Springur ríkisstjórnin á deilum um sjávarútveg ?

 

Merkilegt er að sjá harðnandi deilur innan Icesave-stjórnarinnar, en því miður standa þær ekki um Icesave-kúgunina. Vangaveltur Björns Vals Gíslasonar eru harðort svar við yfirgangi Samfylkingar í öllum málum. Hugsanlega er VG að komast að sömu niðurstöðu og Sjálfstæðisflokkur að Samfylking er ekki á vetur setjandi.

 

Björn Valur skákar sjávarútvegsstefnu Samfylkingar út af borðinu þegar hann birtir fyrirhugaðan atkvæðaseðil í þjóðaratkvæði. Þetta er það sem Björn Valur telur að sé Spurningin sem lögð verður fyrir kjósendur:

„Samkvæmt niðurstöðum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða (Sáttanefndar) gæti fyrning aflaheimilda á 20 árum, líkt og Samfylkingin leggur til að gert verði, leitt til fjöldagjaldþrots í sjávarútvegi um land allt. Ertu fylgjandi eða andvíg/ur þeirri leið?“

Eins og allir vita eru þjóðaratkvæði í miklu uppáhaldi hjá Sossunum. Þar má sérstaklega nefna þjóðaratkvæði um Icesave-kúgunina og ESB-innlimunina. ÆÆÆ – ég ruglaðist aðeins, því að það eru þessi málefni sem Samfylkingin ætlar þvert á móti að undanskilja þjóðaratkvæði. Stjórnlagaþingið sem Sossarnir klúðruðu átti að sjá um nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskránni.

 

Staðreyndin er sú að enginn getur starfað til lengdar með Samfylkingunni. Mesta furða er hvað VG-liðar hafa látið vaða lengi yfir sig á skítugum skónum. Verst er þó að Icesave-stjórnin hefur unnið óbætanleg skemmdarverk á öllum hugsanlegum sviðum. Hægt er að fullyrða að hún hefur ekki unnið eitt einasta verk svo að sómi sé að.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Örfáar athugasemdir:

BVG er húsbóndahollur sem sést á því að hann styður Steingrím í Æsseif og Guðmund í Brim, (sem hann þiggur laun frá), í kvótanum.  Ætli  Steingrímur og Jóhanna séu ekki einu þingmennirnir, sem studdu frjálsa framsalið, og sitja enn? Er það trúverðugt að þau vilji stjórnlagaþing til að afnema það sem þau samþykktu á þingi? Steingrímur skipaði Björn í "sáttanefndina" sem fulltrúa VG.  Dagur og Jóhanna skipuðu Svanfríði Jónasdóttur, ötulasta talsmann kvótakerfisins frá upphafi, sem fulltrúa Samfylkingarinnar.  Af þessu má sjá að krafan um afnám kvótakerfisins kemur ekki frá Fjórflokknum.

Sigurður Þórðarson, 31.1.2011 kl. 09:39

2 Smámynd: Elle_

Björn Valur hefur fylgt Steingrími J. í öllu að ég viti, með Árna Þór.  Þeir eru og hafa verið frá upphafi einar mestu jarðýtur innan VG fyrir ICESAVE nauðunginni.

Elle_, 31.1.2011 kl. 18:30

3 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr, félagar í Þjóðarheiðri !

Loftur !

Um leið; og ég vil - sem fyrr, þakka þér þrotlausan starfan, sem þeim Jóni Val og Elle, auk annarra, vil ég lýsa yfir aðdáun minni, á kjarki og þor og sönnum hetjuskap Túnísku og Egypsku þjóðanna, suður í Norður- Afríku.

Á meðan; sanna Íslendingar, með hverjum deginum, luðru og ódöngunar hátt sinn, með því að láta líða, á þriðja ár, an þess að reyna að koma hvítflibba- og blúndu kerlinga stjórnafarinu, fyrir róða.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað tryggjum við betri mannréttindi einstaklingsins og mun skárra lagaumhverfi innan EBE en utan. Annað er ávísun á fátækt og heimsku.

Fáum góða og hagstæða samninga, ekki spurning!


Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 01:47

5 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Í Guðanna bænum; ekki taka nýlendu velda undirlægju gjálfur;  Guðjóns Mosfellings alvarlega, gott fólk.

Að sönnu; hrekklaus og vænn drengur, Guðjón,, en hefir ekki náð, að grilla í raunveruleikann, að baki spýju; Bandarísku og Evrópusambands Heimsvalda sinnanna.

Fengjum; góða og hagstæða samninga, við : Ameríkurnar þrjár / Asíu og hluta Afríku, auk Eyjaálfu, Guðjón minn.

Og; ögn víðari sjóndeildarhring, en þú og þínir líkar hafa haft, fram til þessa, ágæti Mosfellingur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 02:21

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Merkilegt er að fyrsta hugmynd um EBE kom frá breskum íhgaldsmönnum eftir stríð. Nú hamast íslenskir íhaldsmenn einna mest gegn EBE eins og þeir telji allt fara í hundana með inngöngu.

Mér finnst þessi ummæli þín Óskar ekki sérlega málefnaleg og ættir að draga þau til baka.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 08:49

7 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Guðjón !

Hvað; hljóp nú í þig ? Hvers lags ofurviðkvæmni er þetta, af þinni hálfu ?

Varla; ætlast þú til þess, að ég,, umfram aðra, taki ábyrgð á einhverri slæmri samvizku hjá þér, ágæti drengur, eða hvað ? Mélráfu háttur þinn - sem annarra ESB sinna, er einfaldlega með því móti, að mér finnst við hæfi, að benda á ótal fleirri kosti fyrir Ísland, en að niðurnjörva landið, í einokun skriffinna suður í Brussel, með okkar mál - í stað þess; að við höldum frekar öllum leiðum opnum, um ALLAN Heim, á komandi tímum.

Ef; einhvers staðar er að finna einangrunar hyggju, þá er það, í snautlegum röðum ykkar Evrópu glýju fólks, Guðjón minn.

Vona; að þú beri gæfu til, að taka þátt í orðræðunni - án þess að taka inn á þig, sneiðar mínar, til þessa volaða Evrópusambands ykkar, lítilþægu, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband