Færsluflokkur: Vísindi og fræði
21.5.2011 | 11:24
Eiríkur Bergmann Einarsson fær verðugar athugasemdir við ýmsar fullyrðingar sínar í ritdómi eftir Baldur Arnarson
- "Blind alþjóðahyggja og trú á yfirburði útlendinga gagnvart eigin þjóð geta verið merki um skort á pólitískri siðfágun, rétt eins og lýðskrum af meiði þjóðernishyggju.
- Eiríkur Bergmann kýs að láta þessa hlið mála ósnerta þótt einnig megi tína til öfgar í þessa veru sem og þá staðreynd að í Icesave-deilunni var gripið til alþjóðaraka sem reyndust haldlaus þegar á hólminn var komið. Hvaða afstöðu sem menn tóku í deilunni er varla vafamál að ef gáfumannafélagið við Hallveigarstíg hefði fengið sínu framgengt í aðdraganda fyrri Icesave-kosningarinnar hefðu afleiðingarnar getað orðið þvílíkar að hroll vekur.
- Voru þeir ósiðfágaðir sem gripu til þjóðernisraka í þeirri deilu? Eiga allir þeir sem töldu íslenskri þjóð ógnað skilið að verða settir undir hatt þjóðrembu og lýðskrums? Getur verið að túlkun höfundar á þjóðernisvitund eigi lítið skylt við þá samkennd sem kom fram í blysför andstæðinga Svavars-samningsins? Var sú greining röng að erlend ríki beittu Ísland þrýstingi? Svo er það allur hræðsluáróðurinn. Bar hann pólitískri siðfágun vitni?
Þetta eru tímabær orð Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Mbl. í ritdómi hans, Sögur af skríl, vegna nýútkominnar bókar Eiríks, Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður. (Sbr. einnig hér.)
JVJ.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2011 | 01:51
Tímabær yfirlýsing Samstöðu – aðhald að Lagastofnun HÍ
Það er eðlilegt að krefjast þess að kynningarefni Lagastofnunar um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Því miður er fullt tilefni til að vera þarna á varðbergi. Helgi Áss Grétarsson gegnir mikilvægu hlutverki í Lagastofnun, og nú stendur til að nota hann í hlutverki "hlutlauss" eða "óhlutdrægs" fræðimanns, þótt hann hafi þegar verið meðmælandi Icesave-I (Svavars-smánarsamningsins!) og Icesave-III, sem erindreki ríkisstjórnarinnar. Það getur naumast talizt rétt, að hann fái með mjög virkum hætti að starfa hjá þessari Lagastofnun að gerð kynningarefnis um Icesave, maður sem berst opinberlega fyrir því að Icesave-III-lögin verði samþykkt! JVJ.
"Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis," segir í yfirlýsingunni. Hún er HÉR! á vef Samstöðu, en hér líka í heild:
Samstaða þjóðar gegn Icesave
gerir athugasemdir við þá ákvörðun Alþingis að fela Lagastofnun HÍ
gerð kynningarefnis vegna þjóðaratkvæðis um Icesave-III.
Sent ýmsum fréttastofum.
Samstaða þjóðar gegn Icesave er samtök einstaklinga, sem eru andvígir Icesave-kröfum Bretlands og Hollands. Fyrsta verkefni Samstöðu var að standa fyrir undirskriftasöfnun á www.kjósum.is. Núverandi verkefni er að upplýsa almenning um staðreyndir Icesave-málsins og afhjúpa þær rangfærslur sem ríkisstjórnin og erindrekar hennar stunda.
Nú hefur Alþingi falið Lagastofnun HÍ að gera kynningarefni um Icesave-samningana vegna þjóðaratkvæðisins sem verður haldin 9. apríl 2011. Lagastofnun HÍ hafði með höndum gerð kynningarefnis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 og fórst það óhönduglega. Jafnframt verður að telja óeðlilegt að Helgi Áss Grétarson standi að gerð "hlutlauss" kynningarefnis, þar sem hann er einn helsti erindreki ríkisstjórnarinnar og boðberi þess að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðinu 9. apríl 2011.
Sem dæmi um mistök, sem Lagastofnun gerði við kynningu á málsatvikum fyrir þjóðaratkvæðið um Icesave 6. mars 2010, má nefna:
1. Lagastofnun HÍ nefndi ekki að Landsbankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Þar voru því fyrir hendi tryggingar sem voru mun hærri en lágmarkstrygging ESB. Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250).
2. Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir að Icesave-samningarnir brutu 77. grein stjórnarskrár Íslands, sem áskilja að »enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.« Lög nr. 1/2010 sem kosið var um í þjóðaratkvæðinu 6. mars 2010 gátu því ekki haldið gildi þótt þau hefðu verið samþykkt. Sama á við um lög nr. 13/2011, sem fyrirhugað er að kjósa um 9. apríl 2011. Brot á stjórnarskránni er alvarlegt afbrot og lög sem brjóta stjórnarskrána geta ekki staðið lengi.
3. Lagastofnun HÍ gerði ekki grein fyrir, að enginn aðili í landinu hefur heimild til þess þvert gegn stjórnarskrá að afsala lögsögu Íslands, eins og ætlunin var að gera með Icesave-lögunum og ennþá er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar. Allir þegnar landsins og stofnanir eiga rétt að njóta »laga og réttar« sem stjórnarskráin og lög frá Alþingi veita. Verði Icesave-lögin samþykkt, eru miklar líkur til að þau verði kærð vegna brots á stjórnarskránni.
Samstaða þjóðar gegn Icesave gerir þá kröfu til Lagastofnunar HÍ að það kynningarefni sem hún lætur frá sér fara um Icesave-málið verði óhlutdrægt og lögfræðilega rétt. Ekki er heldur ásættanlegt að erindrekar ríkisstjórnarinnar starfi hjá Lagastofnun HÍ við gerð kynningarefnis um Icesave, samtímis því að þeir berjast opinberlega fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt. Einnig verður að teljast réttlætiskrafa að Samstaða þjóðar gegn Icesave, sem er ein stærsta fjöldahreyfing í landinu, hafi aðkomu að gerð kynningarefnis um Icesave. Væri eðlilega staðið að málum, fengju allir virkir aðilar að Icesave-deilunni að koma að gerð kynningarefnis.
Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn Icesave,
Loftur Altice Þorsteinsson,
Gústaf Adolf Skúlason,
Pétur Valdimarsson,
Axel Þór Kolbeinsson,
Borghildur Maack,
Hallur Hallsson,
Jón Valur Jensson,
Rakel Sigurgeirsdóttir.
Vilja aðkomu að gerð kynningarefnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 12:50
Hið vitlausa Moody's-mat
- Moody's snýr öllum hlutum á haus.
- Nú heitir það gott að skulda sem mest.
- Með okið á bakinu erum við laus
- við áhættu' á hruni og lánshæfisbrest.
- Að standa á réttinum stoðar þig lítt,
- því staðreynd er þetta: að svart er hvítt.
Makalaust vitlaust er lánshæfismat Moody's, þó harðneitaði stjórnarmeirihlutinn þeirri beiðni hins íslenzka greiningarfyrirtækis GAM Management hf. (GAMMA*) að kallað yrði eftir öðru lánshæfismati erlendis frá. Um málið var fjallað í fréttaskýringu eftir Örn Arnarson í viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag: Höfnun Icesave gæti sent lánshæfið í ruslflokk. Þar er ýtarlega sagt frá dómsdagsspám Moody's og þeirri fráleitu fullyrðingu þess, að samþykkt hinna óvissu Icesave-reikninga styrki lánshæfi Íslands. En þið megið ekki fara á mis við þetta söguyfirlit sem þar fylgir í grein Arnar:
- Matið í hæstu hæðum fyrir bankahrunið 2008
- Moody's hefur lengi haft lánshæfi íslenska ríkisins í góðum metum og á síðustu árum hefur matsfyrirtækið fremur haldið að sér höndum við að lækka lánshæfismatið þó svo að augljóslega hafi tekið að syrta í álinn. Þannig mat Moody's lánshæfiseinkunn íslenska ríkið með allra traustasta móti í september 2008. Í febrúar árið undan hafði matsfyrirtækið veitt íslensku viðskiptabönkunum þrem hæstu lánshæfiseinkunn en það var meðal annars gert í krafti þess sem var talið traust staða ríkisins og mikil geta þess til að endurfjármagna bankakerfið ef það lenti í þrengingum.
- Íslenska ríkið var með hæstu lánshæfiseinkunn frá Moody's allt frá árinu 2002 til mars árið 2008. Þá lækkaði einkunnin niður í Aa1 sem er aðeins einu þrepi frá hæstu lánshæfiseinkunn. Í október sama ár lækkaði þó Moody's einkunnina niður í A1 en skuldabréfaútgefendur með slíka einkunn teljast þó vera í traustara lagi. Í desember sama ár var einkunnin lækkuð niður í Baa1 sem skilgreinist sem efri flokkur áhættusamra en þó fjárfestingarhæfra útgefenda. Það var ekki fyrr en í nóvember árið 2009 sem íslenska ríkið fékk einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum, en það er lægsti flokkur fjárfestingarhæfra útgefanda. Einkunnin hefur verið þar síðan þá. (Morgunblaðið, 24. febr. 2011, viðskiptablað, s. 4. Sami viðskiptablaðamaður Morgunblaðsins, Örn Arnarson, á aðra stærri, mjög athyglisverða grein í sama blaði: Milli skers og báru vegna Icesave.)
Um þetta matsmál er ennfremur fjallað í góðum leiðara Mbl. í dag: Spádómar Moody's ("Fyrirtækið gaf íslensku bönkunum hæstu einkunn rúmu ári fyrir bankahrunið ...").
Við höfum vegið og metið og léttvægt fundið þetta sennilega keypta lánshæfismat Moody's** í pistlum hér á vef Þjóðarheiðurs:
- Micha Fuchs: Moodys and Iceland. (Fjallar líka almennt og á afhjúpandi hátt um Moody's.)
- Loftur Þorsteinsson: Ósæmileg framganga matsfyrirtækisins Moody's
- Ennfremur þessi grein á vef undirritaðs: Tökum ekki mark á þessu ótrausta lánshæfismati Moody's
Jón Valur Jensson.
* Sjá umsögn GAMMA.
** Margt virðist benda til, að kaupandinn sé Steingrímur J. Sigfússon og hans Icesave-sálufélag, en ríkissjóður látinn borga reikninginn. Ef það reynist ekki rétt, má vel vera, að Bretar hafi tekið að sér að borga reikninginn í þetta eina sinn. Hinu skal ekki gleymt, að lánshæfismat þessa Moody's var það eina, sem Icesave-stjórnin vildi kaupa undir lok ársins 2010 til að segja til um "álit umheimsins" á Icesave-III-samningnum ...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)