HVAÐA SKULDIR ÍSLANDS, MÁR GUÐMUNDSSON?






Í fréttum kemur fram að seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, talaði um ICESAVE-SKULDIR ÍSLANDS í fyrradag á erlendum vettvangi í Bandaríkjunum, þó það sé löngu vitað og vel vitað að ICESAVE hefur aldrei verið skuld Íslands eða íslenska ríkisins og þar með íslenskrar alþýðu.  Hann hlýtur að vita þetta maðurinn, hann er seðlabankastjóri landsins.  Nei, nú er hann farinn að tala eins og Gylfarnir - Gylfi Arinbjörnsson, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoega, Jóhanna Sigurðardóttir og allur heili flokkurinn að meðtöldum Jóni B. Hannibalssyni, Kristinn Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson og aðrir snillingar hafa löngum gert.  Gert okkur alþýðu landsins skuldug að ósekju.  Og það vegna annarra manna fáráða og glæpa.  

Hvað nákvæmlega liggur að baki einbeittum vilja þeirra við að koma yfir okkur skuld sem við skuldum ekki, skuld einkabanka á erlendri grundu, ofurskuld upp á kannski 500-1000 MILLJARÐA?  Hví eru þau endalaust að draga okkur niður og ergja okkur með þessu?  Halda þau að við höfum ekki nóg með að draga fram lífið á meðan almenningi landsins er kastað út á stétt í gjaldþroti??  Og á meðan sjúkrahúsum í landinu er lokað og læknar flýja land??  Hvað vakir endalaust fyrir þeim?  Ætla þau aldrei að hætta?  Og einu sinni enn: Það verður að fara fram rannsókn á ódauðlegum vilja seðlabankastjóra, stjórnvalda og formönnum verkalýðsins á að koma þessum óþverra yfir okkur.  Það geta ekki verið eðlilegar orsakir þar að baki. 

E.S. Og Þorvaldur Gylfason gerðist svo forhertur að segja í RUV okkar landsmanna einu sinni að það væri HOLLT fyrir okkur að borga ICESAVE. 

 

Elle Ericsson. 


mbl.is Kostnaður við Icesave hugsanlega minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Bendi á að fréttin var öðruvísi fyrst og get ekki lagað pistillinn að ofan í svip.  Hann ætti að vera eins og eftirfarandi pistill:

HVAÐA SKULDIR ÍSLANDS, MÁR GUÐMUNDSSON?

Elle_, 22.10.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Takk fyrir þennan pistil Elle, þetta er akkúrat það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las fréttina, þ.e. Hvaða Icesave skuld!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.10.2010 kl. 13:39

3 Smámynd: Elle_

Dóri, það var líka það fyrsta sem mér datt í hug og að vísu kannski með orðalagi sem ég ætla ekki að setja á prent, ekki opinberlega.  Vil endilega setja inn hér það sem hann Ómar okkar Geirsson skrifaði undir pistilinn minn, hann lýsir vel ógagnrýni og óhæfni ýmissa fréttamanna sem hafa allt upp eftir rukkurunum sem frétt væri.  Vona að Ómar verði ekki voða reiður:
-----------------------------------------------------------------------------

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þetta er góð spurning, hví vilja þessir menn borga með annarra manna pening.

En Sigrún var í Speglinum, hún las upp úr lögfræðiáliti breta, kom ekki með nein íslensk rök, og sagði, við erum heppin að verða ekki dæmd vegna mismunar, það eina sem gæti hjálpað til væri að semja við breta, og krossa fingur.

Engin rök, aðeins vitnað í eitthvað nafnlaust, og svo hræðsluáróður eins og hann gerði bestur.

Minnir mjög á vinnubrögð þeirra manna sem unnu fyrir þýska nasista, og útvörpuðu þeirra áróðri til Bretlands.

Þetta var ekki einu sinni áróður, verra en það.

Og segir aðeins eitt, það er stutt í svikasamning, það er verið að mýkja landann, með því að benda á Ragnarrök.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 22.10.2010 kl. 06:09

HVAÐA SKULDIR ÍSLANDS, MÁR GUÐMUNDSSON?

Elle_, 22.10.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Staðreynda málanna er sú að, að værum við ekki með Jóhönnu, Steingrím, Össur og þessa Svafarsdóttur þá værum við nú að tala um allt annað en hor á Íslandi.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband