Matsfyrirtæki með móðgandi afskipti af Icesave-málinu!

Því fer sannarlega fjarri, að Icesave-samkomulag muni hugnast Íslendingum, þó að eitthvert matsfyrirtæki, Standard & Poor's, telji "líklegt" að báðum aðilum muni hugnast samkomulag og að það náist á þessu ári. En lesið þessa svívirðu: "Við teljum að enginn samningsaðila vilji að samningar mistakist"!!! – Greinilega telja þeir íslenzku þjóðina ekki samningsaðila, og samt er það hún, sem sameinaðir Icesave-greiðslukröfusinnar heimsins ætlast til að borgi fyrir það, sem hún átti engan þátt í með neinum hætti.

Eyðum ekki frekari tíma í að lesa boðskapinn frá þeim, sem með svo lágkúrulegum hætti taka afstöðu með ólögvörðum kröfum gamalla nýlenduvelda. Þeim væri nær að gagnrýna það stílbrot í fjármálalífi heimsins, sem fólst í því, þegar Strauss-Kahn bergmálaði fjárkúgunaróskir brezkra og hollenzkra stjórnvalda, eins og neðanskráður höf. þessara lína ritaði um í dag.

En í kvöld verður haldinn félagsfundur í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave, að Höfðatúni 12, og ýmislegt á dagskránni. Eins mánaðar og sex daga gömul eiga samtökin nú á 70 félagsmönnum að skipa. Fundurinn hefst kl. 20.15. Höfðatún 12 er rétt fyrir neðan hornið á austurenda Skúlagötu (rétt fyrir neðan gömlu Mjólkurstöðina, nú Þjóðskjalasafn). Inngangur (sem snýr beint að Fíladelfíu) frá Höfðatúni. Kaffiveitingar.

Jón Valur Jensson 


mbl.is Telja líklegt að Icesave-samningar náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband