Ádrepa um Icesave-málið, eftir Karl Jónatansson

Í greininni ESB-hættan eftir Karl Jónatansson (Mbl. í gær) ræðir hann í seinni hlutanum um Icesave-málið. Sannarlega verðskuldar viðhorf hans að varðveitast hér.

Karl Jónatansson
Karl Jónatansson

 

  • Við erum nú þegar búin að sjá og finna fyrir því hvernig ESB-þjóðir (svokallaðar „vinaþjóðir“ okkar) koma fram við okkur í peningamálum, sbr. Breta og Hollendinga með Brussel að bakhjarli í Icesave-deilunni. Þessum gömlu nýlendukúgurum finnst við líklega nú þegar vera ein af nýlendum þeirra sem er ekki óeðlileg ályktun af þeirra hálfu ígrunduð á augljósum og móðursýkislegum áhuga ráðandi flokks í sitjandi ríkisstjórn á að gangast undir vald þeirra. 
  • Vitaskuld er ekkert vit í að við tökum að okkur að greiða risaskuld, sbr. Icesave, sem við höfum ekki stofnað til, heldur var um að ræða einkabanka í eigu Íslendinga sem rekinn var á erlendri grundu og ábyrgð á því hvernig fór alfarið á ábyrgð þarlendra stjórnvalda sem trössuðu að framfylgja því að lögbundnar tryggingar væru fyrir hendi til að fyrirbyggja það sem gerðist. 
  • Bretar og Hollendingar með Brussel að bakhjarli eru því hér í hlutverki handrukkara og aðferðirnar eru nákvæmlega þær sömu – þ.e. að innheimta skuldir sem aldrei var stofnað til með hótunum um ofbeldi ef fórnarlambið neitar að borga. 
  • Þetta eru þjóðirnar sem reynt er að telja okkur trú um að séu í raun vinir okkar og bandamenn sem okkur beri að afhenda sjálfstæði okkar og rétt til að nýta auðlindir okkar eins og okkur sýnist best. Ég segi: Flestir núverandi óvinir okkar eru samansafnaðir í ESB. Vinir okkar eru annars staðar.
  • Neitum að greiða skuldir óreiðumanna og höldum sjálfstæði okkar og reisn með því að hafna innlimun Íslands í ESB.
  • Höfundur er fv. tónlistarkennari.

Við þökkum Karli Jónatanssyni þessi skeleggu skrif, sem eru endurbirt hér með góðfúslegu leyfi hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Algerlega.  Já, vinir okkar eru kannski mestmegnis fyrir utan einangrunar- og miðstýringar-veldið evrópska, bakhjarl bresku og hollensku Icesave-rukkaranna.  Vissulega trassaði ESA, EU og bresk og hollensk stjórnvöld eftirlit Landsbankans í þeirra löndum vegna Icesave, eftirlitið var þeirra samkvæmt Evrópulögum, vegna allra banka sem voru þar með fasta starfstöð (physical presence). 

Hinsvegar voru innistæðueigendur tryggðir af breskum og hollenskum tryggingasjóðum og fengu bætur úr sjóðunum, sem voru kostaðir af bönkunum sjálfum.  Peningarnir komu ekki úr bresku og hollensku ríkissjóðunum eins og stjórnvöld þar ljúga og Jóhanna Sig. og co. ætla að falla fyrir eins og nýju neti.  Icesave kemur bresku, hollensku og íslensku ríkissjóðunum og ríkisstjórnunum ekkert við og enginn hér skuldar neitt vegna Icesave nema Björgólfur Thor Björgólfsson, Landsbankinn og TIF.  

Elle_, 17.8.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband