Icesave-3-samningurinn var birtur í nótt á netinu

Hann er nú á www.icesave3.wordpress.com, í nokkrum skjölum. Nú er tækifæri til að lesa hann og hala niður. Reikna má með að þau sem hyggjast selja okkur í ánauð reyni það helst þegar enginn sér til. Það kæmi okkur þar af leiðandi ekkert á óvart þótt þau í Stjórnarráðinu muni reyna að stöðva útbreiðsluna á þessu eða koma því í gegn að umræddri síðu verði lokað. En sannleikurinn er sloppinn út og menn þegar búnir að hala hann niður af þessum slóðum:

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/samningur-uk.pdfM

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/samningur-nl.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/re-settlement-agreement-side-letter.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/pari-passu-agreement-dnb-tif.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/assignment-agreement-dnb-tif.pdf

Sbr. hér á Eyjunni: http://eyjan.is/2010/12/14/icesave-samkomulagid-lekur-a-netid/.

Nú er þá uppfyllt ein krafan af þremur, sem settar voru fram á þessari vefsíðu Þjóðarheiðurs, í viðauka þar. Reyndar var það ekki ríkisstjórnin sem birti þetta, eins og krafizt var þar. Hún heldur áfram að vera ógagnsæ og hefur helgað sig leyndarhyggju í þessu máli frá upphafi og oft verið mjög pínlegt að horfa upp á það, t.d. þegar þingmenn urðu að laumupokast í eitt minnsta herbergi Alþingis til að skoða þar Svavarssamninginn "glæsilega" (loksins þegar þeir fengu það!) og eiðsvarnir að bera hann ekki út!

Hinar tvær fyrnefndu kröfurnar eru þessar:

  1. Við viljum engan Icesave-samning, þjóðin hefur sýnt, að hún vill hann ekki og viðurkennir enga gjaldskyldu. (Sjá þessar tölulegu upplýsingar: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum – og:Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!)
  2. Við krefjumst þess að þegar í stað verði öll gögn um skuldunauta þrotabús Landsbankans gamla lögð á borðið – öðruvísi er ekki hægt að leggja skynsamlegt mat á þessi verðmæti.

ÁFRAM ÍSLAND -- Ekkert Icesave!

J.V.J. og Th.N. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband