KÚGUNIN KOMIN Í HÖFN?

Það er hreint út sagt ótrúlega svívirðilegt að maður skuli finna eftirfarandi frétt núna 9. des í RUV, miðli allra landsmanna, 9 mánuðum eftir að yfir 90% þjóðarinnar hafnaði og kolfelldi ólöglegt ICESAVE:

 

Endurgreiðslur hefjast árið 2016


Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að Íslendingar hafi samþykkt að bæta Hollendingum og Bretum að fullu innistæður vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Alls nemur upphæðin tæplega 200 milljörðum króna á núverandi gengi. Samkvæmt samningnum byrja Íslendingar að greiða skuldina í júlí 2016 og lýkur greiðslum árið 2046. Að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar sagði hann þetta í bréfi til hollenska þingsins í dag.

Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni hollenska fjármálaráðuneytsins að Íslendingar muni greiða 3% vexti af því sem þeir skuldi Hollendingum og að skuldin við Breta beri 3,3% vexti.

Niðurstaðan verður kynnt á blaðamannafundi klukkan sex í dag. Fundinum verður sjónvarpað beint hér á vef Ríkisútvarpsins.

Samningurinn hefur verið birtur á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Hér má lesa hann

 

Elle Ericsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég vildi að ríkisstjórnin ynni af þvílíkum krafti fyrir land og þjóð eins og þau eru að vinna gegn okkur í þessu Icesave máli, þá held ég að hér væri ansi fínt ástand!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Var RÚV að semja um eitthvað?

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 18:55

3 Smámynd: Elle_

Ég nenni ekki að svara skætingnum þínum.  Og Dóri, sammála. 

ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE, EKKI 1 EYRIR.  

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. 

Elle_, 9.12.2010 kl. 19:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Skætingi? Hver var hann? Var RÚV að semja um eitthvað? RÚV var fréttastofa, síðast þegar vissi til, kannski eitthvað umdeild, eins og gengur, en það veit ég að ekki samdi hún um Icesave málið. Ættirðu ekki að slappa aðeins af?

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 20:19

5 Smámynd: Elle_

Enginn sagði neitt um neina RUV samninga og slappaðu bara af sjálfur.  Hvort sem RUV er fréttastofa eður ei er jafn ógeðslegt að finna þar frétt um kúgun ICESAVE-STJÓRNARINNAR.

Elle_, 9.12.2010 kl. 21:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn, þú misskildi baráttumaður.

Ruv sagði í frétt um meintan þjófnað Landsbanka forkólfa, að ef hann hefði verið stöðvaður (það er Landsbankinn gerður upp), þá hefði hundruð milljóna ICEsave skuld ekki  komið til.

En hver skuldsetti þjóðina í ICEsave???

Þannig er það nú Björn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband