Er vítahringur niðursveiflu hafinn ?

Líklega er staðan jafn slæm og Þór Saari vill meina. Ríkisstjórnin hefur neitað að auka hagvöxt með erlendri jafnt sem innlendri fjárfestingu. Í stað þess hefur hagkerfið verið keyrt niður í frostmark, í þeim tilgangi að mynda afgang af vöruskiptum við útlönd.

Eigið fé í atvinnurekstri er nánast hverfandi og arðsemi hvergi að finna. Sama gildir um heimilin, sem í auknum mæli munu sæta nauðungarsölum. Á þessu ári getum við búist við verðhjöðnun, sem vissulega mun minnka vísitölu-tryggðar skuldir. Hins vegar munu eignasölur nær hverfa, vegna væntinga um enn lægra verð.

Haft er eftir Þór, að ríkið verði að auka skattheimtu og skera niður í opinberri þjónustu, til að komast ekki í greiðsluþrot. Aðstæður fyrirtækja og heimila munu því halda áfram að versna og tekjur ríkisins að minnka. Þetta er vítahringur sem erlendir sérfræðingar hafa verið að vara við.

Eina leiðin út úr svona stöðu er að semja um niðurfellingu skulda, sem Icesave-stjórnin er í barnaskap sínum búin að safna af miklu kappi. Við blasir algert hrun hagkerfisins, nema brugðist verði hart við og alvöru fjárfestingar komist í gang. Algjör fásinna er að halda að óarðbærar vegaframkvæmdir geti dregið þennan þunga vagn, og eins og áður er höfuðsynd að bæta ólögvarinni Icesave-kröfu nýlenduveldanna ofan á afar þungbær ríkisfjármál.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki mikla hagspeki til að sjá að ísl. hagkerfið er að hraðfrystast. Vöruúrval og þjónusta er á mikilli niðurleið. Talaði við búðareiganda í Kringlunni um daginn sem sagði að mjög margir væru að klára jólatörnina og útsölur og síðan væri lokun næst á dagskrá, eftirspurn væri lítil sem engin og það væri brjálæði að fara að kaupa inn nýja lagera.

Það sem sagt stefnir í Sovétskt ástand - enginn kaupmáttur, skattapíning úr öllu korti, atvinnuleysi, svarta markaður, valdhafar mynda yfirstétt osfv osfv......

Marteinn Mosdal fjármálaráðherra og Ljóska forsætisráðherra eru að setja nýtt met í hraðfrystingu hagkerfa. Nú þarf að stækka fangelsin svo fólk með undarlegar skoðanir og hegðun fari á réttan stað - eða var það geðdeildirnar sem átti að stækka...

Ágústa (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 09:36

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eftirfarandi forsendur valda því að fjárfestingar hefjast ekki:

 
  1. Óvissa um efnahagslegar horfur (hætta á neikvæðum hagvexti).
  2. Háir raunvextir (Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum).
  3. Óvissa um pólitískar horfur (óhæf ríkisstjórn).

 

Allar þessar forsendur eru núna fyrir hendi og hafa verið frá haustinu 2008. Síðasti ársfjórðungur 2010 var níundi ársfjórðungurinn í röð, þegar landsframleiðsla dógst saman frá árinu áður. Mikla bjartsýni þarf því til, að sjá þau batamerki sem Icesave-stjórnin er að útvarpa.

 

Þeir sem ekkert vita um efnahagsmál, halda að þeir geti töfrað fram hagvöxt með lygum einum saman. Þetta er uppáhalds-tæki þeirra sem trúa á torgreinda peningastefnu. Þetta fólk aðhyllist hagstjórn sem oft nefnist »hokus-pókus« !

 

Ef efnahagslegt holdýpi á ekki að gleypa hagkerfi Íslands verður að nýta þau tækifæri sem eru fyrir hendi til erlendra fjárfestinga. Efna þarf til harðrar andstöðu við dauðasveit Bjarkar og steypa Icesave-stjórninni, með góðu eða illu. Fyrsta skref allra aðgerða verður að vera höfnun Icesave-kúgunarinnar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband