Íslendingar eru settir að veði fyrir AGS láninu.

*Ríkisstjórn Íslands vissi um kröfur AGS vegna Icesave strax í nóv. 2009!*

Alltaf hefur íslenska ríkisstjórninneitað öllum tengingum AGS-lánsins við Icesave og það þrátt fyrir að svo berlega hefur komið í ljós hið gagnstæða. Það er nú sannað að ríkisstjórnin var að blekkja almenning vegnamálsins.

Í byrjun síðasta árs héldu fulltrúar AGS því fram að það væru engin skilyrði fyrir láninu frá þeim. Eins og sést hér með tilvísun:

Á fundi Grasrótarinnar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn var 16. mars 2009, kom framað engin skilyrði séu sett fyrir endurgreiðslu af AGS-láninu.

Engin skilyrði („adjustment conditions“) voru upphaflega fyrir láni AGS til Íslands, en þau skilyrði verða sett á næstu níu mánuðum, sennilega í sumar. Vandamálið er nú að ríkissjóður er rekinn með halla vegna kreppunnar, nú er hallinn 14% af vergri þjóðarframleiðslu (GDP). Kreppanhefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs hafa lækkað mjög. Eins og áður segir þá er ekki um að ræða að Ísland muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar sem lánið hefur í för með sér.

Engin veð eru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulega til að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.

Ef nákvæmlega er farið í gegnum yfirlýsingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sést það greinilega að þessi tenging mála hafi verið komin inn ca. átta mánuðum síðar. Eftir leit á vefsvæði þeirra sá ég opið bréf sem svar við fyrirspurn opins almenns fundar við sjóðinn. Hér birti ég klausu úr bréfinu sem var dagsett 12. nóvember2009:

First, on theIcesave dispute. Resolution of this dispute has never been acondition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed toinvolve itself in bilateral disputes between its member countries anddid not do so in this instance. However, the Icesave dispute didindirectly affect the timing of the program’s first review since itheld up needed financing from Nordic countries (for whom resolutionof this dispute was a condition). I am sure you will agree that thegovernment’s program must be internally consistent—it makes nosense to agree on a macroeconomic framework if the money is notavailable to finance those policies.

Eftirfarandi má einnig sjá þann 10. nóvember (feitletrað af mér):  

Transcriptof a Conference Call on the Completion of the First Review ofIceland’s Stand-By Arrangement with Mark Flanagan, Mission Chief for Iceland, andFranek Rozwadowski, Resident Representative in Iceland
Washington,D.C., Thursday, October 29, 2009

As everybody is aware, thedispute between Iceland, Britain and the Netherlands concerningIcesave complicated efforts by Iceland to secure additional externalfinancing for the program from other participating countries. Oncethat was resolved and we had adequate financing assurances, we couldmove ahead. I want to add thatthese financing assurances are an important issue. Withoutthe external financing in place for the program, we don't necessarilyhave consistent policies and targets in place. We do need the fullpackage in place before we can move forward.

Það er því alveg augljóst aðríkisstjórn Íslands var algjörlega meðvituð um þessa tengingu ásíðasta ári.

Í ágætri bloggrein Guðmundar Ásgeirssonar kerfisfræðings kemur síðan greinilega framviðurkenning ríkisstjórnarinnar (þessi leynilega) sú sem sett var í fréttir vegna tengsla Icesave og AGS.

http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1044131/

Það er stórfurðulegt aðríkisstjórnin skuli hafa blekkt almenning og haldið áfram aðneita þessu augljósa atriði að minnsta kosti 5 mánuðum eftir að AGS setti sín skilyrði um að samningar um Icesave yrðu kláraðir áður en áframhaldandi hluti lánsins yrði afgreiddur.

Við að fara yfir þessi mál vakna óneitanlega upp ýmsar spurningar:

  1. Getur það verið að AGS hafi sett inn þessi skilyrði í upphafi samnings, en kosið að tjá sig ekki opinberlega um málið fyrr en í nóvember á síðasta ári? Skilyrðin hafi alltaf verið til?

  2. Að ríkisstjórn Íslands hafi vitað um málið frá því upphafi en kosið að tjá sig um málið löngu, löngu seinna heldur en AGS vegna samningastöðu Icesave?

  3. Af hverju er þá þetta misræmi á milli AGS og ríkisstjórnar Íslands?

  4. Af hverju þessar blekkingar við almenning?

  5. Getur það verið að það sé miklu meiri tenging milli þessara mála en látið hefur vera?

Nú er þetta atriði alveg orðiðfyllilega ljóst, en með tilliti til þeirra blekkinga sem hafa áundan gengið er raunhæft fyrir alvöru að spyrja sig hversumikil þessi tenging AGS og Icesaveenekki lengur hvort hún sé. Er verið að reyna að fela hinarraunverulegu ástæður fyrir tengingunum?

 

* Hver er tenging á AGS við Ísland og Icesave?*

Ætla mætti að þegar alþjóðasjóður eins og AGS aðstoðar þjóðir í fjármálaerfiðleikum með lánum, hvort það sé raunhæft að slíkur sjóður vilji ekki tryggja það að hann fái peninga sínatil baka. Sérstaklega þegar þau lönd eiga í mjög miklumfjármálaerfiðleikum. Síðan er skuldastaða Íslands það hroðalega neikvæð að það er ekkert raunhæfi í því að þeir vilji ekki tryggja sig.

Það er því algjörlega fáránlegt að lesa það sem fulltrúar AGS setja inn í yfirlýsinguna:

Engin veð eru tekin íríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulegatil að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.

Sem sagt, þaðsegir í orðunum: AGS mun ætla að sleppa Íslandi ef við getum ekki staðið í skilum með lánið?

Hvaða tryggingar eru settar fyrir endurgreiðslu? Hvað kemur fyrir þjóð semgetur ekki staðið í skilum?

Allir hugsandi menn geta séð hversu fáránlegt þetta er. Í því framhaldi má einfaldlega spyrja sig hvernig í reynd sé háttað með tryggingar á AGS-láninu til okkar?

1. Hafa allar þjóðir tekið aukalán meðfram lánum til þeirrafrá AGS?

2. Hvernig eru þau lán endurgreidd?

3. Hvernig eru slík lán tryggð? Er óeðlilega mikilumframtrygging á þeim lánum?

Óhjákvæmilega koma ýmsir möguleikar upp í hugann. Hugsa mætti sér til dæmis eftirfarandi:

a) Ísland tekurlán hjá AGS.

b) meint skuldastaða vegna Icesave er notuð sem trygging fyrir láni AGS sem væri mögulegt vegna þess að af s.k. Icesave-láni koma engir peningar inn í ríkissjóð, heldur er bara um að ræða greiðslu af meintri skuld. Með þessum hætti er tryggingasjóður fjárfesta (TIF) notaður tilað borga eða tryggja AGS-lánið.

Þaðer síðan mjög sérkennilegt að AGS hafi sett fram tenginguna viðlán til Íslands frá Norðurlöndunum inn í endurskoðunina áAGS-láninu. Sérstaklega vegna þess að hvergi er þess getið nékomu um það einar einustu kröfur í upphafi AGS-lánsins tilÍslands.

Svo við höfum það á hreinu ætlar ríkisstjórnin að veita ríkisábyrgð á láni til TIF sem þýðir að íslenska ríkið ætli að tryggja hina meintu skuld, þannig séð ef ekkert fæst upp í hana, þá lendir á almenningi á Íslandi að borga allar eftirstöðvarnar, sama hversu miklar þær yrðu.

Landsbankinn í Bretlandi og Hollandimun hafa borgað sínar tryggingar í þarlenda tryggingasjóði,alveg eins og aðrir bankar sem hafa starfsstöðvar í þessumríkjum. En greiðslum í þessa sjóði er skipt á milli sérstakraumboðsaðila sem hafa m.a. umsjón með umfangi endurgreiðslna úrsjóðunum. Því eiga Bretar og Hollendingar engar réttmætarkröfur á hendur Íslandi. Afskipti stjórnvalda þessaranýlenduvelda til þessara umboðsaðila eru nær engin í þessaveru. En ef svo kæmi í ljós á einhverjum tíma aðLandsbankinn hafi ekki staðið í skilum með greiðslur ítryggingasjóðina, væri sú vangreiðsla bætt upp af sjóðunumsjálfum, þ.e. umboðsaðilunum, en alls ekki af stjórnvöldum ríkjana!

Í nútímasamskiptum þjóða er hægt á ljóshraða að senda peninga á milli ríkja. Fjármálalegum samskiptum ríkja er oft haldin leyndum. Því skoða menn þann möguleika að það geti verið að Icesave sé hreinlega gervilán til að tryggja AGS-lánið. En augljóslega má velta þessu fyrir sér vegna þess að komið hefur í ljós að það er engin skuld eins og Bretar og Hollendingar halda fram. Sem og sú tenging sem AGS hefur sett inn við Icesave.

Í ljósi alls þessa mætti alveg hugsa sér að farið yrði fram á sérstaka rannsókn um hver séun ákvæmlega tengsl á milli AGS og Icesave, jafnvel með því að leitast eftir aðstoð Wiki-leaks, þ.e. að senda þeim bréf áensku þar sem spurt væri hvort þeir geti aðstoðað okkur íþessu máli.

 

*Afskipti AGS af milliríkjadeilum*

AGS hefur með yfirlýsingum sínum sagt að Ísland þurfi að klára frágang á sínum fjárhagsmálum áður en þeir geti samþykkt áframhald AGS-lánsins (We do need the full package inplace before we can move forward). Þeirgefa þar með því í skyn að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Ísland fái áframhald AGS-lánsins.

Með tenginu AGS vegna Icesave við áframhaldandi fjárveitingu AGS-lánsins til Íslands eru þeir að setja Íslandað veði. Þetta er augljóst mál og algjörlegaófyrirgefanlegt af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að setja fram kröfur á þjóð um að klára einkamála-ágreining áður en að þeir afgreiða lán sem veitt eru ríkjum sérstaklega.

Það er algjörlega ótækt og ólíðandi að sérstakur alþjóðasjóðursem á samkvæmt eigin stofnskrá að vera til þess gerður aðaðstoða þjóðir í sérstökum fjármálaerfiðleikum, skipti sér með þessum hætti af deilum þjóða! Því er það algjör árás á þjóð að setja fram þessar kröfur. Með þessum hætti má í reynd segja að AGS sé að setja Ísland að veði fyrir AGS-skuldinni. Og með því eru þetta orðin afskipti af deilum á milli þjóða.

Spyrjamá hvort það sé sett í reglur IMF að þeir megi hafa slík afskipti af millilandadeilum. En þeir sögðu sjálfir: "TheIMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes betweenits member countries and did not do so in this instance." – Þetta er því algjörlega gagnstætt þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett.

Benda má á að Bretar og Bandaríkjamenn hafa sterk ítök í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem og Hollendingar sem eiga stórfyrirtæki með Bretum og Bandaríkjamönnum. Nefna má til dæmis Shell-olíufyrirtækið í því sambandi.

Óneitanlega kemur hrollur í mann vegna svona framkomu. Eins og fyrr segir mætti kanna hvort hægt væri að setja í gang rannsókn á tengslum milli AGS-lánsinsog Icesave. En þetta mál allt saman virðist vera svo ótrúlega málum blandið vegna afskipta AGS.

Guðni Karl Harðarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband