Stærilátur er talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, Niels Redeker, sem segir ráð fyrir því gert að Ísland muni endurgreiða lánið auk sanngjarna vaxta" (hann er að tala um Icesave!). Íslandi ber lagaleg skylda til þess," segir hann kokhraustur, og við þessa menn eru stjórnvöld hér enn að rembast við að semja!
Hvaða lán" er hann að tala um?! Íslendingar skulda þessum ríkisstjórnum ekkert lán. Landsbankinn var tryggður bæði hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta sem er EKKI ríkistryggður sjóður, eins og allir viðurkenna nú, bæði ESB og jafnvel Steingrímur fjármálaráðherra! og hjá tryggingasjóðum ytra, FSCS í Bretlandi og DBA í Hollandi.* Þess vegna er framferði íslenzkra ráðamanna með samþykki stjórnarandstöðuþingmanna eins og Tryggva Þórs Herbertssonar** beinlínis ólögmætt, meira að segja stjórnarskrárbrot, að mati Vigdísar Hauksdóttur, alþm. og lögfræðings, eins og fram kom hjá henni í þingræðu í fyrra.
Um þetta allt má vísa til nýlegra greina hér á vefsetri Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave, sem aldrei hafa látið af sínum sjónarmiðum í þessu deilumáli og standa nú uppi með viðurkenndan málstað í augum svo margra, bæði frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram 6. marz og ekki sízt í ljósi þess, sem komið hefur fram um málið nú síðsumars. (Sjá t.d. ýmsar þeirra greina, sem yfirlit er um og tenglar inn á í dálkinum hér til vinstri handar.)
Samkvæmt frétt AFP er Icesave einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu," segir Mbl.is-fréttinni um þessar nýju samningaviðræður. Miðað við þær forsendur, sem og yfirlýsta andstöðu Steingríms J. Sigfússonar við að Ísland gangi í Evrópusambandið, væri það vitanlega réttast fyrir hann að standa gegn öllum samningum um nokkra minnstu ábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans, því að þar gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi: hrundið hinni ólögvörðu kröfu af okkur og komið í veg fyrir, að samráðherrar hans geti með klókindum dregið landið inn í ESB, með öllum þeim fullveldismissi sem það hefur í för með sér, að ógleymdum öllum þeim grófu skráveifum sem bandalagið hefur unnið gegn íslenzkri þjóð og stjórnvöldum í Icesave-málinu, allt frá því að skrípadómstóll með fullri þátttöku ESB-stofnana var kallaður saman í málinu haustið 2008 og var þó umboðs- og lögsögulaus yfir íslenzka ríkinu.
Þær samningaviðræður, sem hafnar eru nú í Hollandi, eru við bæði Breta og Hollendinga. Þar er því ekki fylgt því ráði Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðsgrein hans 28. fyrra mánaðar, þar sem hann hvatti til þess, að ekki yrði samið við Breta og Hollendinga í samfloti, enda væri réttarstaða Hollendinga allt önnur "og mun lakari en Breta." Það er leitt að sjá, hve óráðþægur fjármálaráðherra lýðveldisins er í þessu máli, og má undarlegt heita, ef ekki beinlínis grunsamlegt, hans þrákelknislega viðhorf þvert gegn réttindum lands og þjóðar.
* Eins og Loftur Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs, hefur bezt upplýst um með rannsóknum sínum, sem nú hafa verið þurrkaðar út með öðrum greinum á hans eigin vefsetri.
** Tryggvi Þór Herbertsson, sem veit vel af réttarstöðu Íslands í málinu, lýsti sig þó mjög áhugasaman um að "ljúka málinu" með því að semja um greiðslu við Breta og Hollendinga, aðspurður í viðtali við stjórnendur Útvarps Sögu á 5. tímanum í gær. Um þetta mun hann því miður ekki vera einn á báti í sínum Sjálfstæðisflokki jafnvel formaðurinn þar um borð er talinn sammála Tryggva í þessu. Almennir flokksmenn ættu því enn að beita Valhallarforystuna fullum þrýstingi í málinu, það gæti hindrað, að illa fari.
Jón Valur Jensson.
Íslendingar greiði vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:56 | Facebook
Athugasemdir
"Sigkja" er beðin(n) að skrifa hér undir fullu nafni, ekki með vísun á netpóstsupplýsingar sem virka ekki til að sjá einu sinni netfang hans/hennar.
Þar fyrir utan innihélt innleggið bábiljur og rangar fullyrðingar, sem hann/hún skal bera ábyrgð á í eigin nafni, ef hann/hún vill skrifa hér.
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.