Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!

Þótt það sé gömul frétt, er vert að það geymist á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, hvernig skoðanakönnun MMR staðfesti hinn mikla straum Íslendinga frá Icesave-stefnu ráðamanna, sem þjóðaratkvæðagreiðslan bar einnig svo skýrt vitni um.

  • Tæp 60% þeirra sem tóku þátt í könnun MMR um hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldbindingar segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi,

segir hér í frétt Mbl.is.

Nánar tiltekið sögðu 59,4% aðspurðra, að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi. 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.

Landsbyggðarmenn eru heldur andvígari (60,4% segja, að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslurnar) heldur en fólk á höfuðborgarsvæðinu (58,8%).

Konur eru talsvert andvígari (61,6%) öllum Icesave-greiðslum heldur en karlar (57,4%).

Ungt fólk er andvígara Icesave en það eldra, og fólk með lágar tekjur er miklu andvígara (68%) öllum Icesave-greiðslum heldur en fólk með meiri tekjur.

Nánar má lesa um alla könnunina á vefsíðu MMR (Markaðs- og miðlarannsóknir, Market and Media Research, nefnist fyrirtækið, Laugavegi 174, Reykjavík, mmr@mmr.is, www.mmr.is), sjá HÉR í pdf-skjali um þessa sérstöku rannsókn, sem fram fór 3.-5. marz 2010 og birt var 8. marz, svarfjöldi: 932 einstaklingar.

Svo vill til, að Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave, sem 67 manns tilheyra nú, eru helztu baráttusamtökin fyrir þeirri stefnu, sem meirihluti þjóðarinnar virðist aðhyllast í þessu máli, sjá t.d. hér: Yfirlýsing um málstað Íslands. Sorgleg er sú staðreynd, að ENGINN ÞINGFLOKKANNA hefur þessa einörðu afstöðu í málinu.

Jón Valur Jensson.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samt ætlar stjórnin að blása til nýrra viðræðna við Bretana og Hollendingana, þrátt fyrir það að meirihluti þjóðarinnar styður ekki viðræðurnar....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2010 kl. 01:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt, Jóna Kolbrún! – Þeir virða ekki RÉTT þjóðarinnar í málinu, ekki SAKLEYSI hennar, og hvernig á þá að búast við því, að þeir virði SIÐFERÐISAFSTÖÐU hennar?

Jón Valur Jensson, 26.3.2010 kl. 01:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Væri nokkur leið að fá þessa "þjóðhöfðingja" á samkomu sem við efnum til. Samkomu úti undir berum himni,í einskonar réttarsal.  Vitni,sækjanda og verjanda svara eftir eið,dóminn kveða upp kviðdómendur. Þessi líking er ekki fjarri lagi. Ég sé Steingrím og Jóhönnu steita á skeri,í rökræðum við okkar kanónur. Ekkert er sanngjarnt í þeirra málflutningi. Það er kominn tími að hrekja þessa vitleysingja úr stjórn þessa lands. Ekkert Icesave,ekkert ESb, burt með Ags.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2010 kl. 03:29

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

AGS flokkarnir gefa skít í þjóðarheiður.

Sigurður Þórðarson, 26.3.2010 kl. 10:04

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Mér finnst þetta vera nokkuð sniðug hugmynd hjá henni Helgu.

Mætti útfæra hana þannig að við almenningur setjum sjálf í gang Réttarsal almennings í landinu og kæmi þá almenningur með einhverskonar ákærur á þá sem hafa brotið afsér gagnvart þjóðinni (á þá við fjármálasukkið og fjármálaglæpina+ spillinguna). Ef enginn af alþingi mæti þá er almenningur búinn sjálfur að kveða upp sinn dóm. 

Með þessu væri verið að samræma og halda utanum brotin og dóm almennings meðfram því.

Í gangi er alþingi götunnar. Hvað með dómsal götunnar? 

Guðni Karl Harðarson, 26.3.2010 kl. 10:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reynum að halda okkur hér við Icesave-málið, eins og mér sýnist Helga gera. – Þakka annars umræðuna.

Jón Valur Jensson, 26.3.2010 kl. 10:25

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón en hún nefnir líka, ekkert ESB og ekkert AGS

Guðni Karl Harðarson, 26.3.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband