Hræðileg martröð Sjálfstæðisflokks

Hver hefði trúað því að Sjálfstæðismenn ættu eftir að upplifa þá hræðilegu martröð, að fá hrós frá Steingrími J. Sigfússyni ? Þetta er slík niðurlæging að lúgbörðum hundi kæmi ekki til hugar að skipta á hlutskiptum við Sjálfstæðismenn.

Steingrímur og félagar munu aldreigi skilja að aðstæður eru allt aðrar í dag, en ríktu á dögum Icesave I og II. Ísland hefur unnið sigur í rökræðum um ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Evrópusambandið sjálft hefur viðurkennt að engin skylda er fyrir ríki EES, að veita ríkisábyrgð á banka-innistæðum. Raunar hefur komið fram að ríkisábyrgð er ólögleg.

Mikilvægasta atriði sem komið hefur fram á liðnum mánuðum er þó að lögsaga Íslands gildir um Icesave-málið allt. Icesave-stjórnin ætlar samt að semja lögsöguna af Íslandi. Henni skal afsalað til Breta og dómstóll í Hollandi skal dæma í málum. Þetta merkir að Neyðarlögin verða afnumin og lög um TIF munu ekki gilda. Sama á við um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.

Sjálfstæði Íslands er vanvirt með gerð Icesave-samninga-III, ekki síður en númer I og II. Niðurlægingin er alger og einungis forsmekkurinn af því sem Icesave-stjórnin hefur í huga fyrir Íslendinga, með innlimun í Evrópuríkið. Markmið Sossanna er ljóst.

Afsal sjálfstæðis getur hins vegar varla fallið að stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hvað knýr þingmenn flokksins til að svíkja þjóðina, með stuðningi við Sossa og Komma ? Er flokkurinn haldinn sjálfseyðingahvöt ?

Ljóst má vera að Sjálfstæðisflokkurinn mun í Icesave-málinu lenda í sömu stöðu og í Landsdóms-málinu. Heimskan virðist ráða för hjá forustu flokksins. Hvaða undirmál eru núna í gangi ? Er ætlunin að ganga í eina sæng með Samfylkingunni ?

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er alveg óskiljanleg ákörðun sem forystan tók í þessari ákvörðun sinni...

Þetta fær mig til þess að spyrja  sjálfa mig hversu Sjálfstæð er forystan fyrir Sjálfstæðisflokkinn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.2.2011 kl. 01:00

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

eru ekki einhverstaðar í gangi undirskriftalistar til forsetans um að hafna þessu ?

Eyþór Örn Óskarsson, 3.2.2011 kl. 11:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Loftur. Það er vitað að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks eru eindreignir ESB sinnar og þeirra fremstur er Þorgerður Katrín. Því miður virðist sem tök hennar á þingflokknum séu enn mikil, mun meiri en Landsfundur flokksins í sumar kærði sig um.

Formaður flokksins, sem ég var reyndar að byrja að taka í sátt, virðist nú hlaupa eftir hennar vilja, gegn vilja Landsfundar. Þar með hvarf traust mitt á Bjarna og er nokkuð víst að margir kjósendur eru sama sinnis.

Þorgerður hefur aldrei farið dult með þá skoðun sína í ESB unræðunni. Því væri það hennar ósk að komast í stjórn aftur með Samfylkingu og tryggja þar með inngönguna.

Vonandi mun þó grasrót Sjálfstæðisflokks vera sterkari en svo að hún láti þennan yfirgang óáreittan og  geri sínum þingmönnum ljóst að þeim beri að fara að samþykktum landsfundar. Ef þeir ekki treysta sér til þess verða þeir að láta þingsætið eftir.

Við höfum nú horft upp á illdeilur innan VG í nærri tvö ár, illdeilur sem hafa rústað flokknum. Þær deilur standa á milli þeirra sem vilja fylgja stefnu síns flokks og þeirra sem láta önnur sjónarmið ráða för.

Erum við að fara að upplifa sömu sögu innan Sjálfstæðisflokks? Erum við að fara að horfa upp á stæðsta stjórnmálaflokk Íslands far sömu leið og Vintri grænir?

Gunnar Heiðarsson, 3.2.2011 kl. 11:34

4 identicon

Það er erfitt að spá Gunnar og sérstaklega um framtíðina. Ég er ennþá ráðvilltur um ástæður að baki ákvörðunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fjárlaganefnd. Við vitum að sú afstaða er studd af formanni flokksins, en að öðru leyti er óljóst hverjir eru á þessari línu.

Ég fæ ekki annað séð en þeir þingmenn sem ganga þvert á skýra stefnu flokks, verði að segja sig úr flokknum. Það er ósæmilegt að svíkja ákvarðanir Landsfundar, en menn geta starfað í samræmi við "samvitsku" sína, ef þeir eru utan flokka.

ESB-innlimunin er líkleg skýring á hátterni þessa fólks, en ekki fullyrði ég neitt um það. Aðrar skýringar sem fram hafa komið eru þó miklu langsóttari. Bráðlega hlýtur að koma í ljós hvað hangir á spítunni.

Hægt er að virða afstöðu Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið skýr allt frá lekanum í Norvegi. Laumuspil er erfiðara að fyrirgefa, hvað þá heldur sviksemi. Við skulum samt ekki gefa okkur fyrirfram hvað er í gangi. Getgátur eru bara getgátur.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband