Nýtt innistæðutryggingakerfi?

Það er eðlilegt að verða tímabundið heimskunni að bráð, en að gera hana meðvitað að sínum lífsförunaut, það er óafsakanlegt. Þeim sem fylgst hafa með Icesave-umræðunni er fulljós framganga og heimskudaður "hinnar tæru vinstri stjórnar". Steingrímur Joð kvaðst fullviss um, að vinir hans myndu landa stórkostlegum samningi. Það reyndist mikill miskilningur hjá kallanganum. Síðan hefur margt gerst sem kunnugt er og skal ekki farið nánar út í þá sálma.

Nú stendur til að koma á lögum, sem staðfesta ríkisábyrgð á innistæðutryggingum, en í nýjum drögum að reglum (sem hefur víst ekki enn verið samþykkt hjá ESB) segir m.a.: "geti innlánstofnun ekki greitt út, skal ríkið búa þannig um hnútana, að skjót endurgreiðsla innlána sé tryggð og trú á bankakerfið bíði ekki hnekki". Ríkisstjórninni rennur blóðið til skyldunnar, enda skal allt gert til að þóknast ESB-ríkjunum, í þeirri von að Ísland skuli þvingað þangað inn. Lögunum á að keyra í gegn, jafnvel þótt önnur aðildarríki séu ekki búin að því.

Hin illa þokkuðu systkin Hroki og Heimska eiga sér gott skjól hjá "hinni tæru vinstri stjórn". Þar eru þau daglega vel alin og fituð á veruleikafirringu stjórnarliða. Tekið skal fram, að meðlimir ríkisstjórnarinnar eru ekki illmenni, heldur kjánar. Athyglivert má telja, að verstu harðstjórar sögunnar töluðu allir máli sinnar þjóðar út á við. En hinir íslensku stjórnarherrar? Nei, þau vilja þvinga þjóðina til að borga, helst sem mest, til að komast í ESB. Til hvers? Varla er hægt að segja að smjör drjúpi af hverju strái aðildarríkja þess.

Þjóðin á að krefjast ítarlegrar rannsóknar á framgöngu ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu, þar sem ekkert skal dregið undan. Bent skal á, að leiðtogar sjálfstæðismanna höfðu frumkvæði að stofnun "Rannsóknarnefndar alþingis" til þess að rannsaka verk sinnar ríkisstjórnar. Skyldi "hin tæra vinstri stjórn" státa af eins miklum kjarki og sjálfstæðismenn? Ég er þess fullviss að svo er ekki, enda eru þetta óttaleg lítilmenni. En mér getur skjátlast, "lengi skal manninn reyna".

Jón Ríkharðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir kauðar úti í bæ geti búið til ríkisskuld með engu hámarki (staðreynd miðað við nýju lögin), getum við almenningur sem greiðandi þessarar skuldar ekki átt heimtingu á því að bankar verða lagðir niður í einu og öllu, því við treystum ekki þeim stjórnendum sem þar eru að skuldsetja okkur, land og þjóð!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.6.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Elle_

Vitanlega óskiljanlegt hvað þau ætla að gera með að draga okkur nauðug viljug inn í Evrópu-stórríkið og beint inn í fullveldisafsal.  Og gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar bæði fyrr og nú.  Ætla svo að rukka okkur fyrir bæði Icesave-nauðungina og þvingunarferlið inn í himnaríkið í þokkabót.

Elle_, 22.6.2010 kl. 23:48

3 Smámynd: Elle_

Og takk fyrir pistilinn, Jón. 

Elle_, 22.6.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband