4.2.2011 | 22:55
InDefence-hópurinn styður EKKI Icesave-III
Það er fagnaðarefni, að InDefence hefur gert lýðum ljóst, að hann sættir sig ekki við þá grófu rangtúlkun á áliti sínu um Icesave-III, sem Fréttastofa Rúv o.fl. höfðu borið á borð fyrir landsmenn. "Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga," er fyrsta og fremsta grundvallaratriðið, sem hópurinn vill, að samningar um Icesave-málið endurspegli.
Hér er þessi nýja tilkynning frá InDefence-hópnum, glóðvolg úr bakaríinu, og undirritaður leyfir sér að auðkenna sérstaklega nokkra lykilstaði hér:
- Undanfarna daga og vikur hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn slegið því fram að InDefence hópurinn hafi jákvæða afstöðu gagnvart Icesave III samningunum. Það er rangt.
- Þann 10. janúar skilaði InDefence-hópurinn umsögn um núverandi Icesave samninga til fjárlaganefndar Alþingis. Umsögnin var einnig afhent öllum þingmönnum.
- Í umsögninni er ítarlega fjallað um þá miklu fjárhagslegu áhættu sem núverandi samningar fela í sér fyrir Íslendinga. Sú áhætta er staðfest í öðrum efnahagslegum umsögnum. Í umsögninni er lögð rík áhersla á að til að samningarnir geti talist ásættanlegir sé nauðsynlegt að draga úr þessari áhættu.
- Þegar útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hefjast verður að tryggja að Íslendingar njóti aukins forgangs. Með þeirri breytingu að jafnstöðusamningar (Pari Passu) milli aðila yrðu felldir úr gildi yrði áhættu núverandi og komandi kynslóða Íslendinga mætt að verulegu leyti.
- Í umsögninni segir orðrétt: Þetta á að vera krafa íslenskra stjórnvalda ef gera á samning án þess að skorið sé úr um lögmæti greiðsluskyldunnar. Í samræmi við þessa umsögn, ráðlagði InDefence fjárlaganefnd Alþingis að sameinast um eina breytingartillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðarinnar og skapað meiri frið um Icesave-samkomulagið.
- Afstaða InDefence hópsins hefur verið skýr og hin sama frá upphafi málsins:
- Grundvallaratriði er að samningar um Icesave málið endurspegli þrjú meginatriði:
- Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga.
- Að samningar feli í sér skipta ábyrgð allra samningsaðila.
- Að samningar feli í sér skipta áhættu allra samningsaðila.
- Að mati InDefence hópsins endurspegla núverandi samningar ekki þessa þætti með fullnægjandi hætti.
Hér má segja, að InDefence hafi rétt sinn hlut gagnvart rangtúlkandi fjölmiðlum. Um þá rangtúlkun hafði verið getið í pistli hér (Fölsunarhneigð stjórnvalda og Fréttastofu Rúv) og á tilvísuðu Vísisbloggi undirritaðs.
Meðvirkni ýmissa fjölmiðla með Icesave-svikasamningunum verður að linna!
Jón Valur Jensson.
InDefence styður ekki Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.2.2011 kl. 15:35 | Facebook
Athugasemdir
Samála og við samþykkum ekki þetta Icesave 3.
Sigurður Haraldsson, 4.2.2011 kl. 23:11
Nei, það geri ég ekki heldur, af hverju ekki að bíða með að semja þangað til að ljóst er hvað fæst að lokum við lúkknigu bankanna úti í heimi?, að semja um að þetta núna upp á von og óvon er fyrra, krónann getur veikst svo um munar og hvað vex þessi skuld þá mikið???
Guðmundur Júlíusson, 4.2.2011 kl. 23:20
Þetta er eitt sýnilegt dæmi um Valdið,hvernig það er notað. Það, sendir út rangtúlkaðar fréttir,sem ná út um allt land,til að afla sér fylgis. Sem betur fer hefur Útv. Saga stöðugt stækkað hlustunar svæði sitt. Allir eru farnir að hlusta á þessa stöð.
Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2011 kl. 23:26
Heil og sæl; Þjóðarheiðurs félagar, öll !
Því miður; mun ekkert breyta óskapnaði íslenzks samfélags, nema til komi útlegð, þeirra 6 - 8000 afætna, sem ég hefi margsinnis fram tekið, á minni síðu, sem annarra, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 02:16
Ég þakka ykkur innleggin, gott fólk.
Jón Valur Jensson, 5.2.2011 kl. 03:41
Ég mun aldrei styðja þjófa, Icesave er þjófasamningur.
Jón Sveinsson, 5.2.2011 kl. 17:47
InDefence hefur alltaf viljað semja um nauðungina eins og ef kúgun verði löglegri við það eitt að minnka.
Elle_, 5.2.2011 kl. 21:20
Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.
Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.
Ég kýs ekki Icesave!
Make Poverty History!
http://www.makepovertyhistory.org
:M:P:H: (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.