ERU ÞESSIR MENN AF JÖRÐINNI?

Hví finnast enn ICESAVE-SINNAR eftir alla endalausu umræðuna og lagaútskýringar fræðimanna og lögmanna gegn nokkurri ríkisábyrgð íslenska ríkisins á ICESAVE-FJÁRKÚGUN bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnanna, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og Evrópusambandsveldisins gegn íslenskri alþýðu, æsku landsins, foreldrum og gamalmennum?  Já, þrælasamningi sem gæti staðið yfir öldum saman og við skuldum ekki eyri í? 

Hver sem enn efast getur farið yfir alla pistla okkar samtaka gegn ICESAVE og yfir allar meðfylgjandi lagaskýringarnar og rök fræðimanna og lögmanna. 

Með ólíkindum var að lesa ´rökin´ frá

 
Ágústi Borgþóri Sverrissyni
 OG


Ragnari Thorissyni
og ótrúlegan vilja þeirra til að koma ICESAVE yfir okkur.  Hví borga hinir undarlegu menn ekki sjálfir ef þeim finnst eðlilegt að borga ólöglega kröfu kúgara? 

Og Ragnar Thorisson varð sér líka til óendanlegrar minnkunar með almennu skítlegu orðalagi og endurteknu grjótkasti í forsetann okkar, sama mann og bjargaði okkur frá ICESAVE 2 þann 5. jan sl.  Ömurlegt var að lesa illvilja og rökleysu mannanna 2ja, en gleðilegt hvað komu sterk mótrök þar gegn þeim vegvilltu mönnum.  Þar af eru nokkrir félagar og stjórnarmenn okkar samtaka gegn nauðunginni: http://www.dv.is/frettir/2011/1/1/forseti-vis-til-ad-boda-thjodaratkvaedagreidslu-um-icesave/

 

ENGIN RÍKISÁBYRGÐ

Á ICESAVE.

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

 

Elle Ericsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef hlerað það að Bjarni Ben sé tilbúinn til þess að samþykkja þennan nýja IceSlave samning, ef fyrningarleiðin verði ekki farin...  Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2011 kl. 01:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Jóna Kolbrún,sú frétt vekur upp spurninguna,,, er hann ekki þar með að liðka fyrir inngöngu í ESB? hvað verður þá um fiskréttindi LÍ Ú,þeim verður þá stjórnað frá Evropusambandinu?     Greinilega kominn tími til að sameina flokka,hvers stefnuskrá er að berjast gegn Icesave og Esb.  

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2011 kl. 04:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eðlilegt að þú spyrjir, Elle: ERU ÞESSIR MENN AF JÖRÐINNI?

Þakka þér fyrir að halda uppi baráttunni.

Ljót er fregnin, ef sönn reynist, sem Jóna Kolbrún miðlar hingað.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf sannarlega á aðhaldi sinnar grasrótar að halda!

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 08:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir baráttujaxlar.

Úr hvaða fjósahaugi drógu þið þessa heiðursmenn, hvar voru þeir tjargaðir og fiðraðir???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2011 kl. 08:45

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir fundust í forngripasafninu, voru óðara settir á sýningu á DV-vefnum.

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 08:54

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jóna Kolbrún, þú verður að upplýsa hvaðan þú hefur þessa sögusögn. Ef þú gerir það ekki, þá verðum við að álykta að þú sért sjálf að skálda þennan óhróður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 13:33

7 Smámynd: Elle_

Verum ekki vond við hana Jónu. 

Elle_, 3.1.2011 kl. 17:41

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða mail ertu með Loftur? Ég þarf að senda þér svolítið á sænsku...

Óskar Arnórsson, 3.1.2011 kl. 18:48

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Óskar, sendu á: hlutverk@simnet.is.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband