14.1.2011 | 22:12
Einbeittur brotavilji?
Hver skilur ákafa þingmanna ríkisstjórnarinnar við að reyna að svíkja yfir þjóðina enn einn drápsklyfjabaggann vegna upploginnar skuldar Icesave, sem á ekki að greiðast með neinum peningum öðrum en þeim sem hægt er að kreista út úr þrotabúi Landsbankans?
Og það í þriðja sinn eftir að stjórnvöld hafa verið rekin til baka tvívegis með handónýta samninga. Í seinna skiptið var það forsetinn og þjóðin sem sáu um rassskellinguna. Ekki verður betur séð en að um einbeittan brotavilja sé að ræða hjá ríkisstjórninni að svíkja yfir þjóðina skuldabagga sem öll lög, bæði alþjóðleg og innlend, segja að henni ber ekki að taka á sig.
Landsbankinn var einkabanki og samkvæmt kröfurétti ber þeim sem eiga inni ógreidda reikninga hjá einkafyrirtækjum í greiðsluþroti að beina kröfum sínum til þrotabúa umræddra fyrirtækja. Ekki til gömlu konunnar í næsta húsi, þó hún kunni að eiga eitthvert smá-sparifé.
Theódór Norðkvist.
Segir Icesavevinnu ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála Theódóri. Einnig viðauka Jóns Vals. Það alvarlegasta er að svo virðist sem fjármálaráðherrann ætli sér að skrifa gúmmítékka að upphæð 26 þúsund milljónir á eigin ábyrgð.
Ítreka hér það sem ég lagði inn hjá Magnúsi bloggvini fyrir stuttu: Það þarf að taka tékkheftið af fjármálaráðherranum!
Kolbrún Hilmars, 15.1.2011 kl. 15:20
Ég held það sé enginn vafi að einbeittur brotavilji sé hjá núverandi ríkissjórn í ICESAVE málinu. ICESAVE-STJÓRNIN og vinnumenn hafa komið fram með endalausar blekkingar og beinar lygar um málið og þrýst á það núna í 1 ár og 9 mánuði að koma nauðunginni yfir okkur. Rannsókn á framgangi þeirra í ICESAVE málinu verður að fara fram.
Elle_, 15.1.2011 kl. 23:07
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Bæta má við, að fjármálaráðherrann hyggst leggja 26,1 milljarðs króna álögur á þjóðina á þessu ári, fram hjá fjárlögum, allt vegna vegna Icesave (lesið um það HÉR!), og tekur fram um sama leyti, að ríkissjóður hafi ekkert svigrúm til kjarabóta fyrir launamenn með lausa samninga!
Ólögvarin krafa gamalla nýlenduvelda er þannig tekin fram yfir hag alþýðu!
Fylkjum liði gegn þessari Icesave-stjórn í mótmælunum á Austurvelli, þegar Alþingi tekur aftur til starfa, síðdegis á mánudaginn eftir helgi!
Jón Valur Jensson.