Færsluflokkur: Spaugilegt
- Jón Gnarr segist sjálfur hyggjast greiða atkvæði með Icesave-samkomulaginu. Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt.
Þetta kom fram í viðtali hans við austurrísku fréttastofuna APA, eins og fréttin er færð okkur í Mbl. í dag, bls. 7, undir fyrirsögninni Orðinn leiður á málinu.
Hvernig ætli færi fyrir músinni, ef hún héldi, að hún gæti kosið kattarógnina í burt með því að handsala griðasamning við köttinn?
Það er beinlínis hættulegt að hafa lata menn og hugsunarlausa við völd.
Jón Valur Jensson.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
5.3.2011 | 03:01
Hún flækir sig ekki í formlegheitunum þessi!
Ég sem þátttakandi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave fagnaði breytingu kjosum.is í upplýsingamiðstöð um Icesave-III, en leizt hreint ekki á blikuna, þegar þar blasti við greinin Taktu þennan samning og troddu honum, með þessu afar óformlega, ógæfulega upphafi:
- "Já hæ. Ég hef sjaldan skipt mér af neinu sem skiptir einhverju máli þannig lagað. Ég hef aldrei staðið froðufellandi í kokteilboði kyrkjandi gestgjafann yfir kvótakerfinu eða ísbjörn eða ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn eða hvort Steingrímur J. sé meðidda eða ekki."
En þegar lengra var lesið og nánar að gáð, kom í ljós, að þetta var hinn magnaðasti lestur, bráðskemmtilegur og leiftrandi, eftir einhverja Láru Björgu Björnsdóttur, bláfátæka manneskju í þokkabót og því varla mjög bláa í pólitík, og sannarlega er hún ekki bláeyg á þá spilltu mynd af sósíalisma Steingríms J., að ríkinu og þjóðinni beri að borga skuldir óreiðumanna.
Endilega smellið ykkur inn í þessa grein á slóðinni hér ofar!
Jón Valur Jensson.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)