Orð forsetans um Icesave-málið í áramótaávarpi. Boðar hann þjóðaratkvæðagreiðslu á ný?

Í nýársávarpi sínu sagði forseti Íslands ýmislegt um Icesave-málið. Það verður birt hér, ennfremur sú útlegging stj´rnmálafræðings í DV-vitali, að þar hafi forsetinn talað "á þann veg að hann muni boða þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan Icesave-samning."

En þannig talaði forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, í dag: 

  • "Íslendingar lyfta grettistaki þegar við leggjumst öll á árar. Á liðnu ári sýndi þjóðin að hún getur tekið forystuna. Atkvæðagreiðslan 6. mars var afdráttarlaus vitnisburður um hve vel stjórnskipun lýðveldisins virkar þegar mest á reynir, að þjóðin er fullfær um að fara með valdið sem henni ber. Allt tókst það vel þótt ýmsir spáðu öðru."

Og seinna, í sambandi við stjórnarskrárgerð, segir hann: 

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead

"Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið."

Ennfremur:

  • "Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins. Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna. Hinn eindregni þjóðarvilji hefur á örlagastundum reynst Íslendingum býsna vel ..."

Áramótaávarpið í heild, í stafrænu formi, er að finna HÉR!

Í frétt DV, FORSETI VÍS TIL AÐ BOÐA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM ICESAVE, er viðtal við Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir, að skilja megi nýársávarp forseta Íslands á þann veg að hann muni boða þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan Icesave-samning. ,,Áhersla hans á að þjóðin ráði og að lýðræðislegt umboð sé sótt til þjóðarinnar var mikil," segir Birgir í samtalinu við DV.is.

  • Hann segir að miðað við hversu ríka áherslu forsetinn lagði á að lýðræðislegt umboð sé sótt til þjóðarinnar þá væri hann vís til að synja nýjum Icesave-samningi og að þjóðinn fái úrslitavald um samninginn.
  • Í ávarpinu sagði forsetinn að þjóðin hefði verið fullfær um að fara með valdið sem henni bæri. Hann sagði að allir kjörnir menn, hvort sem er á Alþingi, stjórnlagaþingi eða á Bessastöðum hefðu í huga að þeir væru þjónar þjóðarinnar. ,,Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið," sagði Ólafur Ragnar.

Þetta eru góð tíðindi, en samt má enginn sofna hér á verðinum. Veita þarf Alþingi allt það aðhald og andstöðu við Icesave-III-samninginn, sem við framast megnum.

JVJ tók saman. 

Gleðilegt nýtt ár, félagsmenn Þjóðarheiðurs, lesendur síðunnar og landsmenn allir!


mbl.is „Tímabært að láta af illmælgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hefur sennilega farið fram hjá lesendum hér, að það er mikil umræða um þetta mál á þeirri vefslóð DV (HÉR!), þar sem rætt var við Birgi Guðmundsson. Hefur Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður staðið þar í Icesave-vörninni eins og fyrri daginn, þegar hann varði fyrri Icesave-samninga með kjafti og klóm, eins og heill okkar og gæfa væri undir því komin, að við samþykktum þá!

Já, þeir eru margir sem hafa gert sig að ómerkingum í þeirri umræðu um fyrri samninga og ólagasmíð, og þó eru menn rétt byrjaðir að viðurkenna villu síns vegar, sbr. Guðmund Andra Thorsson nýlega, og var þó meint iðrun hans full sjálfsréttlætingar um leið!

Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 01:07

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilegt ár JVJ! og við höldum áfram að berjast við Icesave svikahrappanna og rífast um trúmál þegar okkur leiðist...

Öll umræða er góð. Ég t.d. veit að það er ekkert létt að leiðrétta sjálfan sig opinberlega. Þess vegna er það regla í stjórnmálum að aldrei gera mistök. Aldrei viðurkenna mistök. Og þá er spurninginn af hverju þetta sé svona?

Menn viðurkenna ekki mistök vegna þess að þeir eru hræddir við almúgan, venjulega fólkið sem lemur stjórnmálafólkið með svipu mórals, réttlætis og refsigleði ... 

Óskar Arnórsson, 2.1.2011 kl. 03:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég held þú hafir bara rétt fyrir þér, Óskar minn.

Kærar þakkir fyrir þín orð, félagi, og gleðilegt ár.

Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 11:52

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu nokkuð vel að þér í sænsku félagi, ef ég má breyta umræðuefninu smávegis?

Óskar Arnórsson, 2.1.2011 kl. 14:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ekki sérlega.

Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband