13.4.2010 | 22:55
Björn Valur Gíslason vill, að forseti Íslands geri það, sem hann sjálfur ætti að gera!
Björn Valur Gíslason alþm. virðist ekki kunna að skammast sín. Þetta er einn alharðasti Icesave-sinninn á Alþingi og hringdi æstur utan af sjó í beina útsendingu á Bylgjunni til að ýta eftir að Svavarssamningurinn yrði samþykktur strax "og þótt fyrr hefði verið"! Þá stóð yfir sumarþing, en Björn Valur skrópaði og var þó varaformaður fjárlaganefndar, sem þá stóð í maraþonvinnu í Icesave-málinu. Þó að það mál hafi vissulega ekkert erindi átt inn á þing, var vanræksla og óðagot Björns Vals fjarri því að vera rétta aðferðin til að jarða málið. (Já, það ber að jarða málið, Björn, ekki "landa því," eins og þú og þínir líkar viljið, þvert gegn lögum og rétti þjóðarinnar!)
Í þingumræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í kvöld veittist Björn Valur svo harkalega að forseta Íslands, að hann var beðinn að gæta orða sinna. "Sagði hann forsetann hafa dásamað útrásarvíkingana allt frá upphafi og hvatti Ólaf Ragnar til að segja af sér," segir í frétt Mbl.is, þrátt fyrir að Ólafur beri enga stjórnskipulega ábyrgð á stjórnarathöfnum.
Hér dúkkar einmitt upp gremjan í vinstri flokkunum við synjun forsetans og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta fólk getur ekki fyrirgefið Ólafi Ragnari að hafa skotið málinu undir dóm þjóðarinnar.
En Ólafur Ragnar er okkar maður stendur vörð um stjórnarskrárbundin rétt Íslendinga til að taka lokaákvörðun um lagasetningu sem miklu kann að varða hvert mannsbarn í landinu. Svo var í þessu máli, og þvílík blessun, að stjórnarskráin reyndist ekki pappírinn einn og formsatriði, heldur varnarvirki þjóðarréttinda.
Menn ættu að varast að hlusta á raddir eins og Kristínar Ástgeirsdóttur (sem af einhverjum undarlegum ástæðum fekk sæti í siðferðis-undirnefnd rannsóknarnefndar Alþingis, þeirri undirnefnd sem átti siðferðibindið í ritröðinni), sem kallar nú eftir róttækri uppstokkun á stjórnarskránni, því að Kristín er einmitt í þeirri pólitísku fylkingu, sem vildi með sem sneggstum hætti ryðja úr vegi öllum hindrunum þ.m.t. lagalegum, jafnvel stjórnarskrárbundnum gegn færibanda-afgreiðslu þessa ömurlega Icesave-máls.
Þókknumst ekki óskum þessa fólks! Og Björn Valur, segðu nú af þér!
Jón Valur Jensson.
Hvatti forsetann til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
Það var athyglisvert að Björn Valur las nánast beint upp úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar... það verður þá að víta rannsóknarnefndia en ekki Björn Val.
En það er gott að Ólafur Ragnar skuli vera ykkar maður... sjá sem ber mikla ábrygð á hruninu með athæfi sínu og lofi um útrásarvíkingana...
Honum var og er alveg sama um Icesave... hann hafnaði bara lögunum um áramótin til að öðlast vinsældir sem voru litla fyrir og hann vissi fyrirfram að skýrsla rannsóknarnefndarinnar myndu þurrkað þær litlu vinsældir alveg út þegar sú skýrsla yrði birt...
Mikil ofboðsleg hræsni birtist í þessari færslu ykkar hérna... eða réttara sagt hjá JVJ... þú mátt alveg eiga þennan forseta í friði fyrir mér... ekki vil ég hann !
Brattur, 13.4.2010 kl. 23:10
Hvers vegna í ósköpunum ætti Björn Valur, nýr þingmaður, að segja af sér? Fyrir að benda á að forseti Íslands hafi tekið þátt í útrásinni? Gáfulegt eða þannig. En að mörgu leyti bjargaði hann eigin skinni með því að staðfesta ekki Icesave hvort sem fólk er sammála honum í þeim efnum eða ekki en ljóst að hann ber ábyrgð og leyfilegt er að benda á það. Hvort hann eigi að fara frá skiptir mig ekki máli.
Skúli (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:17
Jú, Björn Valur ætti að segja af sér og þó löngu fyrr hefði verið, vegna heitrar baráttu sinnar fyrir að koma niðurlægjandi og ólögvörðu Icesave-nauðunginni yfir þjóðina. Og líka vegna fádæma ruddaskapar hans lengi í Alþingi og víðar. Gáfulegt eða þannig, segir Skúli. Jú, það þætti mér líka það eina gáfulega af hans hálfu. Og hvað forsetann varðar: Hann hafði ekkert með stjórnsýslu að gera í glæpum bankanna gegn þjóðinni.
Elle_, 13.4.2010 kl. 23:28
Elle... ertu óánægð með kafla skýrslunar um Ólaf "ykkar" Ragnar ???
Brattur, 13.4.2010 kl. 23:32
Nei, Skúli, Björn Valur, "nýr þingmaður," ætti að segja af sér vegna þókknunar sinnar við alhörðustu Icesave-stefnu Steingríms J. Sigfússonar, Indriða og Svavars. Hann gat ekki beðið eftir því að fá að samþykkja svikasamninginn og mælti manna harðast gegn öllum fyrirvörum við samninginn. Þetta gerði hann þrátt fyrir, að um ólögvarða kröfu um ríkisábyrgð væri að ræða gegn Íslandi og það af hálfu vitlauss aðila í Bretlandi, þ.e. brezka ríkisins, sem átti enga aðild að málinu í reynd.
Ég hef þegar svarað því, að forsetinn bar enga lagalega ábyrgð á bankahruninu, en þeim mun meiri ábyrgð bar núverandi samstarfsflokkur Björns Vals, sem þar til í gær laut leiðsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem þingflokksformanns þrátt fyrir ótal kárínur hans í embætti bankamálaráðherra hæstvirtrar hrunsstjórnar!
Jón Valur Jensson, 13.4.2010 kl. 23:33
Það vita allir að við verðum að samþykkja Icesave og lokum... þökk Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum... sem skuldbundu okkur strax eftir hrun og bundu okkur á höndum og fótum... ekki reyna að koma sökinni á aðra... ekki reyna það.
Brattur, 13.4.2010 kl. 23:34
Já villtu ekki bara láta reka alla þingmenn sem eru ekki sammála ykkur um Icesave af Alþingi, Elle? Það er greinilega ekki leyfilegt að styðja Icesave hérna sem ég er ekki að gera þó margir geri það...
Skúli (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:35
Jón Valur... ertu stoltur af þessum forseta ??????????????
Brattur, 13.4.2010 kl. 23:35
Jú, að vísu ættu allir Alþingismenn, sem berjast fyrir Icesave-glæpnum gegn okkur að flakka, Skúli. Og vegna þess að þeir eru að brjóta illa gegn börnum, foreldrum og öðrum þegnum þessa lands. Það bannaði þér heldur enginn að skrifa þarna, Skúli, hinsvegar erum við fullkomlega andvíg Icesave-kúguninni gegn íslenskum skattborgurum og munum koma með gagnrök. Það er ekki heldur bannað, er það?
Elle_, 13.4.2010 kl. 23:41
Nei að sjálfsögðu ekki, ég er sjálfur ekki hrifinn af þeim en er ekki viss um að það væri endilega rétta lausnin að láta alla þingmennina flakka þó margir hefðu nú ekkert á móti því. Það eru fjölmargir á þingi sem þyrftu að fara fyrir eitt eða annað
Skúli (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:44
Ég þykist vita að þegar Jón Valur nefnir ÓLaf forseta "okkar mann",meini hann okkar þjóðarinnar. Hann var á sama stað þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Er mig að misminna, var einhver á Alþingi sem reif hann í sig,vegna þess.
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2010 kl. 23:46
Brattur er Gísli Gíslason að standa hér uppi í hárinu á okkur vegna Icesave, í ofanálag við ruglandi tal hans um forsetann.
1. Það er eins gott að það komi fram, að forsetinn er okkar maður og þjóðarinnar vegna þess, að hann stendur með henni og vinnur ekki á móti henni í þessu gríðarmikilvæga réttindamáli, sem varðar sæmd okkar og framtíð.
2. Þjóðarheiður hefur aldrei skrifað aukatekið orð um veizlu- og ræðuhöld forsetans, enda er það mál ekki á verkefnalista okkar. Vinsamlega haldið umræðum um þau utan við þessa síðu, sem fjallar um allt annað efni.
3. Já, ég er stoltur af frammistöðu forseta Íslands í Icesave-málinu að mörgu leyti, þótt ég taki ekki undir öll orð hans, enda gengur hann skemmra en Þjóðarheiður.
Skúli, þessi spurning þín kl. 23:35 hefur ekki verið umfjöllunarefni félagsfundar í Þjóðarheiðri, en ég get svarað fyrir mig: Já, ég vildi gjarnan, að þeir þingmenn, sem hafa tekið þátt í stjórnarskrárbrotum vegna Icesave, falli í næstu kosningum og að ábyrgð þeirra á málinu verði könnuð af þar til bærum aðilum.
Ég þakka þér góða athugasemd þess efnis, að þú styðjir ekki Icesave.
Jón Valur Jensson, 13.4.2010 kl. 23:53
PS. Þarna var átt við ræðuhöld forsetans um það efni sem 'Brattur' ræddi.
Jón Valur Jensson, 13.4.2010 kl. 23:56
Ég er mjög stolt af forseta vorum. Hann hefur gert það besta sem hægt var að gera fyrir þjóðina sem hefur verið gert. Hinir pótintátarnir geta ekki stælt sig af neinu slíku. ,,,,,,,,,,,,,,,, Okkur vantar einn Berluskoni, það ætti að vera Óafur.
Gera hlutina, ráð yfir mafíuni, en ekki láta mafíuna ráða yfir sér.
Á Björn Val vantar ekkert nema eyrun, þá er hann fullkominn .......
J.þ.A (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:57
Lesið þið kaflann í Rannsóknarskýrslunni um forsetann og segið mér svo aftur að lestri loknum að þið séuð ennþá stolt af honum.
Brattur, 14.4.2010 kl. 00:11
Gísli bratti, forsetinn er hér til umræðu sem varnarmaður þjóðarinnar.
En leyfðu mér að nota tækifærið til að hvísla í eyra þér: Hefurðu lesið það sem ég hef skrifað á mínu vefsetri um hlutdrægni í sumu því sem fjallað var um í rannsóknarskýrslunni?
Jón Valur Jensson, 14.4.2010 kl. 00:20
Nei, Jón Valur ekki hef ég lesið það en gef mér kannski tíma til þess síðar... þú ert þá einn af fáum sem ekki lofar skýrsluna.
Brattur, 14.4.2010 kl. 00:26
Ég er fljótur að koma auga á villur, Gísli bratti. Sjá t.d. grein mína hér á þessu vefsetri: Ótæk vanþekking nefndarmanna á tryggingum Icesave-reikninganna. Hins vegar held ég, að margt sé afar gott í skýrslunni, kannski umfram allt öll afhjúpunin á glæpsamlegu framferði banka-mannanna, bæði með beinum og grófum lögbrotum og siðlausum viðskiptaháttum. Annars á ég eftir að kynna mér skýrsluna að mestu leyti – og er ekkert feiminn við að játa það!
Jón Valur Jensson, 14.4.2010 kl. 00:37
Mig minnir að það hafi verið Kastljós þáttur frekar en Ísland í dag ,,í vetur þar sem viðtal var við Björn Val,um eignafærslur í kvótaeign og fl,.Hann er ágætur sem söngvari í sprellihljómsveitinni Roðlaust og beinlaust.
Númi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 18:05
Þótt stór hluti þjóðarinnar er forsetanum þakklát fyrir að hafna Icesave lögunum staðfestingar, er Ólafur Ragnar ekki yfir gagnrýni hafinn.
Hann gerði mistök. Hann treysti þessum mönnum og greiddi götu þeirra í mörgum tilvikum hvað varðar viðskipti erlendis. Án efa trúði hann á þessum tíma á yfirburði íslenskra viðskiptamanna.
En eins og fyrr segir, enginn er yfir gagnrýni hafinn.
ThoR-E, 14.4.2010 kl. 20:11
Takk fyrir að svara, AceR og Númi. Nei, forsetinn er ekki hafinn yfir gagnrýni. Hann hefur þó harðneitað opinberlega að hafa gert og sagt ýmsa hluti, sem að því er virðist hlutdrægt og flokkspólitíkst fólk, sakar hann um í hinum svokallaða siðferðislega hluta rannsóknarskýrslunnar.
Elle_, 15.4.2010 kl. 11:03
Gott svar, Elle!
Jón Valur Jensson, 15.4.2010 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.