Umfjöllun Evrópuríkisins afhjúpar svik Steingríms J. Sigfússonar

Í skýrslu frá 09. nóvember 2010, sem gefin var út af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er vikið að stöðu Icesave-deilunnar. Þetta er þó skýrsla um aðlögunarferli Íslands að ESB. Þar segir:

  • »Regarding Icesave, in December 2009 the Icelandic parliament passed a law authorising a state guarantee on the obligations of the Icelandic depositors insurance scheme, putting into effect the Icesave agreement between Iceland, the UK and the Netherlands of October 2009.
  • However, in January 2010, the Icelandic President refused to sign the bill. In accordance with the provisions of the Icelandic constitution the bill was subsequently put to a referendum which, in March, resulted in a 93.6% ‘No’ vote with a 62.7% participation rate. Since then, talks among the three parties have slowed down.« (bls.22)

Þarna er staða Íslendinga orðin góð og hótanir Evrópuríkisins heyrast ekki. Hvað skeður þá nema að fjármálaráðherra landsins finnur hjá sér óútskýrða hvöt til að leggja Icesave-klafann á almenning. Þetta kemur skýrt fram, þegar lesið er lengra í skýrslunni:

  • »In June Iceland’s Finance Minister [Steingrímur J. Sigfússon] contacted the UK Chancellor of the Exchequer and the Dutch Minister of Finance to reconfirm Iceland’s commitment to repay the Icesave loans and suggested restarting negotiations. Meetings between Icelandic, UK and Dutch representatives took place in July and in September.« (bls.22)

Þarna kemur frumkvæði Steingríms skýrt í ljós, hafi það vafist fyrir einhverjum. Eins og forusta Sjálfstæðisflokks ýtir Steingrímur á eftir Icesave-kröfunum til að liðka fyrir innlimun Íslands í Evrópuríkið. Þeir sem vilja samþykkja Icesave-samninga-III, gera það af þjónkun við ESB og til að halda aðlögunar-ferlinu gangandi. Húsbónda-hollir hundar hlusta vel eftir orðum húsbónda síns.

Fyrrnefnd skýrsla framkvæmdastjórnar ESB er hér:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2010/package/is_rapport_2010_en.pdf

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Líklega gert til að þóknast Jóhönnu, hún er greinilega í lykilstöðu til að vera í ríkisstjórn og Steingrímur gerir það sem hann þarf að gera.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2011 kl. 08:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann virðist annaðhvort verkfæri hennar eða sannfærður ESBéari í sauðargæru, og væri hvort tveggja slæmt. Ég gizka á það fyrra – og að hlýðni hans sé keyrð áfram af valdagræðgi hans og hans manna eftir langtímasvelti í stjórnarandstöðu. Svo getur hann hrist af sér efasemdirnar með reiging og öflugu PR-i.

Jón Valur Jensson, 10.2.2011 kl. 08:52

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég hef sett eftirfarandi fram í nokkur skipti og er það tilvalið núna.

Ég held að Steingrímur vilji fá þenna klafa á þjóðina til að gera allt eins skítt hérna og hægt er, síðan kemur í gang mikið PR sem kennir stjórninni á undan fyrri stjórn um þetta þ.e. framsókn og sjálfstæðisflokknum, einnig verður þar tekið fram hvernig hann og stjórnin barðist sérstaklega fyrir því að ná "góðum" samningi og hvernig allt hefði verið miklu verra ef einhver annar hefði unnið að Icesave.

Enda er mottó vinstri stjórnar að virðist, allir hafi það jafn skítt (í staðin fyrir að reyna að bæta kjör þeirra sem hafa það verst þá virðist þeim finnast það betra að draga alla hina niður á sama plan og hjá þeim sem hvað verst hafa).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.2.2011 kl. 09:19

4 identicon

Það er mín skoðun að Steingrímur, Jóhanna og Bjarni séu einfaldlega ESB-sinnar. Forsendur þeirra eru hins vegar mismunandi og þess vegna gengur mönnum erfiðlega að skipa þeim í sama dilk.

Ef litið er yfir farinn veg má sjá að Bjarni hefur ekki skipt skyndilega um skoðun, heldur hefur hann verið að bíða eftir rétta andartakinu til að afhjúpa sitt innsta eðli. Hann er samkvæmur sjálfum sér, en ekki þeirri ímynd sem hann byggði upp.

Það voru fullkomin svik hjá Bjarna að leiðrétta ekki þá "skökku ímynd" sem augljóst var að allir héldu að væri hin sanna. Hann var kosinn til formennsku vegna þessarar "fölsku ímyndar". Vonandi verður hann felldur vegna þeirrar "réttu ímyndar" sem komið hefur í ljós.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 11:21

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju eru ekki dómsstólar látnir skera úr um þetta Icesavemál sem snýr að Steingrími? Er eitthvað mál að leggja fram kæru, rökstyðja hana og láta reyna á þetta sýstem í landinu?

Ég sé ekki betur enn að Jón Valur og Loftur séu lang bestu mennirnir í að smíða svona kæru. Einhver lögfræðiaðstoð væri eflaust nauðsynleg.

Það er ekki endalaust hægt að afgreiða hreint glæpamál sem einhverja pólitík eins og alltof margir gera í dag....

Óskar Arnórsson, 10.2.2011 kl. 12:08

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég myndi nú vilja nefna hinn hyggna Baldur Ágústsson, fyrrv. frambjóðanda til forsetakjörs, sem heppilegan aðstandanda að slíkri kæru, m.a. vegna þeirrar ábyrgðar sem hann hafði sýnt að hann vildi axla fyrir þjóðina með því framboði sínu, ennfremur vegna virks framlags hans til mála samfélagsins nú eftir kreppuna, með mörgum góðum blaðagreinum og í seinni tíð í reglulegum fimmtudagspistlum kl. 12.40–13.00 í Útvarpi Sögu – þeim nýjasta nú rétt í þessu, og ef þið hafið hlustað, þá áttið þið ykkur alveg á því, hvað ég á við með mikilvægi þessa framlags hans. (Pistill hans verður endurtekinn kl. 18.00 í dag.) Þar talar hann m.a. til Alþingis og forseta Íslands og gerir það af skynsemi og hyggindum, án gífuryrða, en af sannri réttlætiskennd og umhyggju fyrir þjóðinni og börnum hennar og fyrir lögum og rétti. Hlustið!

Jón Valur Jensson, 10.2.2011 kl. 13:15

7 identicon

Hugmyndin er góð Óskar, en kerfið stendur fast til varnar. Kærur hafa verið lagðar fram á ráðherra Icesave-stjórnarinnar og einnig embættismenn, en þeim er annað hvort hafnað með útúrsnúningum eða ekki svarað. Svona hefur stjórnkerfið á Íslandi starfað í áratugi.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:15

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég meina bara að fólk sem er valið til að gera það sem er landinu fyrir bestu má ekki leyfa sér, og við meigum ekki leyfa svona stórkostlegan yfirgang á lýðræði.

Það er staðfest svo ekki verður um vills að Ríkið á ekkert í þessaru frægu skuld, og eiginlega er það hafið yfir allan vafa. Svo hvernig það þrasast um það samt sem hafa einkhagsmuna að gæta er bara þessu Icesave ekkert viðkomandi lengur eða ætti ekki að vera það.

Að borga þessa skuld í dag þó það væri bara ein einasta króna er bara opinbert rán framið fyrir framan alla þjóðinna. Það er síðan hægt að nota lögfræðilegar vangaveltur bæði með og á móti.

Ég sé engin vafaatriði lengur í Icesave. Enn vilji maður samt þrjóskast við að halda öðru fram þá verður erfiðara og erfiðara að koma með rök sem eru þess virði að skoða yfirleitt.

Þeir sem vilja í dag borga þessa Icesave skuld gera það bara af fjórum ástæðum:

1. Kaupa pólitískan stuðning vegna inngöngu í ESB - Sérhagsmunir

2. Eiga sjálfir peninga sem tapast ef engin greiðir gjaldþrotið - Sérhagsmunir

3. Er hótað af breskum samningamönnum að upp komist um einhverjar gamlar   syndir íslensku samningamannanna - aftur sérhagsmunir.

4. Skilja ekki eðli einkafyrirtækis og reglur þeirra, þó það sé banki - skilningsleysi og/eða kunnáttuleysi ráðamanna á Íslandi

Svona sé ég þetta í dag og margir fleyri reyndar sem ég hef talað við... 

Óskar Arnórsson, 10.2.2011 kl. 15:00

9 identicon

Við Jón Valur erum ekki að gefast upp í þessari baráttu. Ef Icesave-kröfurnar verða ekki stöðvaðar hjá Alþingi eða í þjóðaratkvæði, munum við vafalaust leita leiða til að hnekkja þeim fyrir dómstólum.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:35

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hikstalaust undir þetta hjá Lofti.

Jón Valur Jensson, 10.2.2011 kl. 17:02

11 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, æfinlega !

Steingrímur - Jóhanna og Bjarni; eiga skilið, að fá sömu útreið, sem Egyptar eru að veita Mubarak, þessar stundirnar.

Eru Íslendingar yfirhöfuð marktækir; á meða þessi þrenning fær að sprikla, hér heima fyrir, gott fólk ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband