28.5.2010 | 12:06
Leiðari Mbl. um ESA-Icesave-málið og viðbrögð stjórnvalda hér
Frábær er leiðari Morgunblaðsins í dag, Lengi versnar vont, og fjallar um Icesave-málið og nýútgefið álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
"Evrópudómstóllinn er frægur fyrir að dæma ekki eftir lögum þegar hentar, en fara fremur eftir framsýnu mati dómaranna þar, eins og það er kallað. Sá dómstóll setur því lög um leið og hann dæmir eftir þeim. Sá dómstóll er einnig frægur fyrir, að fáheyrt er, að á Evrópusambandið halli í úrlausnum hans," segir m.a. í greininni, sem kemur miklu víðar við og hikstalaust má hvetja alla til að lesa (hér!).
J.V.J.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ljótt ef satt er að dómstóllinn dæmi eftir behag. Málið hlyti þá að þurfa að fara fyrir alþjóðadómstól. Pöntuðu íslenskir pólitíkusar ESA kröfuna/hótunina? Kannski Jóhanna Sig. og co??? Og Steingrímur er rosalega trúverðugur þegar hann segir að auðvitað muni íslensk stjórnvöld halda fram málstað Íslands. Og það yrði þá í fyrsta sinn í þessu ömurlega máli.
Elle_, 28.5.2010 kl. 23:30
Loftur Þorsteinsson hefur grafið upp fyrra áltit ESA frá desember, 09, þar sem ESA féllst á neyðarlögin. Og var það birt á síðu forsætisráðuneytisins. Hvað gerðist innan ESA síðan í desember, 09?
Bráðabirgðaniðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA um neyðarlögin
8.12.2009
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti með bréfi dags. 4. desember sl. að stofnunin hefði komist að bráðabirgðaniðurstöðu vegna kvörtunar hóps kröfuhafa á hendur gömlu bönkunum, SPRON og Sparisjóðabanka Íslands vegna aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við setningu neyðarlaganna nr. 125/2008.
Bráðabirgðaniðurstaða ESA er í stuttu máli sú að ákvæði neyðarlaganna, einkum varðandi forgang sem innstæðum var veittur, og ráðstafanir íslenskra stjórnvalda á grundvelli laganna standist kröfur EES-samningsins og önnur lagaleg skilyrði. Ekki hafi verið nein önnur úrræði sjáanleg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við algjöru hruni efnahagslífsins á Íslandi. Í kvörtununum var reynt að halda því fram að nokkrar aðrar leiðir hefðu verið færar og ESA fellst á það sjónarmið stjórnvalda að neyðarlögin og ákvarðanir FME hafi verið einu aðgerðirnar sem voru trúverðugar við þær aðstæður sem uppi voru.
Tekið er sérstaklega fram í bráðabirgðaniðurstöðunni að ekki sé fjallað um hugsanlega mismunun á milli innlendra og erlendra innstæðueigenda.
Eftirfarandi er stutt sundurliðun helstu málsástæðna og niðurstaða ESA um þær:
a. Mismunun á grundvelli 40. gr. EES:
ESA kemst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að neyðarlögin geri engan greinarmun á grundvelli þjóðernis og feli því ekki í sér mismunun á grundvelli þjóðernis. Að auki eru ráðstafanirnar óháðar búsetu kröfuhafa eða frá hvaða landi krafan stafar.
Hins vegar komi til skoðunar hvort ráðstafanirnar feli í sér ígildi óbeinnar mismununar gagnvart almennum kröfuhöfum (þ.e. með forgangi innstæðna). ESA færir rök fyrir því að almennir kröfuhafar og innstæðueigendur hafi ekki verið í sambærilegri stöðu hvað varðar neyðarráðstafanir FME og því hafi ekki verið um mismunun að ræða í skilningi 40. gr. EES-samningsins.
ESA skoðar jafnframt stöðu almennra kröfuhafa gagnvart rétthafa ábyrgða (“guarantee holders”), en ábyrgðir voru færðar yfir í nýju bankana. Að mati ESA er staða rétthafa ábyrgða ekki sambærileg við stöðu almennra kröfuhafa (lánastofnana). Einnig hafi ESA engar upplýsingar sem gefi til kynna að þjóðerni eða búseta rétthafa ábyrgða eða staður þar sem til undirliggjandi kröfu var stofnað hafi skipt máli við flutning á ábyrgðum í nýju bankana.
b. Höft á fjármagnsflutninga, óháð mismunun (“Non-discriminatory restrictions”):
ESA tekur til skoðunar hvort í ráðstöfunum íslenskra yfirvalda hafi falist höft á fjármagnsflæði, óháð því hvort um mismunun væri að ræða. Rökin fyrir slíkri fullyrðingu væru þau að breytingar í forgangsröðun ótryggðra krafna á hendur gömlu bönkunum geti í framtíðinni dregið úr vilja fjármálastofnana til að veita öðrum fjármálastofnunum lán án sérstakra trygginga, og þar með falið í sér höft á frjálsu flæði fjármagns. Bráðabirgðaniðurstaða ESA er sú að almennir kröfuhafar (þ.e. lánastofnanir) hafi ekki glatað neinum rétti við yfirfærslu réttindanna í nýju bankana. Þar af leiðandi feli aðgerðirnar ekki í sér höft á fjármagnsflæði í skilningi 40. gr.
c. Réttlæting (e. justification):
Enda þótt fyrrgreind niðurstaða varðandi höft á fjármagnsflutninga hefði nægt ein og sér, ákvað ESA, í því skyni að tæma umfjöllun varðandi höft á fjármagnsflutningum, að kanna hvort réttlætanlegt sé í einhverjum tilvikum að takmarka frjálst flæði fjármagns með ákvæðum landslaga. Telur stofnunin einungis hægt að fallast á takmörkun þegar um sé að ræða raunverulega og alvarlega ógn við grundvallarhagsmuni samfélags. Að því gefnu að um takmörkun sé að ræða á grundvelli 40. gr. EES þá er það mat ESA að þau teljist réttlætanleg með vísan til þess markmiðs hennar að viðhalda eðlilegri starfsemi íslenska bankakerfisins. ESA vísar til þess að ákvörðun um að breyta röð kröfuhafa hafi verið tekin undir afar sérstæðum kringumstæðum enda lá fyrir raunveruleg hætta á falli alls íslenska bankakerfisins. Af þeim sökum vaknaði verulegur ótti meðal innstæðueigenda um innstæður sínar en ákvæði 6. og 9. gr. neyðarlaganna hafi verið sett með það að markmiði að tryggja þeim vernd. Það er mat ESA að tilvist bankakerfis sé ein af grundvallarstoðum ríkja, ekki aðeins m.t.t. til hagkerfa þeirra heldur og einnig m.t.t. almannaöryggis þar sem greiðslukerfi þeirra byggjast á þeim. Hrun bankakerfis geti leitt til bankaáhlaups af hálfu innstæðueigenda en það geti leitt af sér fall hagkerfis og þar með lagt í hættu samfélagið í heild sinni. Það er mat ESA að neyðarráðstafanirnar hafi ekki verið umfram það sem eðlilegt mætti telja m.t.t. til þeirra markmiða sem leitast var við að ná, þ.e. að vernda íslenska bankakerfið.
Bráðabirgðaniðurstaða ESA:
ESA býður kvartendum að senda inn viðbrögð vegna fyrrgreindra bráðabirgðaniðurstaðna fyrir 15. janúar 2010. Verði endanleg niðurstaða ESA óbreytt hafa kvartendur ekki möguleika til að skjóta málinu til EFTA-dómstólsins og málsmeðferð innan EES væri því lokið. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að íslenskur dómstóll sem fjallaði um sambærilegt mál tengt bankahruninu óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins.
Elle_, 29.5.2010 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.