Færsluflokkur: Fjármál
9.1.2011 | 12:40
Ólína Þorvarðardóttir talar gegn sannleikanum, ekki í fyrsta, en vonandi síðasta sinn
"Nú er öllum [sic!!!] orðið það ljóst að það borgar sig að semja sig í gegnum þetta," sagði Ólína Þorvarðardóttir í lok þáttar á Bylgjunni rétt fyrir hádegið, hélt þannig áfram að skrökva freklega um Icesave-málið. Lilja Mósesdóttir vill hins vegar fara vel yfir málið, ekki gefa sér það fyrir fram, að semja eigi (með augljósri sneið til Samfylkingar), heldur skoða framlagðan samning vandlega, án þess að gefa sér hver niðurstaðan af þeirri athugun verður.
En meirihluti þjóðarinnar hefur þegar gert upp við sig, að við eigum EKKERT að borga til Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans:
59,4% aðspurðra sögðu í skoðanakönnun, að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi. 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
Frá þessari könnun MMR (Markaðs- og miðlarannsókna) segir nánar HÉR í pdf-skjali, en hún fór fram 3.5. marz 2010 og var birt 8. marz, svarfjöldi: 932 einstaklingar. Sjá nánar hér: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! Þessi niðurstaða kom í raun ekki á óvart, eftir hin afgerandi glæsilegu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-II-ólögin tveimur dögum fyrr, 6. marz.
En Bretavinnumenn eins og Ólína Þorvarðardóttir halda áfram að berja höfði við steininn. Við skulum vona, að hún og aðrir fái ekki heilahristing af því linnulausa framferði sínu! Við ættum virkilega að vona, að þessum múlbundnu Icesave-sinnum auðnist að taka sinnaskiptum að senn fari vanhelg samstaðan í stjórnarflokkunum um þetta óþrifamál Steingríms og Jóhönnu að bresta.
Og hættu að skrökva, Ólína Þorvarðardóttir, þetta var einum of augljóst!
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.1.2011 | 15:12
Staðfesta alls þorra þjóðarinnar – sem fylgja þarf eftir
Það er tímabært að rifja hér upp ágæta yfirlýsingu, sem Þjóðarheiður sendi frá sér eftir þjóðaratkvæðið 6. marz 2010.
Þjóðarheiður samtök gegn Icesave óskar Íslendingum til hamingju með úrslit þjóðaratkvæðisins.
1. Þau úrslit, þar sem 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðu NEI við Icesave-lögunum frá 30.desember, eru merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Því ber að fagna að svo afgerandi meirihluti lét andstöðu sína í ljós. Það er mikilvægur áfangi í varnarbaráttu almennings gegn yfirgangi erlendra ríkja.
2. Um leið og samtökin gleðjast yfir staðfestu meirihluta þjóðarinnar, fordæma þau stjórnvöld fyrir linkind gagnvart erlendri ásælni. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um þau afglöp að láta undir höfuð leggjast að tala máli okkar, og hún hefur ekki komið þjóðinni til varnar gegn kúgun annarra ríkja.
3. Þjóðaratkvæðagreiðslan var nýtt upphaf að baráttu meirihluta Íslendinga fyrir algerri höfnun á kröfum Bretlands og Hollands. Þessi árangur hefði ekki náðst án baráttu hins þögla meirihluta, sem sýndi styrk sinn á þessum merka degi, 6. marz 2010.
4. Réttur almennings til að hafna ólögmætum álögum hefur nú verið staðfestur. Þrautseig þjóð, sem stendur bjargföst á lagalegum grundvallaratriðum og heldur þeim fram af rökvísi, verður ekki sigruð.Jón Sigurðsson forseti hefði verið hreykinn af þjóð sinni á þessum tímamótum.
5. Sérstakar þakkir hlýtur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem sannaði að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalla nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Framvegis þarf að koma í veg fyrir að ólýðræðislegu þingræði verði flaggað sem eðlilegu stjórnarfari á Íslandi. Lýðræðið á sér þann grundvöll að fullveldið er hjá þjóðinni. Það mun ekki verða látið af hendi.
6. Þjóðarheiður hafnar alfarið gjaldskyldu ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar skiptir engu hve langt ráðamenn okkar voru reiðubúnir að ganga, þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar, til að láta ríkissjóð borga gríðarlegar fjárfúlgur vegna máls þessa á fyrri stigum þess, undir óbilgjörnum þrýstingi frá ríkjum sem notuðu sér neyð landsins til að beygja ráðamenn okkar til hlýðni.
7. Nú skiptir mestu að hvika hvergi frá rétti okkar og lagalegri stöðu. Samtökin Þjóðarheiður standa eitilhörð gegn öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga vegna hinnar ólögvörðu kröfu þeirra að veitt verði ríkisábyrgð vegna erlendra skulda banka í einkaeigu.
8. Allar samningaviðræður ríkisins við Bretland og Holland eru misráðnar og hafa leitt til langvarandi deilna og reiptogs sem hefur sett Alþingi Íslendinga í gíslingu, á sama tíma og fjölskyldur og atvinnuvegir glíma við mestu efnahagskreppu síðari áratuga.
9. Samkvæmt skoðanakönnun, sem MMR gerði og var birt 8. marz, telja um 60% landsmanna að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands. Heilbrigð skynsemi segir okkur að almenningur í þessu landi hafi engar skyldur til að greiða himinháar kröfur frá ríkissjóðum 250 sinnum stærri þjóða. Það eru tryggingasjóðir og bankar í þessum löndum sem bera ábyrgð á umræddum kostnaði með iðgjöldum sínum. Kröfugerð Bretlands og Hollands á okkar hendur er hrein fjárkúgun.
10. Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti.Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 21:07
Lilja Mósesdóttir: Icesave-III fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef ekki verði mikill meirihluti Alþingis meðmæltur frumvarpinu
Þetta kom fram í viðtali Sigga storms við hana á Útvarpi Sögu í morgun. Lilja telur útlit fyrir, að meirihlutinn geti orðið verulegur á þingi. Hún segir vaxtakjörin t.d. "betri", en þó sé ýmislegt óöruggt og áhættusamt við Icesave-III-samningnum. Tiltók hún sérstaklega þetta: að íslenzki tryggingasjóðurinn (TIF) hafi þar ekki forgang að eignum þrotabús Landsbankans. Ef hann hefði það, þá væri ekki eins mikil áhætta fólgin í honum.
Sigurður bað hana að setja þetta fram á auðskilinn hátt. Hún sagði þá, að kröfurnar á þrotabúið megi flokka í þrennt:
- kröfu frá hinum íslenzka Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta,
- kröfu frá brezka ríkinu,
- kröfu frá hollenzka ríkinu.
Í Icesave-III-samningnum væru þessar kröfur gerðar jafnstæðar. En ef kröfur TIF fengju forgang, þá fengi hann bæði meira og fyrr greitt úr þrotabúinu.
Lilja hljómaði líkleg til að samþykkja þetta frumvarp, kannski með breytingum, en hún var mjög ákveðin í því, að ef ekki yrði drjúgur meirihluti fyrir því á þingi, þá ætti það að fara í þjóðaratkvæði eins og Icesave-II-lögin.
JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann var enn að mæla með Icesave í Rúv í kvöld, talaði um Icesave-3 sem "miklu betri" samning en miklu "betri" en hvað?! Jú, "betri" en sá samningur sem hann mælti eindregið með 5. jan. fyrir ári!!! Hann fór þá með stóryrði um forsetann, um áhrif þess, að hann beitti 26. grein stjórnarskrárinnar, gleymdi ekki að klína ýmsu á hann í leiðinni, auk þess sem hann fór með fáránlegar hræðsluáróðurs-hrakspár sem hafa EKKI rætzt!
Um þennan Icesave-III-samning sagði Skúli: "gefur von" ! á sama tíma og fagmenn í fjármálum eru eindregið að vara við honum. Og þar að auki er hann ólögvarinn, ólöglegur og brot á stjórnarskránni!
Fjallað verður nánar um hina hraksmánarlegu spádómsgáfu Skúla í grein hér á morgun. Hefði hann verið í Stéttarfélagi stjörnuspámanna, væri löngu búið að reka hann úr félaginu.
En svona karlar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá Ríkisútvarpinu. Af hverju skyldi það nú vera?
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt 5.1.2011 kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2011 | 18:40
EITTHVAÐ AF ENGU ER EKKERT.
Fyrir utan það að ég skilji ekki að enn skuli finnast menn í landinu sem eru viljugir að borga ICESAVE, hef ég aldrei getað skilið að menn sem þó eru andvígir nauðunginni og vilji eðlilega ekki að við borgum eyri, skuli aftur og aftur og sífellt fara NIÐUR á það plan að ræða og skrifa um kjör og vexti af ólöglegri kröfunni gegn íslenska ríkissjóðnum og okkur.
Í nóvember sl, eftir að mér blöskraði skrifin og umræðan um kjör og vexti af fullkomlega ólögvarinni nauðunginni, skrifaði ég þessi orð í eftirfarandi pistli og víðar:
Gerum ekki þau mistök að fara niður á plan vinnumanna rukkaranna að vera að ræða um útreikninga af vöxtum af nauðung eins og hefur sést. Eins og við vitum verður eitthvað af engu alltaf ekkert og neðar okkar manndómi að ræða það einu einasta orði. 0,1% af engu er jafn vitlaust og 190 þúsund%.
HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??
Hversu alvarlegur er höfundur eftirfarandi pistils um að við eigum ekki að borga 1 einasta eyri?? Við getum ekki og megum ekki borga 1 eyri í ólöglegri rukkun. Og ég er sammála Arnari Geir og Lofti og var akkúrat að skrifa nokkur orð um það þegar Loftur kom þarna inn:
Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann.
Gerum ekki þessi mistök. Ólögleg ICESAVE rukkun er jafn ólögleg þó innheimtan hafi minnkað. Við ættum að vera í skaðabótamáli við bresku og hollensku stjórnirnar fyrir ólögmætar þvinganir af þeirra hálfu, ekki borga þeim fyrir skaðann sem þeir hafa valdið okkur. Hættum að ræða kjara- og vaxta-kjaftæði af fjárkúgun. Það er neðar okkar æru að fara niður á það plan. Ærulausir menn borga fjárkúgun og skiptir þar ENGU hvað upphæðin er lág.
ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE.
Directive 94/19/EC:
Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized.
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
E.S.: Verð að játa að ég varð hissa og vonsvikin með svar Gunnlaugs I. í síðunni og í fyrsta sinn að ég viti að ég er honum fullkomlega ósammála. Málið snýst nefnilega ekki um ódýrustu leiðina, heldur réttlæti og æru. Og minni hann á að Evrópuveldið hefur líka verið að kúga okkur í ICESAVE málinu. Sigurbjörn Svavarsson kom svo seinna með ærlegt svar. Félagsmaður benti á að Jóhannes Þór Skúlason, sem kom inn í umræðuna, hafi verið einn af InDefence-mönnum. Skyldi engan undra, InDefence hefur alltaf viljað semja um ICESAVE og þó við skuldum ekki eyri og krafan sé ólögleg.
Elle Ericsson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2011 | 23:38
ERU ÞESSIR MENN AF JÖRÐINNI?
Hví finnast enn ICESAVE-SINNAR eftir alla endalausu umræðuna og lagaútskýringar fræðimanna og lögmanna gegn nokkurri ríkisábyrgð íslenska ríkisins á ICESAVE-FJÁRKÚGUN bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnanna, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og Evrópusambandsveldisins gegn íslenskri alþýðu, æsku landsins, foreldrum og gamalmennum? Já, þrælasamningi sem gæti staðið yfir öldum saman og við skuldum ekki eyri í?
Hver sem enn efast getur farið yfir alla pistla okkar samtaka gegn ICESAVE og yfir allar meðfylgjandi lagaskýringarnar og rök fræðimanna og lögmanna.
Með ólíkindum var að lesa ´rökin´ frá
Og Ragnar Thorisson varð sér líka til óendanlegrar minnkunar með almennu skítlegu orðalagi og endurteknu grjótkasti í forsetann okkar, sama mann og bjargaði okkur frá ICESAVE 2 þann 5. jan sl. Ömurlegt var að lesa illvilja og rökleysu mannanna 2ja, en gleðilegt hvað komu sterk mótrök þar gegn þeim vegvilltu mönnum. Þar af eru nokkrir félagar og stjórnarmenn okkar samtaka gegn nauðunginni: http://www.dv.is/frettir/2011/1/1/forseti-vis-til-ad-boda-thjodaratkvaedagreidslu-um-icesave/
ENGIN RÍKISÁBYRGÐ
Á ICESAVE.
77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
Elle Ericsson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.1.2011 | 18:30
Orð forsetans um Icesave-málið í áramótaávarpi. Boðar hann þjóðaratkvæðagreiðslu á ný?
Í nýársávarpi sínu sagði forseti Íslands ýmislegt um Icesave-málið. Það verður birt hér, ennfremur sú útlegging stj´rnmálafræðings í DV-vitali, að þar hafi forsetinn talað "á þann veg að hann muni boða þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan Icesave-samning."
En þannig talaði forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, í dag:
- "Íslendingar lyfta grettistaki þegar við leggjumst öll á árar. Á liðnu ári sýndi þjóðin að hún getur tekið forystuna. Atkvæðagreiðslan 6. mars var afdráttarlaus vitnisburður um hve vel stjórnskipun lýðveldisins virkar þegar mest á reynir, að þjóðin er fullfær um að fara með valdið sem henni ber. Allt tókst það vel þótt ýmsir spáðu öðru."
Og seinna, í sambandi við stjórnarskrárgerð, segir hann:
"Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið."
Ennfremur:
- "Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins. Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna. Hinn eindregni þjóðarvilji hefur á örlagastundum reynst Íslendingum býsna vel ..."
Áramótaávarpið í heild, í stafrænu formi, er að finna HÉR!
Í frétt DV, FORSETI VÍS TIL AÐ BOÐA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM ICESAVE, er viðtal við Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir, að skilja megi nýársávarp forseta Íslands á þann veg að hann muni boða þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan Icesave-samning. ,,Áhersla hans á að þjóðin ráði og að lýðræðislegt umboð sé sótt til þjóðarinnar var mikil," segir Birgir í samtalinu við DV.is.
- Hann segir að miðað við hversu ríka áherslu forsetinn lagði á að lýðræðislegt umboð sé sótt til þjóðarinnar þá væri hann vís til að synja nýjum Icesave-samningi og að þjóðinn fái úrslitavald um samninginn.
- Í ávarpinu sagði forsetinn að þjóðin hefði verið fullfær um að fara með valdið sem henni bæri. Hann sagði að allir kjörnir menn, hvort sem er á Alþingi, stjórnlagaþingi eða á Bessastöðum hefðu í huga að þeir væru þjónar þjóðarinnar. ,,Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið," sagði Ólafur Ragnar.
Þetta eru góð tíðindi, en samt má enginn sofna hér á verðinum. Veita þarf Alþingi allt það aðhald og andstöðu við Icesave-III-samninginn, sem við framast megnum.
JVJ tók saman.
Gleðilegt nýtt ár, félagsmenn Þjóðarheiðurs, lesendur síðunnar og landsmenn allir!
![]() |
Tímabært að láta af illmælgi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2010 | 14:59
Ummæli um Icesave í Kryddsíld Stöðvar 2
"Það er engin lagaskylda fyrir hendi til að greiða þetta, fyrir því eru engin lög," sagði Bjarni Ben. jr. "Það liggur alveg fyrir, að það er ekki lagaleg skylda [fyrir því að greiða þessa kröfu]," sagði Sigmundur Davíð, talaði þó um möguleika á að kaupa okkur undan hótunum.
Bjarni sagði ennfremur, aðspurður hvort hann myndi samþykkja nýja Icesave-III-frumvarpið: "Ef við metum það svo, að lagalega og fjárhagslega sé áhættan ..." og hér náði undirritaður ekki framhaldinu orðréttu, en inntakið var, að ef þetta teldist hugsanlegt með tilliti til áhættu af málsókn þrátt fyrir að hann endurtæki skýrt fyrirvara sína: "þegar það er engin lagaleg skuldbinding þess að greiða þetta" þá myndi hann og hans flokkur hugsanlega samþykkja frumvarpið. Fram kom hjá honum aðspurðum, að hann "býst ekki við að segja pass," þ.e. sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði, eins og áður sagði, um hótanir og þar af leiðandi um möguleikann á því að kaupa sig undan þeim. "Hversu mikið erum við tilbúin að borga?" spurði hann.
En þjóðin hefur svarað: EKKERT! Við verðum ekki meiri menn á því að láta undan hótunum rangsleitinna ríkisstjórna, sem láta ekki af kröfum sínum, af því einfaldlega að þær vilja ekki missa anditið, enda værum við með slíkri meðvirkni við yfirgang þeirra ekki aðeins að brjóta okkar eigin stjórnarskrá og reglur ESB), heldur værum við líka að ýta þessu gríðarlega gerviskuldarmáli yfir á næstu og þarnæstu kynslóð.
Hér skal þó minnt á skýrari hluti í máflutningi Sigmundar Davíðs. Hann benti á, að mikil áhætta væri til staðar um kröfuuphæðina í raun, en þegar í ljós komi úrslit fyrir dómstólum í málum kröfuhafa, eftir nokkra mánuði, verði komnar nýjar forsendur til að meta þessa líklegu upphæð. Þess vegna, sagði hann, "eigum við að taka okkur tíma í þetta, ekki láta taka okkur á taugum" með því að flýta afgreiðslu málsins. Ekkert liggi á því.
Hann sagði einnig: "Það er ekki rétt [hermt], að þetta mál hafi komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar" hér á landi.
"Menn verða að gæta að íslenzkum hagsmunum, ekki bara að" óttast hótanir eða láta undan þeim, sagi hann.
Öðrum (Þór Saari, Jóhönnu, Steingrími) náði undirritaður ekki í þessari umræðu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Stormur í vatnsglasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 1.1.2011 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.12.2010 | 22:23
Ívar Páll Jónsson: Loksins lyppast þjóðin niður
Pistill (áður birtur í Mbl. 14. þ.m.)
"Landið er að rísa.
Botninum er náð.
Erlend skuldastaða er ágæt, miðað við þjóðir sem við berum okkur saman við.
Aukin skuldasöfnun stuðlar að betra lánshæfi ríkisins og auðveldar aðgengi að erlendu fjármagni.
Það er allt stopp á meðan Icesave-deilan er ekki leyst.
Hallarekstur ríkissjóðs er viðráðanlegur.
Gjaldeyrishöftin eru nauðsynleg.
Íslenska ríkið tók ekki ábyrgð á bönkunum, öfugt við það írska. Þess vegna er staðan miklu betri hjá okkur."
George Orwell þekkti vel hvernig ríkisvaldið hefur tilhneigingu til að hegða sér, til að bæla niður andspyrnu og tryggja sér áframhaldandi vald yfir fólki. Í því er lykilatriði að ná tökum á tjáningunni í samfélaginu.
Ég er ekki að segja að hér hafi myndast alræðisstjórn, sem hefti tjáningar- og ferðafrelsi Íslendinga. Hér er hins vegar við völd ríkisstjórn, sem beitir spunavélinni til hins ýtrasta, til að fólk átti sig ekki á því hvað er í raun og veru í gangi.
Það væri efni í mun lengri grein að rekja öll öfugmælin sem hér voru nefnd í byrjun. Einna augljósasti stjórnarspuninn er þó að hér stöðvist allt atvinnulíf ekkert fyrirtæki fái lánafyrirgreiðslu, verði ekki samið um að skattgreiðendur taki á sig Icesave-skuldbindingu einkabankans Landsbankans. Þvílík fjarstæða.
Eina dæmið sem spunameistarar valdhafanna geta nefnt um slíkt er að Fjárfestingabanki Evrópu, pólitískt Evrópuapparat, setji þetta skilyrði til þess að lána Landsvirkjun. Þeim hefur yfirsést að þrjú stór íslensk fyrirtæki, Össur, Marel og Icelandic Group, hafa öll fengið lán í erlendum myntum á síðasta rúma árinu.
Nú liggja fyrir Icesave-samningar, sem eru í flestu líkir þeim sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í marsmánuði. Vextir eru lægri, en áhættan fyrir ríkissjóð er hin sama. Falli gengi krónunnar hækkar krafa Breta og Hollendinga á íslenska ríkið, en krafa þess í þrotabú Landsbankans er föst í krónum. Þarna getur verið um að tefla tuga eða jafnvel hundraða milljarða króna áhættu fyrir ríkissjóð. Augljóslega batnar lánshæfi ríkissjóðs ekki með slíkum samningum, ekki frekar en einstaklings sem tekur á sig tugmilljóna króna lán.
Því miður bendir flest til þess, að þjóðin ætli að kokgleypa spunann í þetta skiptið, eftir langdregna baráttu við andskota sína í stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan lyppast vafalaust niður, langþreytt og þvæld, og þjóðin hrópar í kór fyrir framan firðtjaldið:
STRÍÐ ER FRIÐUR
FRELSI ER ÁNAUÐ
FÁFRÆÐI ER MÁTTUR
Ívar Páll Jónsson.
Ívar Páll er viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, afar vel upplýstur og hefur ritað þar margar mjög athyglisverðar og í raun ískyggilegar greinar, ekki sízt nú í haust og vetur. Þið takið eftir, að hann er að hafa eftir orð stjórnarsinna þarna í byrjun, í skáletrinu. Þetta er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar. Til að vekja sérstaka athygli lesenda Þjóðarheiðurs-síðunnar á texta Ívars Páls um Icesave, er hann hafður feitletraður hér. JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2010 | 20:31
Jóhanna heldur áfram að skrökva um Icesave
Þótt útlitið sé svart hjá Icesave-stjórninni með e.t.v. eins atkvæðis meirihluta og Guðfríður Lilja á leið á þing úr fríi, í stað tengdasonar Svavars Gestssonar! þá vantar ekki, að Jóhanna beri sig mannalega. En hún sagði grófari hluti í kvöldfréttunum, um Icesave, heldur en í Mbl.is-viðtalinu. Þetta sagði hún orðrétt í kvöldfréttum:
- Það viðurkenna allir, að góður samningur er á borðinu ...!!!
Og hún segist bjartsýn! (sic). Tekst henni það með því að búa sér til sýndarveruleika?
Þetta eru hrein ósannindi, að "það viðurkenni allir", að Icesave-III sé "góður samningur". MARGIR marktækir menn, ekki sízt þeir sem sérfróðir eru á sviði viðskiptamála, hafa varað mjög við áhættu þessa samnings, því að óvissan er svo mikil þar um mörg atriði. Verður birt hér í kvöld, kl. 22.22, eindregin grein færs manns á þá lund raunar þvílík, að nægir til að snúa mörgum manninum.
Í 2. lagi verður að benda forsætisráðfrúnni á, að fæstir hafa kynnt sér þennan samning i raun.
Í 3. lagi hefur verið bent á, að enn eru margir verstu ágallarnir á Icesave-I og Icesave-II látnir fylgja þessum nýja samningi, þ. á m. að eignir ríkisins eru lagðar að veði.
Í 4. og raunar fremsta lagi hafa ýmsir menn ítrekað það nú sem fyrr m.a. Vigdís Hauksdóttir alþm., Sigmundur Daði Gunnlaugsson og jafnvel Bjarni Benediktsson einnig InDefence-menn og að sjálfsögðu við hér í Þjóðarheiðri að fjárkröfur Breta og Hollendinga styðjast ekki við nein lög, þetta eru ólögvarðar kröfur og ennfremur bent á, að þær fela beinlínis í sér lögbrot (sbr. t.d. skrif norsks þjóðréttarfræðings um það), jafnvel beinlínis stjórnarskrárbrot!
Jóhanna Sigurðardóttir má ekki bjóða þjóðinni upp á ósannindi í þessu máli.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Jóhanna blæs á framsóknarsögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)