10.12.2010 | 01:22
Fullkomlega ólöglegar viðræður við nýlenduveldin
Þær fréttir berast með reglubundnu millibili, að ríkisstjórnin standi í viðræðum við ótilgreinda fulltrúa frá Bretlandi og Hollandi, um forsendulausar kröfur þessara ríkja um skattheimtu á Íslandi. Eins og allir vita, var fjárkúgun nýlenduveldanna hafnað í þjóðar-atkvæðinu 06. marz 2010. Íslendingar ætla sér ekki að greiða skatt til Evrópuríkjanna, hvorki undir formerkjum Icesave né formerkjum Evrópuríkisins.
Með þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 staðfestu Íslendingar að Stjórnarskrá þjóðarinnar er í fullu gildi og að endanlegt vald er í hennar höndum. Þetta vald nefnist fullveldi, sem merkir að endanlegt og ótakmarkað vald um málefni landsins verður ekki frá henni tekið. Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans verður ekki vísað til annars aðila. Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta sem fullveldishafinn ákveður.
Mikilvægur hluti fullveldisins er vald til að hafna lagasetningu Alþingis. Slík höfnun verður að koma fram í þjóðaratkvæði og þarf oftast atbeina forseta Lýðveldisins til að lýðurinn fái að fella sinn úrskurð. Sem betur fer er núverandi forseta ljóst til hvers hann var kosinn og hefur hann gegnt starfinu með glæsibrag. Stjórnarskráin gerir grein fyrir mikilvægi forsetans, sem umboðsmanns almennings.
Fyrir nokkrum mánuðum (á fullveldisdaginn 17. júní) birtist í Morgunblaðinu gagnmerkt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, þar sem farið var yfir afleiðingar þjóðaratkvæðisins 06. marz 2010. Um viðtalið og stöðu Icesave-málsins fjallaði ég sama dag og er hægt að finna þá færslu hérna:
Þjóðaratkvæðið veitti þjóðinni styrk
Þrátt fyrir að eindregin höfnun þjóðarinnar á Icesave-kúguninni hafi komið fram í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010, heldur ríkisstjórnin sínu striki, eins og þetta fólk sé bæði sjónlaust og heyrnarlaust. Jafnframt gerir Stjórnarskráin fullkomlega ljóst, að fullveldi landsins er í höndum þjóðarinnar, en hvorki Alþingis né ríkisstjórnar. Ekki er því hægt annað en viðurkenna að ríkisstjórnin brýtur vísvitandi ákvæði Stjórnarskrárinnar (greinar: 21, 40, 41) og ákvæði í X. kafla almennra hegningarlaga um landráð, með áframhaldandi umboðslausum viðræðum við nýlenduveldin, um mál sem þjóðin hefur ýtt út af borðinu.
Það er napurlegt að heldsti andstæðingur almennings á Íslandi, er sjálf ríkisstjórn landsins. Þjóðin verður að búa sig undir nýtt þjóðaratkvæði um Icesave-samninga og forseti Lýðveldisins er jafn tilbúinn í þann slag og meirihluti Íslendinga. Fróðlegt er að rifja upp mat forsetans í viðtalinu á fullveldisdaginn 17. júní. Þar er haft eftir forsetanum:
»Í þriðja lagi tel ég alveg afdráttarlaust og á því er enginn vafi að sú ákvörðun að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvernig hún fór fram og niðurstaða hennar hafi tvímælalaust styrkt stöðu Íslendinga í alþjóðasamfélaginu, alþjóðlegum fjölmiðlum, umræðum meðal sérfræðinga og áhrifafólks vítt og breitt um veröldina. Ég hef átt viðræður við mikinn fjölda áhrifafólks, bæði þjóðarleiðtoga, áhrifafólk í fjármálalífi, viðskiptalífi, suma áhrifaríkustu fjölmiðlamenn Vesturlanda, og get því tvímælalaust fullyrt að staða okkar er mun sterkari í dag en hún var áður.«
Búast verður við, að Alþingi hafi ekki styrk til að standa gegn ofríki Icesave-stjórnarinnar, en ekkert bendir til annars en þjóðin sé reiðubúin til nýrra átaka um Icesave-málið. Ólöglegar athafnir ríkisstjórnarinnar munu ekki hverfa auðveldlega úr minni þjóðarinnar. Sama dóm sögunnar munu hljóta þeir einstakingar sem draga fullveldisrétt lýðsins í efa.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Loftur.
Þú ert úreltur mjög með þennan pistil, glæpurinn er staðreynd, og Engey er að bila. Sem minnir mig á fyrir deilur, ég hafði alltaf grun um hin sögulegu svik.
En hef alltaf treyst á Davíð, ykkar síðasta forystumann.
Nú er stríð Loftur, ekki hlífa þínum mönnum, þeir sem svíkja eru verri en eitthvað er.
En allir eiga sér málsbætur.
Við skulum hlusta á þær þegar sigur er í höfn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.