31.3.2010 | 12:07
Steingrímur tjaldar sínum Pótemkíntjöldum
Steingrímur segir ráðamenn hér telja sig hafa fullnægjandi stuðning áhrifamikilla aðila í AGS við næstu endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins, en forðast eins og heitan eldinn að nefna Bandaríkin á nafn. Hann er sem fyrri daginn uppfullur af orðum hver man ekki eftir ferð hans til Istanbúl? og nú er enn verið að dreifa sínu bjartsýnishjali sama dag og Dominique Strauss-Kahn viðrar óbeinar hótanir fyrir hönd áhrifamikilla ríkisstjórna sem eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru reiðubúnar að nota AGS sem tæki í fjárkúgunarviðleitni sinni gagnvart Íslendingum.
En í stað þess að standa í lappirnar og mótmæla þessum yfirgangi gegn lýðveldi okkar, sem var eitt af stofnríkjum AGS og á fullan rétt á óvilhallri málsmeðferð þar og stuðningi sjóðsins, þá heldur Steingrímur áfram örvæntingarfullum tilraunum til að láta hlutina líta vel út á yfirborðinu. Þetta er ekki þannig að við göngum um með einhver loforð upp á vasann, segir hann til dæmis og: En við höfum verið að skoða hvernig landið liggur" o.s.frv. o.s.frv.
Í stað þess, sem eðlilegt væri, að tala með tveimur hrútshornum við ríkisstjórnir sem hér mátti afhjúpa í lágkúrulegri viðleitni þeirra til að berja okkur undir beltisstað til hlýðni við ólögmætar kröfur þeirra, þá heldur Steingrímur áfram sínum hræðslugæðum gagnvart brezkum og hollenzkum stjórnvöldum! Í stað þess að segja eitthvað bitastætt, sem töggur og hald er í, segir hann það eitt, að ráðamenn hér séu bærilega bjartsýnir á að það séu a.m.k. alger minnihlutaviðhorf ef menn reyna að andæfa því að endurskoðunin fari fram."
Þetta hefði Lenín þótt slappt, herra Steingrímur, og kallað Pótemkíntjöld valdamanna sem eiga ekki lengur yfir vopnabúri að ráða eða kunna ekki með það að fara.
Jón Valur Jensson.
Bærilega bjartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Athugasemdir
Hvað ætli Steingrímur J. ætli lengi og oft að gá og skoða og sjá hvernig landið liggur og lönd liggja yfirleitt? Maðurinn er snillingur í að tala í loðnum gátum og hálf-kveðnum vísum. Eins og pólitíkusa er von og vísa. Já, við ætlum nú ekki að fullyrða neitt núna og getum engu lofað núna og viljum nú ekki segja neitt fast núna um það.
Þurfum við annars nokkur AGS - og Norðulandalán? Viljum við þau? Munu þau ekki fara í ólögleglegan stríðsskatt bresku og hollensku og norrænu ríkisstjórnanna? Mun þeim ekki öllum verða eytt og sóað eins og sandi í Jóhönnu-eyðslu? Og við sköttuð fyrir ofur-eyðsluna og spítölum okkar lokað? Gæfulegt er það.
Elle_, 31.3.2010 kl. 12:49
Þakka þér, Elle, fyrir góðar ábendingar! – Ennfremur fyrir félagsfund okkar í gær, þar sem mál voru rædd af kappi og ýmsu þokað áfram af málefnum félagsins.
Jón Valur Jensson, 31.3.2010 kl. 12:55
Takk, Jón. Nei, ég vil ekki sjá nein stríðslán frá AGS. Og ekki heldur 1 grænan eyri frá Norðulöndunum, meðkúgurum bresku og hollensku ríkisstjórnanna. Og það átti að standa þarna að ofanverðu: Ólöglegan stríðsskatt. Elle
Elle_, 31.3.2010 kl. 13:00
Norðurlandalán - Norðurlöndunum.
Held ég sé ekki vakandi. -_-
Elle_, 31.3.2010 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.