, verður þjóðin að verja frumburðarrétt sinn. Gera verður valda-aðlinum ljóst að lýðræði ríkir í landinu, sem merki að fullveldi landsins er í höndum almennings.
Þingræði er ekki til í Stjórnarskránni, nema í þeirri merkingu að ríkisstjórnin er undir eftirliti Alþingis. Þingbundin ríkisstjórn merkir að ríkisstjórnin er bundin af ákvörðum Alþingis, en gefur ríkisstjórninni ekkert umboð til sjálfstæðra athafna. Fullveldisrétturinn verður ekki látinn af hendi, síst af öllu í hendur þjóðsvikara eins og Björns Vals.
Björn Valur: Icesave mál þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég ekki með ríkisborgararétt í þessum heimi sem Björn Valur Gíslason lifir í en ég hef lært það að BVG skilur ekki það sem er að gerast í kringum sig. Það er með ólíkindum að hlusta á þennan mann á köflum. Hann er alveg á sér pláhnetu. Svo mikið er víst.
Ríkisstjórnin og alþingi allt hangir á bláþræði og það væri með eindæmum heimskulegt af þeim að hlusta á geimverurugl Björn Vals.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 18:36
Ég er alveg sammála þér, Pétur. Skil oft ekki að hann skuli vera af jörðinni og hann vinnur ekki af heilindum, það mikið er víst.
Elle_, 20.2.2011 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.