Bretar komnir til að biðja okkur afsökunar á hryðjuverkalögunum – Dáðust að Íslendingum vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Tveir Englendingar eru komnir hingað til lands í merkilegum erindagjörðum með íslenzkum manni, Gústaf Skúlasyni. Þeir taka afstöðu með okkur í Icesave-málinu og hrifust mjög af eindrægni þjóðarinnar eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni. "Loksins þora einhverjir að standa uppi í hárinu á alþjóða-fjármálarisunum!" varð þeim hugsað, þegar þeir fréttu af okkur.

Þetta eru málsmetandi menn í sínu landi, og nánari upplýsingar verða veittar um þá í síðara bloggi hér. Þeir leggja það á sig á eigin kostnað að koma hingað til lands að kynna sjónarmið sín – og bera fram afsökunarbeiðnina vegna hryðjuverkalaga Browns og Darlings, en þeir blygðast sín fyrir þá gerræðisfullu stjórnarathöfn.

En nú eru þeir að boða til fyrsta fundarins annað kvöld (þriðjudag kl. 20). Við hvetjum ykkur til að mæta!

Hér má sjá auglýsingu um fund þeirra:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband