14.1.2011 | 11:14
Rúvið falsaði álit lögfræðinganefndarinnar um Icesave-III
Það er komið í ljós og sést vel í viðtengdri frétt, þannig að sama daginn og Rúvarar falsa álit InDefence-hópsins, Icesave-stjórnvöldum í hag, þá fölsuðu þeir líka álitsgerð lögfræðinganna fjögurra sem fjárlaganefnd bað þá um! Þó á Ruv að heita í eigu þjóðarinnar og þjóna bæði henni og sannleikanum!
Fjórir lögfræðingar, sem sendu fjárlaganefnd Alþingis álitsgerð um hugsanlegar niðurstöður dómsmála tengdra Icesave, segja að skiptar skoðanir séu í þeirra röðum um hver yrði líkleg dómsniðurstaða í máli, sem Eftirlitsstofnun EFTA kynni að höfða gegn Íslendingum.
Sum okkar telja að talsverðar líkur séu á að slíkt mál vinnist en aðrir telja að þær líkur séu að sama skapi litlar. Við öll teljum þó að ekki verði útilokað að Íslandi verði dæmt áfall í slíku máli," segja lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson prófessor, Benedikt Bogason, héraðsdómari og dósent, Dóra Guðmundsdóttir aðjúnkt og Stefán Geir Þórisson hrl. í álitsgerðinni. (Mbl.is.)
Já, takið eftir þessu: Sum okkar telja að talsverðar líkur séu á að slíkt mál vinnist." Það er sem sé ekki aðeins Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum og sérfræðingur í Evrópurétti, sem hefur verið fulltrúi þess viðhorfs, heldur a.m.k. einn annar lögfræðingur í nefndinni. Þó er alveg vitað, að meirihluti fjárlaganefndar hefur ekki tekið þá áhættu að hafa einungis óháða lögfræðinga í nefndinni. Þess vegna hefur einum Svartapétrinum, Stefáni Geir Þórssyni, verið laumað í hana, en hann hafði á sínum tíma gert sig harla vanhæfan um slíka nefndarsetu með illa unnu, hlutdrægu áliti sínu í Icesave-málinu þar mælti hann með fyrri Icesave-samningi með margfalt hærri höfuðstól en hér er talað um!
- Fram kemur í álitsgerðinni það mat lögfræðinganna, að ef Icesave-samkomulagið, sem nú er til meðferðar hjá Alþingi, verði ekki staðfest muni Bretar og Hollendingar mögulega höfða mál gegn Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. (Sama Mbl.is-frétt.)
En hér verða menn líka að hafa í huga, að talað hefur verið um, að ESA gæti farið í slíkt mál þrátt fyrir að ráðamenn hér létu svínvbeygja sig með því að skrifa upp á Icesave-III-samninginn.
Svo er hér sífellt verið að spá í, hvað geti mögulega" gerzt, þrátt fyrir að jafnvel framkvæmdastjíorn ESB hafi viðurkennt, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda á Evrópska efnahagssvæðinu, og norskur þjóðréttarfræðiprófessor bent á, að við megum ekki einu sinni gera samning sem gengur út á ríkisábyrgð á skuldbindingum TIF (um allt þetta hefur verið fjallað hér í greinum hér á vef Þjóðarheiðurs). Þar að auki er augljóst, að Bretar eru með kröfum sínum að brjóta enn ein lög, þ.e. jafnræðisreglur EES-samningsins, sem myndu fyrir dómi ónýta kröfu þeirra um 3,3% vexti á Icesave-III-gerviláninu til TIF/Íslands.
Tvær undantekningar gerði framkvæmdastjórnin frá nefndri reglu um ríkisábyrgð, og höfum við fjallað um það í greinum hér í sumar og haust, hvernig þær undantekningar reyndust við faglega athugun vera tilbúningur og fyrirsláttur, en vitaskuld sýna þær samt hug valdsins í Brussel til Íslendinga í þessu máli, ekkert síður en það löndunarbann sem sama Brusselvald lagði á íslenzk makrílveiðiskip i gær!
Skoðið þetta í fréttinni (leturbr. hér):
- Lögfræðingarnir telja fremur litlar líkur á að neyðarlögunum verði hnekkt með dómi þótt það sé ekki útilokað. Þeir segja síðan í lok álitsins, að versta niðurstaðan af Icesave-samningnum sé sú, að hann geti leitt til mikilla skuldbindinga fyrir íslenska ríkið um mörg ókomin ár. Ólíklegt sé þó að til þess komi. Besta niðurstaðan sé sú, að ríkið þurfi aðeins að greiða óverulegar fjárhæðir eða alls ekki neitt.
Þetta er svolítið merkilegt! Þetta síðastnefnda verður alls ekki tryggt með því að skrifa upp á þennan ólögvarða samning. Við höfum ekkert fyrir okkur annað en skilanefnd Landsbankans, að næstum því nóg sé til í þrotabúinu til að borga þetta. Ef Bretar segja það jafnvel líka, ættu þeir fyrir fram að láta sér það nægja, en vitaskuld treysta þeir því ekki, og þeim mun síður ættum við það 200 sinnum fámennari þjóð en sú brezka að treysta því. Fráleitt er líka af lögfræðingum að viðra skoðanir á slíkum gersamlega óvissum fjárhagsmálum, enda eru þeir hvorki hagfræðingar né með heimild til að skoða og meta upplýsingar skilanefndarinnar.
Hvers vegna þessi eilífa leynd á mikilvægum upplýsingum?
Þeir ættu að svara því, Icesave-þjónar og Bretavinnumenn í ríkisstjórninni.
- Þá sé líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel fleiri þjóðir, muni halda uppi svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til.
Það gagnast þeim lítið, og Bretar hafa hingað til ekki getað verið án þess að kaupa fisk frá Íslandi.
- Lögfræðingarnir segja ekki hægt að útiloka að Íslendingar verði dæmdir til að greiða Icesave-inneignir að fullu. Hins vegar verði að telja, að erfitt geti orðið fyrir Breta og Hollendinga að ná fram dómi um ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum umfram þær rúmu 20 þúsund evrur, sem kveðið er á um í tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingakerfi.
Þessar bollaleggingar um, að ekki sé hægt að útiloka slíkan dóm, eru ekki ýkja trúverðugar, þvert gegn því sem vitað er um öll lög og reglur um þetta mál. Ertu lögfræðingarnir að gera því skóna, að framið verði dómsmorð á íslenzku þjóðinni?
- Lögfræðingarnir telja mögulegt að kröfur Breta og Hollendinga verði teknar til greina fyrir dómstólum að því er varðar lágmarksinnistæðutryggingu hvers innistæðueigenda, það er rúmlega 20 þúsund evrur. En þeir telja einnig mögulegt að sú niðurstaða fáist, að kröfur Breta og Hollendinga verði ekki teknar til greina. Af framangreindu leiðir, að kostirnir við að halda málaferlum til streitu eru helstir þeir, að við það fæst lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir eru aftur á móti þeir, að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. (Mbl.is.)
Þetta síðastefnda var líka sagt í kringum allt brölltið með Icesave-I og II. Icesave-hetjurnar Svavar, Indriði og Steingrímur hömruðu á þessum hræðsluáróðri. En hvað er komið í ljós nú? Tókuð þið eftir því í mati InDefence-hópsins að "þessi kostnaður verði að hámarki um 140 milljarðar, tapist málið algjörlega og Ísland dæmt til að tryggja allar innistæður í Icesave að fullu" (sjá hér hjá Friðrik Hansen Guðmundssyni? en sami maður sagði í gær í annarri ágætri grein (Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 gagnslaust plagg):
- Er það þannig að ef við töpum málinu algjörlega fyrir dómstólum þá verður kostnaðurinn sem fellur á þjóðina amt margfalt lægri en ef við hefðum samþykkt Icesave 2? Dr. Jón Daníelsson sýnir í þessari grein fram á að 507 milljarðar hefðu fallið á þjóðina hefði hún samþykkt Icesave 2.
- Er dómstólaleiðin þá ekki mjög fýsileg leið? ...
Þannig eru menn enn að benda á allt aðrar leiðir í málinu en Bretavinirnir í Stjórnarráðinu.
Jón Valur Jensson.
Í VINNSLU, nánar á eftir!
Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ötull og ósérhlífinn,Jón Valur,flettir hvað eftir annað ofan af lymskulegum fréttaflutningi,stjórnvalda.
Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 14:23
Algjör misskilningur - eins og ég hef verið að segja í dag þá er þetta allt saman satt og rétt sem fram hefur komið af hálfu lögmanna -stjórnvalda og þjónkunaraðilum stjórnvalda í fjölmiðlastétt. Ma´lið liggur skýrt fyrir nema því aðeins að það geri það ekki nema síður sé. Niðurstaðan er fengin eftir nákvæma vinnu lögmanna sem segja það klárt og kvitt að þetta mál vinnist nema því aðeins að það tapist eða fallist verði á jafntefli. Aðrir möguleikar sem koma tilgreina eru þeir sem ekki hafa verið nefndir nema því aðeins að þeir hafi verið skrifaðir á blað sem týndist.
Þannig að niðurstaðan er klár - ja nema því aðeins að hún sé það ekki.
Er þetta ekki ( sem ég set hér fram ) málflutningur stjórnarinnar s.l. 2 ár?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.1.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.