6.2.2011 | 17:36
Geir »blindi« Haarde leiðir Bjarna »blinda« Benediktsson
Einhver hefði haldið að Geir »blindi« Haarde hefði öðrum hnöppum að hneppa en leita uppi pólitíska umskiptinga. Er þetta ekki maðurinn sem til stendur að rétta yfir fyrir Landsdómi, vegna refsiverðra yfirsjóna í opinberu starfi ? Er þetta rétti maðurinn til að vísa Bjarna »blinda« Benediktssyni á vit sannleikans ?
Allir vita að þegar stjórnmálamenn tala um »ískalt mat« hafa þeir svik í huga. Þegar þeir tala um að gera það sem er »þjóðinni fyrir beztu« eru þeir í ránshug. Svik og rán eru heldstu hugðarefni þjóðníðinga og ekki verður annað séð en að gott framboð sé af slíku fólki á Íslandi.
Ekki ásaka ég Geir »blinda« Haarde fyrir svik eða rán. Ekki gerir Landsdómur það heldur. Geir er ákærður fyrir brot í starfi sem forsætisráðherra, framin »af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi.« Ákæruefnin eru eftirfarandi:
1. Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði.
2. Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að unnin væri heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.
3. Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins.
4. Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag.
5. Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.
6. Fyrir að hafa látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Þessi ákæruatriði eru hvert öðru alvarlegra og ef dæmd sönnuð fyrir Landsdómi, hljóta þau að benda til að alvarlegur dómgreindarskortur hrjái Geir »blinda« Haarde. Nú kemur félagi Geir fram til stuðnings Bjarna »blinda« Benediktssyni, sem orðinn er uppvís að því að vera pólitískur umskiptingur. Haft er eftir Geir:
»Eflaust mun ríkisstjórnin hafa einhvern ávinning af því að þessu máli ljúki, en það er ekki hægt að hugsa um þetta út frá þeirri forsendu. Það verður að hugsa um þetta út frá því hvað er þjóðinni fyrir bestu í þessari stöðu. Menn leggja lagalegan ágreining til hliðar við lausn þessarar deilu og hafa komist hér að pólitískri niðurstöðu, sem er viðunandi miðað við aðra kosti í stöðunni. Það finnst mér vera aðalatriðið í þessu máli.«
Ætli nauðsynlegt verði að leiða Geir H. Haarde aftur fyrir Landsdóm til að sanna hversu mjög honum skjátlast varðandi stöðu Icesave-málsins ? Heiðursmenn leggja ekki lagalegan ágreining til hliðar þegar hagsmunir heillar þjóðar eru í húfi. Drengskaparmenn yppa ekki öxlum og enduróma vitleysu eins og þá að það sé þjóðinni fyrir beztu að gæta ekki hagsmuna sinna.
Geir »blindi« Haarde hefði átt að hafa dómgreind til að leiða ekki Bjarna »blinda« Benediktsson.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Geir styður Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Athugasemdir
Já,já,leggja æruna til hliðar,réttlætið,ábyrgðina,allt nema sjálfa sig. Við ætlum að leggja þá til hliðar um aldur og ævi,það er þjóðinni fyrir bestu.
Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2011 kl. 20:29
Ég var að fá upplýsingar erlendis frá, sem virðast traustar um að ESB hafi krafist þess að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir eða aðlögunarferlinu yrði slitið ella.
Ef þetta er rétt höfum við útskýringu á skyndilegri afstöðu-breytingu hjá forustu Sjálfstæðisflokks. Bjarni hefur þá líka afhjúpað sig sem ESB-sinna.
Góð kveðja til þín Helga.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 23:25
Kærar þakkir fyrir mjög góða grein, Loftur, og fyrir samstöðu ykkar hinna.
Svo má hugsa út í bakgrunn þessara líkinga, sem hér var gripið til:
Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? (Lúkasarguðspjall 6:39).
Og ekki síður virðist þetta eiga við, útgáfa Matteusarguðspjalls (15:14) af orðum Krists: „Látið þá eiga sig! Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.“
Jón Valur Jensson, 7.2.2011 kl. 02:07
Öllum er nú orðið ljóst, að skáldlegt orðalag Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um »ískalt mat« á Icesave-kúguninni, var merki um þjóðsvik. Hagsmunum Íslendinga skal fórnað á altari ESB-þjónkunar.
Upplýst hefur verið, að ESB neitar að halda áfram aðlögun Íslands að Evrópuríkinu, nema Icesave-kröfur nýlenduveldanna verði samþykktar í núverandi formi. Það er þess vegna sem forusta Sjálfstæðisflokks opinberar núna vilja sinn til innlimunar Íslands í Evrópuríkið, auk vilja til að greiða Icesave-reikningana.
Línur hafa því stórlega skýrst í Íslendskum stjórnmálum. Icesave og innlimun Íslands eru spyrrð saman órjúfanlegum böndum. Þær getgátur sem margir hafa verið með um þjóðsvik í Icesave-málinu hafa nú sannast. Það eru bara ESB-sinnar sem krefjast þess að Íslendingar greiði forsendulausar Icesave-kröfur. Allt þjóðhollt fólk er GEGN hvoru tveggja.
Samstaða þjóðar GEGN Icesave
Þjóðarheiður GEGN Icesave
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.