Skýrsla um fall Landsbankans minnist 60 sinnum á Icesave-málið

Björn Jón Bragason sagnfræðingur hefur tekið saman skýrslu, sem nefnist 'Aðdragandi falls Landsbanka Íslands hf. Greinargerð í ágúst 2009.' Hefur hún nú (á nýliðnum degi) verið gerð opinber. Í henni kemur orðið Icesave 60 sinnum fyrir. Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hafa ekki rætt svo nýútkomna skýrslu (55 bls. að stærð), en í henni kemur margt athyglisvert fram, m.a. um Icesave-málið, þó að einnig það geti verið háð takmörkunum rúms og tíma, túlkunum og takmarkaðri sýn skýrsluhöfundar og heimildarmanna hans, en skýrslan er unnin að frumkvæði Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans. Hætt er við, að þar gæti viðleitni ýmissa til að réttlæta sig eftir á, ef skýrslan byggir um of á slíkum túlkunum, en hér er því þó ekki haldið fram að óreyndu.

Taka ber fram, að skýrslan er byggð á fjölmörgum gögnum, samtímaheimildum í blöðum og öðrum fjölmiðum (fréttum, Kastljósþáttum o.fl.) og vefmiðlum, viðtölum við fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og Björgólf Thor Björgólfsson, við Björgvin G. Sigurðsson og aðstoðarmann hans, Jón Þór Sturluson, einnig Tryggva Þór Herbertsson, fyrrv. efnahagsráðgjafa Geirs Haarde forsætisráðherra, o.fl. menn, m.a. Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóra FME, og Kjartan Gunnarsson, sem sat í bankaráði Landsbankans, ennfremur er byggt á gögnum og minnisblöðum Landsbankans og tölvusamskiptum, en meira þó á ýmsum opinberum gögnum, þ.m.t. þingræðum, gögnum frá ráðuneytum og embættismönnum, t.d. minnisblöðum Sverris Hauks Gunnlaugssonar, þáv. ambassadors í Lundúnum, svo og viðtali Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við Alistair Darling, breskan starfsbróður sinn, 7. október 2008, einnig á bréfi breska fjármálaeftirlitsins til Landsbanka Íslands, dags. 3. október 2008 (nmgr. 104), og 6. október 2008 (nmgr. 186) og bréfi Hectors Sants, forstöðumanns breska fjármálaeftirlitsins, til bankastjóra Landsbanka Íslands hf., dags. 13. október 2008 (nmgr. 188) ásamt bréfi bankastjóra Landsbanka Íslands hf. til breska fjármálaeftirlitsins, dags. 7. október 2008; þá er oft vitnað í bók Guðna Th. Jóhannessonar: Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, og minna í bók Ólafs Arnarsonar: Sofandi að feigðarósi, ennfremur byggt á "ótilgreindum heimildarmönnum" (einum 31 talsins) og á minnisblöðum höfundar sjálfs.

Hér er þessi Skýrsla um fall Landsbankans í heild. Fróðlegt verður að fylgjast með umræðum um fram komið efni hennar, sem er að vísu margt alkunnugt, þótt annað sé ekki, og eiga menn eflaust eftir að deila nokkuð um ýmis sjónarmið manna, sem fram koma í henni, um ályktanir og niðurstöður.

J.V.J. tíndi saman. 


mbl.is Bildt var fjandsamlegur í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl !

Þakka þér fyrir; þessa gagnlegu samntekt, Jón Valur.

Það eru fjarri því; upp komið, hversu illa er ástatt, í efnahagskerfi okkar.

Við skyldum; búa okkur undir enn verri slagsíðu - en varð; haustið 2008.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þetta innlegg þitt, ágæti Óskar Helgi.

Steingrímur J. er enn á sömu buxunum, sjá næsta pistil!

Jón Valur Jensson, 20.8.2010 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband