Hollenzki seðlabankinn harðlega gagnrýndur af rannsóknarnefnd hollenzka þingsins vegna of linra skilyrða fyrir Icesave-reikningum

Gagnrýnin gengur út á, að "hollenzki seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave."

Um þetta var frétt í hádegisútvarpi Bylgjunnar, sbr. þessa frétt, sem hér var vitnað til, á Vísir.is: Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega.

Nefndin leggur þó "áherzlu á, að kjarni vandans hafi legið hjá Landsbankanum sjálfum og íslenzka Fjármálaeftirlitinu. Nefndin segir að hollenska seðlabankanum hafi vel verið kunnugt um áhættuna sem fylgdi íslenzka fjármálakerfinu, þar með talið Landsbankanum, í upphafi árs 2008." Þó segir nefndin það "lagalega útilokað að seðlabankinn hefði getað varað almenning við þeirri áhættu þegar Landsbankinn kynnti Icesave-reikningana á hollenzkan markað. Slík aðvörun hefði einnig valdið Landsbankanum miklum fjárhagslegum skaða sem og fjármálakerfinu á Íslandi í heild."

En:

  • Í ljósi þeirrar áhættu sem [hollenzki] seðlabankinn gerði sér grein fyrir að væri af Icesave-reikningunum, hefur nefndin miklar efasemdir sem þá stefnu sem bankinn tók í málefnum Icesave, þá sér í lagi að veita Landsbankanum aðgengi að hollenzka tryggingarinnstæðukerfinu í maí 2008. Nefndin telur að seðlabankinn hefði átt að setja Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenzka fjármálamarkaðinn, enda heimili bæði hollenzk lög sem og evrópsk Hollendingum að gera það.

Hér sannast það enn, að rök halda áfram að hlaðast upp, sem leiða í ljós, að fráleitt er að leggja ábyrgðina á starfsleyfum Icesave-reikninganna á íslenzk stjórnvöld. Evrópubandalags-reglugerðir (og Evrópska efnahagssvæðisins), sem og fjármálayfirvöld og eftirlltsaðilar í Hollandi og Bretlandi eru þar í þungri ábyrgð. Nú hefur hollenzka þingnefndin bent á meðsekt síns eigin seðlabanka á því, hve illa fór.

  • Í niðurstöðu nefndarinnar segir að seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt og þar með hafi verið skapaður grundvöllur fyrir starfsemi Icesave í Hollandi með alþekktum afleiðingum,

segir í lokaorðum fréttarinnar. En hvenær ætli okkar eigin Icesave-stjórnvöld fari að viðurkenna slíkar staðreyndir um ástæður mála?

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:

 

1.      DNB vissi, löngu áður en Icesave starfsemin í Hollandi hófst, að Landsbankinn var of veikburða til að safna miklum innlánum í Hollandi. Þeir höfðu upplýsingar frá Bretlandi og vissu nákvæmlega hvað var í vændum.

 

2.      DNB hafði öll þau tök á starfsemi Landsbankans í Hollandi sem þeir vildu beita.

 

Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina:

 

1.      Höfuðstöðvar Landsbankans voru utan Evrópusambandsins og í því tilviki leggja tilskipanir ESB ábyrgð á eftirliti með rekstri bankans á gisti-ríkið, en ekki á heima-ríkið.

 

2.      Í gildi er svonefnd »meginregla um gistiríkið«. Sú regla skilgreinir, að þegar um alþjóðlega fyrirtækjasamsteypu er að ræða bera yfirvöld landsins þar sem meginumsvifin er að finna, sjálfkrafa ábyrgð á eftirlitinu. Alain Lipietz kom þessari reglu inn í umræðuna, með eftirminnilegum hætti.

 

3.      Landsbankinn var með starfsstöðvar (physical presence) í Bretlandi og Hollandi, en af því leiðir að litið var á hann sem innlendan banka. Bankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í þessum löndum og eftirlitið var á hendi heimamanna.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hrunskýrsla AGS 2005 um Íslands er öllum aðlinum aðgengileg. Hún sannar á grunngrind Íslenska hluthafafjármálgeirans stendur ekki undir ofurávöxtunarkröfum og strax þá þurfi breytingar að verða á því sannanlegt greiðsluþrot sé í farveginum að öðrum kosti inn 1 til 36 mánaða samanber graf. Erlendu bankarnir mun strax í framhaldi farið í samkeppni að byggja upp kröfur til að toppa hagnaðinn án tillits til  þjóðernis neytenda. Hinvegar  mun hafa verið tekið tillit til stöðu við ákvörðunartökur.

2005 er lykill ekki 2006. 

Júlíus Björnsson, 11.5.2010 kl. 15:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Vil minna á að breska fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur ICEsave í London, gerði stórauknar kröfur um bindiskyldu og flutning fjármuna frá móðurfélaginu í Reykjavík.  Þetta gerðist nokkrum dögum fyrir Hrun.  Ef það hefði verið ólöglegt þá hefðu Landsbankamenn sagt "hjúff" og strax farið í mál og sakað FSA um að bera ábyrgð á hruni bankans.

Svo vil ég ítreka, að þó nú sé ljóst að allt hafi verið í kalda koli hjá LÍ mönnum, þá féllu bankar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Sviss  og Danmörku svo dæmi sé tekið.  Aðeins bein björgun ríkisins bjargaði stærstu bönkum Bretlands, Bandaríkjanna, næststærsta banka Frakklands (eða stærsti?), og UBS bankanum í Sviss, sem er ein voldugasta bankastofnun heims.

Eins féllu bankar í Belgíu og Hollandi og þýskir bankar standa margir mjög tæpt, aðeins ríkisaðstoð bjargaði sparisjóðskerfinu hjá þeim.

Hvort er skýringin á þessu brestur í Íslenska eftirlitinu, eða kerfisbrestur í alþjóðlegri bankastarfsemi sem hvorki eftirlit ESB eða USA sá fyrir?????

Hvað hefði gerst á Íslandi ef bankarnir hefðu verið eins og hjá fólki, 05-1,5 af þjóðarframleiðslu???? Hefði þeim veri bjargað????  

Allavega er ljóst að engin af þessu stórum löndum hefðu getað bjargað bönkum sínum ef  bankakerfið hefði verið tíföld landsframleiðsla.  Þess vegna eru menn í steinakasti úr glerhúsum þegar menn reyna að klína ICEsave á Íslendinga vegna þess að stjórnvöld og eftirlitskerfið okkar hafi brugðist.  Ef íslensk stjórnvöld hefðu áttað sig á umfangi vandans og kerfisbrestinum í bankakerfinu, þá hefðu þau verið einu stjórnvöld á Vesturlöndum sem það hefðu gert.

Ég er ekki að afsaka okkar fólk, en þegar kerfi bregst, þá krossfestir þú ekki einstaka þjóð, lausnin er sameiginlegt vandamál þeirra þjóða sem tilheyrðu því. Gleymum því ekki að regluverk okkar var alfarið evrópskt, og stimplað í bak og fyrir af þeim sem núna gagnrýna framkvæmd okkar á því.  Hefði þessi gagnrýni komið fram fyrir Hrun, þá væri hún marktæk, en svo var ekki.

Þess vegna féll bankakerfi Vesturlanda, þjóðir almennt sáu ekki þá svikamyllu sem hafði grafið um sig.  Vandinn var ekki bundinn við okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2010 kl. 17:43

4 Smámynd: Elle_

Og lýsingar Alain Lipietz á eftirlitsskyldu breskra og hollenskra stjórnvalda samkvæmt Evrópulögum fyrir EES ríki eins og Ísland:

Ekki skylt að bæta fyrir Icesave: Alain Lipietz.

Icelanders owe nothing: Alain Lipietz.

Íslendingar skulda ekkert: Alain_Lipietz.

Elle_, 11.5.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kerfið hér byggir á IRR verðtryggðumávöxtunarvaxta íbúðalánum til almennra launþega kemur regluverki EU ekkert við. Þar sem annarstaðar byggir þessi lánaflokkur á YTM verðtryggðum vaxtalánum. Það er þeira sem ekki ákveða laun sín sjálf.

Júlíus Björnsson, 11.5.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband