Hefur skilanefnd Landsbankans enga ábyrgð gagnvart almenningi ?

Eftir Loft Þorsteinsson.

 

Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi. Það er vitað að Landsbankinn var með fullar tryggingar hjá Financial Services Compensation Scheme (FSCS) í Bretlandi og hjá De Nederlandsche Bank (DNB). Samt kemur Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi af fjöllum og segist engar upplýsingar hafa.

 

Landsbankinn hefur verið með undarlegt bókhald, ef skilanefndin getur ekki dregið fram upplýsingar um þær greiðslur eða skuldbindingar sem bankinn hefur innt af hendi vegna innistæðu-trygginganna. Getur raunverulega verið, að skilanefndin telji að almenningi komi ekkert við hvaða kvaðir bankinn hefur lagt á almenning vegna glannalegrar starfsemi hans, eða glæpsamlegra athafna ?

 

Til glöggvunar skal þess getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Hins vegar fekk Kaupþing ekki viðbótartryggingu hjá FSCS fyrr en í febrúar 2008 (FSA No. 222968).

 

Fjölmargar staðfestingar á aðild Landsbankans að tryggingasjóðunum FSCS og DNB liggja fyrir. Þar á meðal eru eftirfarandi fullyrðingar frá fjármála-eftirlitinu í Bretlandi FSA:

  • Icesave was a trading name of Landsbanki Island HF...
  • Landsbanki Islands HF was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001...
  • It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS...

  • If a firm does not have a physical presence in the UK, then they have the option to top-up, but this is not compulsory.

  • We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.
  • Please be aware that there is no maximum levy...

Við sjáum að Icesave kom til í framhaldi af margra ára starfsemi bankans í Bretlandi. Að sjálfsögðu hafði bankinn frá upphafi starfs-heimild frá FSA og þegar hann hóf innlána-starfsemi varð hann að hafa viðurkennda innistæðu-tryggingu hjá FSCS. Mikilvægt er að veita athygli því sem FSA segir um að Landsbankinn hafði starfsstöð (physical presence) í London. Þar með skiptir ekki máli hvort Icesave var rekið frá útibúinu í London eða starfrækt sem dótturfélag.


Eftirfarandi er algeng skilgreining á starfsstöð (physical presence):

 

Physical presence” means a place of business that: 

 

1.  Is maintained by a foreign bank.

 

2.  Is located at a fixed address (other than solely an electronic address or a post-office box) in a country in which the foreign bank is authorized to conduct banking activities, at which location the foreign bank:  

 

  • Employs 1 or more individuals on a full-time basis.
  • Maintains operating records related to its banking activities.

3.  Is subject to inspection by the banking authority that licensed the foreign bank to conduct banking activities.

 

Samkvæmt upplýsingum frá DNB í Hollandi, þá gildir eftirfarandi um starfsemi Landsbankans þar:

  • 30. júní 2006: Fjármálaeftirlit Hollands (DNB) staðfesti skráningu útibúss Landsbankans. Frá þessum degi var Landsbankanum heimil starfsemi í Hollandi, þar á meðal að taka við innlánum almennings.

  • 23. maí 2008: Landsbankinn undirritar samkomulag við Innistæðu-trygginga-sjóð Hollands (DNB) um innistæðu-tryggingar.
mbl.isRannsakar nokkur mál sem varða Landsbankann

PS. Hér verða endurbirtar ýmsar góðar greinar um Icesave-málið. Þessi er ein af þeim og birtist áður 15. þ.m. á vef Lofts Þorsteinssonar verkfræðings, varaformanns Þjóðarheiðurs. Mjög eðlilegt er, að knúið sé á um svör frá skilanefnd Landsbankans. – Form.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Loftur, takk fyrir glöggan pistil. 

Elle_, 26.5.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband