8.10.2010 | 20:54
Úrslit dóms um neyðarlögin sögð geta HÆKKAÐ Icesave-kröfur Breta og Hollendinga um tæpl. 470 milljarða króna
Hér er átt við: umfram þau 10% af rúml. 1300 milljarða forgangskröfunum sem slitastjórn gamla Landsbankans taldi ekki nást með eignasafni hans. Greint er frá þessu í kvöldfréttum Rúv og Sjórnvarpsins. Þannig er fréttin (nokkuð stytt) á Rúv.is:
- Tekist á um neyðarlögin
- Stærsta kröfumál Íslandssögunnar er á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er tekist á um gildi neyðarlaganna og hvort innistæður föllnu bankanna fái forgang á aðrar kröfur. Verði lögin felld úr gildi, gæti kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave aukist um hundruð milljarða króna.
- Almennir kröfuhafar bankanna þriggja hafa í langan tíma mótmælt neyðarlögunum sem Alþingi setti í október 2008. Kannski engin furða því með þeim voru innistæður settar framar öðrum kröfum í bankana. Gamli Landsbankinn er þar undir sömu sök seldur og þar er tekist á um forgangskröfur vegna Icesave, samtals upp á ríflega 1300 milljarða króna eins og gengið á krónunni er um þessar mundir. Eins og útlitið er núna með eignir bankans, býst slitastjórn við að fá um 90% upp í forgangskröfur. Það breytist snögglega verði neyðarlögin, og þar með forgangur innistæðna, dæmdur ógildur, eins og fjölmargir kröfuhafar vilja. Þá má búast við að fáist aðeins um 30% upp í forgangskröfur. Munurinn þarna á milli er ríflega 900 milljarðar. Fari svo að á endanum yrði samið um Icesave, gæti íslenska ríkið borið ábyrgð á helmingnum - vegna ákvæða um lágmarkstryggingu - sem þýðir að fjárútlát vegna Icesave gætu í einu vetfangi hækkað um 4-500 milljarða. Sjö dómsmál sem öll snúast um gildi neyðarlaganna eru nú á leið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, og það er slitastjórn Landsbankans sem fær það hlutverk að verja neyðarlögin. Málið verður tekið fyrir á næstu vikum. Niðurstöðu er að vænta á næsta ári, og henni verður án efa áfrýjað í Hæstarétt. (Ruv.is.)
Hér er reyndar hvergi hamrað á rétti Íslendinga í málinu, ekki frekar en svo oft í fréttaflutningi Rúv. Það er ekkert í lögum og reglum um tryggingasjóði innistæðueigenda í Evrópu, sem kveður á um ríkisábyrgð á þeim.
Á sama tíma og um þetta er svo yfirborðslega fjallað í Rúv, berst sú frétt úr Stöð 2, að Össur Skarphéðinsson sá hinn sami sem með afar ámælisverðum hætti LEYNDI mikilvægri skýrslu Mishcon de Reya um Icesave-málið hafi í útlöndum verið spurður um Icesave og svarað á þá lund, að vel gengi að ná sameiginlegum skilningi deiluaðila (sem hann kallar líklega málsaðila) og að þar stefndi í, að niðurstaða fengist, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. En hvernig skyldi það ganga upp?!
Þá fylgdi fréttinni að hann hefði tekið sérstaklega fram, að það væri engin deila um að höfuðstólinn ætti að greiða, einungis væri verið að ræða um, hverjir vextirnir ættu að vera!!!
Eigum við ekki að senda þessum manni og sökunautum hans í málinu skilaboð á næsta útifundi á Austurvelli með því að fjölmenna nú, Þjóðarheiðurs-félagar, með mótmælaspjöld okkar og bæta þar nýjum við?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Deilt um neyðarlögin fyrir dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Athugasemdir
Komið þið sæl; sem fyrr, félagar í Þjóðarheiðri !
Jón Valur !
Svo sem; alveg burt séð frá Össuri, og skrípa látum hans.
Við stöndum fast; á þeirri einföldu staðreynd, að í tíð einka braskaranna, sem með Landsbankann, og svo Búnaðarbankann véluðu, var ábyrgðin þeirra, gerendanna, í peninga svallinu - ekki; íslenzkrar Alþýðu.
Nú; svo mætti, (án tillits til Icesave´s reikninga) spyrja Breta og Hol- lendinga út í þær kvittanir, sem þeir hefðu í höndum, frá gömlu nýlendunum sínum, fyrir uppgjöri á því tjóni, sem þeir urðu valdir að - víðs vegar um heim, allt; fram til okkar daga.
Þakka þér fyrir; að endingu, fyrir erindið, á Útvarpi Sögu, í dag, Jón Valur.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:59
Kærar þakkir, Óskar Helgi.
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 22:17
Og þarna er hann kominn:
Össur: Aldrei spurning um Icesave
Elle_, 8.10.2010 kl. 22:28
Hann bara varð að eyðileggja og skemma einu sinni enn fyrir okkur úti í heimi. Honum getur ekki verið sjálfrátt og ekki nokkur hemja að þessi maður skuli enn vera talsmaður landsins.
Elle_, 8.10.2010 kl. 22:59
Sammála þér, Elle!
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 23:53
"Ei deila ber við blindan mann
þótt blómin fótum troði hann"
Vegna samdráttar á heilsugæslusviði,verði honum komið heim til sín,enginn skaði skeður þótt troði á sínu eigin illgresi.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2010 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.