Glæsileg afgreiðsla Sjálfstæðisflokks á Icesave-máli – málamiðlanalaus eins og á ESB-málinu

"Málamiðlun er málamiðlun, þetta er ekki málamiðlun [um ESB]," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, en það verður ekki hangið á girðingunni endalaust. Flokkurinn rak af sér slyðruorðið, og gleymið ekki: Hann gerði það LÍKA Í ICESAVE-MÁLINU þennan sögulega laugardag.

"Þetta, sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar Evrópusinna," sagði Ragnheiður, en yfir því gleðjast ótalmargir, og það sem meira er: Þessi dagur þokaði okkur enn fjær Icesave-málinu og útilokaði samkrull sjálfstæðismanna (nú er hægt að nota orðið athugasemdalaust!) við Icesave-flokkana um svikasamkomulag við Breta og Hollendinga: Flokksforystan hefur ekkert umboð landsfundar til slíks hráskinnaleiks gagnvart þjóðinni.

Í stjórnmálaályktun þessa landsfundar segir m.a.:

  • Við segjum hins vegar NEI við: ... Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

Til hamingju, sjálfstæðismenn! – til hamingju, íslenzka þjóð.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú þarf að hreinsa Sjálfstæðisflokkinn af öllu frjálslindu fólki, burt
með þetta lið og alla þá sem kusu ekki Bjarna Ben, og þá er ég ekki að
tala um Pétur Blöndal því ég hef heimildir fyrir því að hann hafi ekki
kosið sjáfan sig þó hann hafi verið í framboði, hann kaus Bjarna, enda var
þetta sýndarkosning. Ég sting svo upp á því að við fáum lánaða kirkju til
að tilbiðja Davíð og getum notað laugardaga til að troðast ekki inn á
fullar kirkjur prestanna á sunnudögum. Ég er stoltur yfir því að vera í
svona trúarsamfélagi eins og öfgaflokk Sjálfstæðiamanna á Íslandi hinu
fagra. Svo legg ég til að við rekum alla Evrópubúa sem hér eru til síns
heima. Ísland fyrir íslenska þjóðernissinna og aðra Sjálfstæðismenn.Hip
hip húrra húrra húrra!

Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Alltaf er nú gaman að góðum grínurum, það er eiginlega synd að eyðileggja gott grín með sannleikanum. ég tilheyri þeim hópi sjálfstæðismanna sem er andvígur aðild að ESB og einnig ber ég mikla virðingu fyrir Davíð Oddsyni. Það kæmi sér örugglega ágætlega fyrir dapra stöðu iðnaðarmanna að reisa kirkjur til handa öllum þeim sem virðingar njóta, en er vitanlega fáránlegt. Davíð er bara maður, en hann er fjári góður stjórnmálamaður. Um aðra persónueiginleika hans get ég ekki tjáð mig.

Þótt ég sé eindreginn andstæðingur aðildar að ESB, þá þurfa ekki allir að vera sammála mér, allir hafa rétt á að hafa sína skoðun innan raða Sjálfstæðisflokksins. Hjá opnum og víðsýnum flokki rúmast þær bæði ólíkar og margar.

Þeir sem tala um skoðanakúgun í Sjálfstæðisflokknum, þekkja ekki flokkinn. Ég hef verið þar virkur lengi og kynnst mörgum ólíkum sjónarmiðum sjálfstæðismanna og orðið vitni að hörðum átökum um hin ýmsu málefni.

En ef marka má myndina og nafnið hér fyrir ofan, má ætla að hér sé mörgæs að tjá sig. Skrifin benda til afburðargreindar viðkomandi mörgæsar, málefni Sjálfstæðisflokksins eru sennilega ekki vel þekkt á Suðurskautinu. Þá legg ég til að þessari áhugaverðu mörgæs verði boðið til landsins og leyft að kynna sér betur hin ýmsu málefni. Í framhaldinu gæti ríkisstjórnin myndað stjórnmálasamband við Suðurskautið og fengið Valsól mörgæs til að verða sendiherra. Það yrði prýðis hugmynd.

En ef mörgæsin Valsól er íslendingur að tjá sínar skoðanir, þá veður hún í mikilli villu. En það verða einhverjir að sjá um að vaða í villunni fyrir okkur hin sem kjósum frekar staðreyndir.

Ef þetta er bara grín til að lita hversdaginn, þá er það bara nokkuð vel heppnað. 

Jón Ríkharðsson, 27.6.2010 kl. 15:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, og sannarlega litaði þitt góða grín hversdaginn, nei, sunnudaginn hjá okkur, nafni minn. Ég hef reyndar séð jákvæðari sunnudaga en þennan, en förum ekki út í þá sálma hér – menn eiga að halda sig við efnið, en velkomið er að halda áfram að ræða hér um málefni suðurskautsins og hagsmunabaráttu mörgæsasamfélagsins.

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Enginn getur lengur haft uppi efasemdir um stefnu Sjálfstæðisflokksins, varðandi ESB og Icesave. Núna getur allt þjóðhollt fólk gengið til liðs við flokkinn. Á sömu dögum og Sjálfstæðisflokkurinn staðfesti hollustu sína við almenning, staðfestu Samfylking og VG sitt sviksamlega eðli.

  

 

Á landsfundinum var samþykkt: 
  • Að íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.

  

 Á landsfundinum var hafnað: 

  • Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
 
  • Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 00:23

5 Smámynd: Elle_

Æskilegasti flokkurinn að mínum dómi væri flokkur sem væri andvígur innlimun í EU, andvígur ríkisábyrgð á Icesave og vildi allar auðlindir landsins hjá þjóðinni og vilda halda öllum ríkisfyrirtækjum hjá þjóðinni.  Ekkert MAGMA, etc.  Hvaða pólitískur flokkur passar við það?  Og ég er að tala fyrir mig persónulega, ekki fyrir samtök gegn Icesave.  

Elle_, 29.6.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband