Buchheit er gengilbeina í boði Steingríms.

Ég verð að játa að ég lét blekkjast af þeim góðu umsögnum sem Lee Buchheit fekk, hjá erlendum vinum mínum. Nú hefur komið í ljós að ekkert af þessu hóli stendst prófið, sem fólgið er í Icesave-samningum III. Þessi maður er gengilbeina í boði Steingríms Sigfússonar.

Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart að skylt er skeggið hökunni, því að þessi maður naut trausts Steingríms Sigfússonar. Er ekki hlálegt að Buchheit sleppir ekki tækifærinu sem gafst í HÍ, til að hæla Steingrími. Gleymum því ekki að Icesave-stjórnin hefur hafnað aðstoð allra ráðgjafa, sem haldið hafa fram hlut Íslands, en andstæðingar Íslands hafa hlotið varmar móttökur í Fjármálráðuneytinu.

Buchheit sleppir að greina frá sömu staðreyndum og aðrir talsmenn Icesave-stjórnarinnar. Þar á meðal er sú staðreynd að Ísland er sjálfstætt ríki og á engan hátt nauðbeygt að gangast undir vald erlendra dómstóla. Álit ESA er einskis virði, enda er einn af þremur “dómurum” þess Íslendingur, sem gætir sömu hagsmuna og Steingrímur og Jóhanna. Svo sannarlega eru það ekki hagsmunir almennings á Íslandi.

Buchheit elur á sama óttanum við hið óþekkta eins og lengi hefur verið sérgrein Steingríms og Jóhönnu. Þessi nálgun að málinu hefur heldur betur gengið sér til húðar. Allar hrakspár Sossanna hafa reynst blekkingar af verstu tegund og mjög í stíl við þær hótanir sem Mafían notar til að kúga almenning.

Það er þó ein ástæða til að fagna Icesave-samningum III. Af fullkominni heimsku og viðeigandi óvitahætti hefur ríkisstjórnin brugðið snörunni um eigin háls. Þessir fúnu njólar hafa tryggt að ríkisstjórnin verður að hrökklast frá völdum þegar úrskurður fullveldishafans-þjóðarinnar liggur fyrir um höfnum glæpa-samninganna.

Loftur Altice Þorsteinsson


mbl.is Buchheit: Þróunin hefur verið Íslendingum hagfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Skrifað í gærkvöldi í póstfangið hans: lbuchheit@cgsh.com

To Lee Buchheit.

You cannot and should NOT have said a totally and utterly illegal ICESAVE-AGREEMENT was ´FAIR´.  How on earth can blackmail and coercion be fair??  We, the Icelandic nation will NEVER pay one cent or ´eyrir´ for this disgusting and unlawful demand by the British, Dutch and Icelandic governments.  You must know there are ulterior motives here: 2 OLD COLONIAL POWERS behaving like we are their colony and should pay an illegal tax to them.  This is destroying the Icelandic people and is intolerable. 

And I ask you to please read the 77. article of the Icelandic Constitution and withdraw any statement of a ´FAIR ICESAVE DEAL´.   The words alone are an INSULT to our dignity.  We and our daughters and sons ARE NOT and WILL NOT be slaves of the 2 COLONIAL POWERS.  NEVER.  We are being forced to leave our country.  Should we go to the UNITED STATES??  
----------------------------------------------------------------------

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Elle_, 10.12.2010 kl. 19:55

2 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri !

Loftur !

Þakka þér fyrir; samantektina, drjúga. Þú varst víst ekki; sá eini, sem lét blekkjast, af Buckheit þessum. All margir; annarra samlanda okkar, einnig.

Ég hafði samt; fyrirvara á pilti, lengst af.

En; þó svo, vel lukkaðist til, með að þau Jóhanna hrektust frá völdum;; þá skulum við endilega, biðja um þriðja valkost (utanþingsstjórn), ég vil ekki sjá Vafninga fáráðlinginn, Bjarna Benediktsson (yngra), og aðra, af svipuðum meiði, komast hér til valda - ekki; tæki betra við þar, verkfræðingur góður.

Með góðum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:13

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Allt er gott um þessa samantekt utan það að maðurinn heitir Buchheit en ekki Buckheit. Förum rétt með mannanöfn eins og aðrar staðreyndir.

Magnús Óskar Ingvarsson, 11.12.2010 kl. 05:56

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Frábært hjá þér Elle að láta Buchheit vita að við erum ekki ánægð með framgöngu hans.

Buchheit heitir raunar Lee C. Buchheit og netfang hans er eftirfarandi, ef einhverjir fleirri vilja segja honum skoðun sína:

lbuchheit@cgsh.com

Hér eru upplýsingar um garpinn:

http://www.cgsh.com/es/lawyers/bio.aspx?lawyer=f2725186-db47-4cae-a4a0-eb5b8a23fd7a

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2010 kl. 11:50

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Á forsíðu Fréttablaðsins er haft eftir Lee C. Buchheit:

"Ríkisstjórnir Breta og Hollendinga geta ekki farið fram á að skattgreiðendur þar niðurgreiði LÁN til Íslendinga vegna Icesave."

Mikið er LÁN okkar Íslendinga, að hafa notið starfa þessa manns, sem sýnir hagsmunum okkar svona mikinn skilning           Steingrímur kvartar undan launareikninginum frá Buchheit, en hvaða laun ætli þessi maður hafi hlotið hjá Bretum og Hollendingum ?

Ég get ekki betur séð, en hér séu á ferðinni einhver svívirðilegustu svik, sem nokkur þjóð hefur orðið fyrir. Þessi maður, eins og raunar öll samninganefnd Steingríms, var að gæta hagsmuna nýlenduveldanna, en ekki Íslendinga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ágætu skoðanasystkini.  Ég les ekki það sama út úr því sem liggur að baki vinnu samninganefndarinnar um Icesave 3.  Að minnsta kosti ekki á þann veg að Buchheit hafi ekki varað okkur við hvað í samningnum felst.   Sem er tóm óskhyggja um bestu útkomu!

Við megum ekki missa okkur í gagnrýni á samninganefndina.  Hún var að vinna  eftir fyrirfram gefinni formúlu pólitíkurinnar, ekki síst þeirrar sem er núverandi ríkisstjórnar.

Einbeitum okkur að því sem skiptir máli:  Að hafna Icesave 3!!!  

Kolbrún Hilmars, 11.12.2010 kl. 17:41

7 Smámynd: Elle_

Gagnrýnin mín á Lee Buchheit felst einfaldlega í að hann kallaði útkomuna ´FAIR´.  Orðið ´FAIR´getur engan veginn passað við nauðungarsamning gegn heilu landi af fólki sem skuldar ekki eyri í kröfunni, enda krafan ólögleg.  Efast þó ekkert um að samningamennirnir voru með fyrirskipanir um vissa útkomu frá Steingrími og öðrum í hinni svokölluðu ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNINNI.  Hví hafa þau ekki enn verið dregin fyrir dóm??

Elle_, 11.12.2010 kl. 18:18

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kolbrún, verkefni samninganefndarinnar var að gera enga samninga. Þannig þjónaði hún betst hagsmunum almennings. Þetta er staðreynd sem sannast hefur betur og betur, eftir því sem tíminn hefur liðið. Hundruð milljarða spöruðust þjóðinni með þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010.

Þjóðhollir samningamenn hefðu aldreigi tekið þátt í gerð þessa samnings. Ég hefði frekar látið höfuðið, en að láta undan Icesave-kúguninni. Þótt ég hafi verið í sambandi við Buchheit, varaði hann mig ekki við að svik væru í tafli.

Komið hefur í ljós að ríkisstjórnin og samninganefndin í þjónustu hennar, var bara að bíða eftir réttu tækifæri til að vekja Icesave-málið. Valinn var hentugur tími, í hæfilegri fjarlægð frá þjóðaratkvæðinu. Valinn var afsláttur á vöxtunum sem líklegur þótti til að breyta afstöðu kjósenda.

Ef vilji hefði verið fyrir hendi, hefði verið hægt að losna algerlega við vextina, en það er spil sem Steingrímur ætlar að eiga í erminni, til Icesave-samninga IV. Mikilvægt er að skilja hvers eðlis undirmálin eru og hverjir standa að þeirri samningagerð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2010 kl. 18:37

9 Smámynd: Elle_

FRIÐRIK FRIÐRIKSSON SKRIFAR Í DAG:

Mér leist vel á Lee Bucheit sem formann nýrrar samninganefndar, en við kynningu á nýa samningnum í vikunni runnu hins vegar á mig tvær grímur.   Í fyrsta lagi stóð hann fyrir misvísandi samanburði á nýja og eldri samningnum, hvað þeir myndu kosta. Greinilega til að fegra hlut stjórnarinnar.

Fellir dökk Icesave sagan Steingrím?

Elle_, 11.12.2010 kl. 19:18

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Elle, ég setti inn neðanskráða athugasemd á bloggið hjá Friðriki. Þar sem henni er líklega hafnað, birti ég hana bara hér og er ekki á kot vísað.

 

Arnbjörn Kúld er ekki að far með rétt mál, þegar hann segir að Bjarni Benediktsson, hafi látið umrædd orð falla um það sem Arnbjörn nefnir »fyrsta Icesave samninginn«.

 

Umræðan var um tillögu til þingsályktunar um fyrirhugaða samninga, þar sem ríkisstjórninni var falið að taka upp viðræður við nýlenduveldin. Tillagan var um þá pólitísku leið sem Samfylkingin krafðist að yrði farin, vegna fælni Sossanna við að styggja ESB. Kjarni þessarar tillögu var að byggja á loforðum ESB um stuðning, sem venjulega er nefnt Brussel-viðmið.

  

Icesave-stjórnin hefur ekkert viljað nota Brussel-viðmiðin, heldur staðfastlega haldið sig við að sýna fullkomna undirgefni gagnvart nýlenduveldunum. Sumt Samfylkingarfólk hefur ekki getað fyrirgefið Icesave-stjórninni að víkja algerlega frá Brussel-viðmiðunum og hinni pólitísku leið Samfylkingarinnar.

 

Einn þessara mótmælenda er Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Kristrún skrifaði langa grein um málið sem birtist í Fréttablaðinu 06. febrúar 2010. Um þessa ritgerð Heiðrúnar, fjallaði ég daginn eftir:

 

Kristrún Heimisdóttir: Ríkisstjórnin á að opna Icesave-málið !

 

Kristrúnu verður tíðrætt um Brussel viðmiðin, en þau voru í megin atriðum:

   
  1. Tilskipunin um innistæðutryggingar hafði verið felld inn í Íslendska löggjöf í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
  2. Samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

 

Það er mikilvægt að menn fari með rétt mál í umræðu um Icesave-kröfurnar. Of mikið er í húfi fyrir landsmenn, til að hægt sé að bjóða upp á falsanir í opinberri umræðu. Þetta er samt það sem Icesave-stjórnin stundar dag hvern. Ekki taka upp þá ósiði Arnbjörn.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband