Færsluflokkur: Evrópumál
18.3.2016 | 15:25
Halla Tómasdóttir Icesave- og ESB-kona!
Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, sem býður sig nú fram til embættis forseta Íslands, varði ekki sakleysi og hagsmuni þjóðarinnar í Icesave-málinu. Hún tók þátt í því að lýsa "Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group [...] bestu viðskipti Íslendinga árið 2007" (!!!) sjá nánar HÉR (einnig hér á Eyjunni).
Það kemur því ekki á óvart, að ekki mótmælti hún nauðungarsamningum ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu við Breta og Hollendinga um að láta ríkissjóð borga hinar ólögvörðu Icesave-skuldir Landsbankans, því að Halla átti það sameiginlegt með þeim báðum að vilja umsókn Össurar Skarphéðinssonar & félaga um inntöku landsins í það stórveldabandalag, sem ítrekað reyndi að þvinga og þrýsta okkur til að gefast upp í Icesave-málinu, og sjálf var hún meðlimur harðlínuhópsins með öfugmælaheitinu Já Ísland! eins og sést á vefsíðumynd úr félagatali þess!
Halla Tómasdóttir á því sízt neitt erindi í embætti forseta Ísands.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Halla Tómasdóttir býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt frétt á vef slitastjórnar gamla Landsbankans, voru síðustu eftirstöðvar forgangskrafna í slitabú bankans vegna Icesave greiddar að fullu [11. jan. sl.]. Þar með liggur fyrir að ekki ein króna hefur verið lögð á herðar skattgreiðenda vegna málsins og mun það aldrei gerast úr þessu. Öll upphæðin sem um er að tefla hefur nú verið greidd af slitabúi gamla bankans, fyrir utan 20 milljarða sem hafa verið greiddir af sjálfseignarstofnuninni Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta.
Þessar málalyktir eru nákvæmlega þær sem stefnt var að með undirskriftasöfnun kjósum.is þar sem skorað var á forseta Íslands að hafna lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave, í kosningabaráttu sömu aðila í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvörðun forseta, og málsvörn Íslands gegn Eftirlitsstofnun EFTA fyrir EFTA-dómstólnum þar sem fullnaðarsigur vannst fyrir hönd Íslands.
Þau málsrök sem urðu til þess að málið vannst að lokum voru að mestu leyti þau sömu og færð höfðu verið af aðstandendum þeirra hreyfinga sem stóðu að undirskriftasöfnuninni og sem mæltu gegn ríkisábyrgð í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það má því segja að íslenskar grasrótarhreyfingar hafi haft betur, ekki aðeins gegn Bretum og Hollendingum, heldur einnig Eftirlitsstofnun EFTA sem höfðaði málið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem stefndi sér inn í málið til meðalgöngu í fyrsta skipti í sögu EFTA-dómstólsins gagngert í því skyni að taka undir málstað andstæðinga Íslands.
Fyrir utan það að vera afar merkileg útkoma í lögfræðilegum skilningi, er fyrst og fremst ánægjulegt að málinu sé lokið á farsælan hátt. Það gæti jafnvel verið tilefni til að halda upp á daginn með því að kveikja á kertum.
Þessi grein Guðmundar birtist fyrst á Moggabloggi hans 12. jan. sl. og er endurbirt hér, með góðfúslegu leyfi hans, að ósk Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave.
![]() |
Icesave greitt að fullu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2016 | 03:57
Aumingja Oddnýju brá, þegar Árni Páll sagði sannleikann!
Oddný Harðardóttir veit sem er, að smánarleg meðferð Icesave-málsins af hálfu hennar flokks varð eins og mylnusteinn um háls hans í kosningunum 2013, á sama tíma og málið lyfti Framsóknarflokknum hátt í hug margra og í atkvæðatölum þá, enda hafði hann einn flokka í heild staðið vaktina og tekið lokaáhlaupið með þjóðinni gegn því sem eftir var af Icesave-samningunum. 70% þingmanna greiddu með sínum afvegaleidda hætti atkvæði með Buchheit-samningnum, illu heilli, en forsetinn studdur þjóð og einum flokki vann þar frækinn sigur, eins og sýndi sig snemma árs 2013 í réttlátum úrskurði EFTA-dómstólsins.
En fyrrverandi ráðherrann Oddný Harðardóttir vissi upp á sig ærna skömmina og "vildi [því] ekki tjá sig efnislega um þau atriði sem Árni [Páll Árnason, formaður hennar] nefn[di] í bréfi sínu" í gær, þar sem hann eðlilega útlistaði ýmis mistök sem hann kvað hafa verið gerð af hálfu Samfylkingarinnar, en þar var Icesave-málið einna efst á blaði.
Til hamingju, Árni Páll.
Samúðarkveðja, Oddný og þín stöðu hross í flokknum gráa og guggna.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bréf Árna Páls kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 04:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2016 | 17:07
Vill einhver Icesave-þjóninn Baldur Þórhallsson á Bessastaði?
Baldur Þórhallsson, milljóna styrkþegi ESB, átti létt með að fylgja Brussel-stefnunni um Icesave. Nú bregður nýrra við, ef einhverjir telja slíkan mann hæfan til að taka við af varnarmanni þjóðarinnar, Ólafi Ragnari, á Bessastöðum.
Menn ættu að rifja upp greinar eins og þessa: Baldur Þórhallsson telur vinstri flokkana ekki hafa talað (nógu mikið) fyrir Icesave-svikasamningunum!
En um ESB-málflutning Baldurs, sjá Fullveldisvaktina í dag.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Baldur og Felix á Bessastaði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2015 | 20:42
Landsfundarsamþykktir til þess eins að þingflokkur Sjálfstæðisflokks sturti þeim niður?
Tvisvar sveik flokksforystan þjóðina í Icesave-málinu, svo aftur um ESB-umsókn. Bjarni Ben., helztu vopnabræður auk þrælslundaðra þingmanna (fáar undantekn.) kusu með fyrirvarasamningnum* og Buchheit-samningnum líka (með alræmdu "ísköldu mati" Bjarna, ÞVERT GEGN landsfundarsamþykkt sem hafnaði eindregið Icesave-samningum).
Sú spurning vaknar því: Til hvers eru landsfundir flokksins að koma saman að gera samþykktir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins óvirðir svo með öllu?
Það er sniðugt að setja núna upp sátta- og eindrægni-svipinn til að draga úr líkum á gagnrýni á forystu flokksins fyrir svik við síðasta landsfund, svik sem voru e.k. déja vu eða endurtekning með Icesave-málið í huga, og samt fær þessi formaður að hanga á valdastóli.
Jafnvel eftir að Evrópusambandið hafði veitzt harkalega að þjóðarhagsmunum okkar í tveimur meginmálum: 1) með því að herja endalaust** og af ótrúlegri óbilgirni*** á okkur vegna hinna ólögvörðu krafna Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesave-reikningum einkabanka og 2) með þeirri ofsafrekju sinni að vilja banna okkur að mestu leyti veiðar á makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu (rúml. 2% af makrílveiðum í NA-Atlantshafi vildu þeir "leyfa" okkur að veiða, þótt hann væri einkum hér!), -- jafnvel eftir þessa bitru reynslu af fjandskap Evrópusambandsins létu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sér detta í hug að gera það til þjónkunar þessum Brussel-herrum að svíkjast um að uppfylla kröfu landsfundar flokksins 2013 um að hætt skyldi við hina ólögmætu Össurarumsókn um "aðild" að þessu valdfreka stórveldabandalagi.
Íhaldssamir menn og þjóðræknir, þeir, sem virða lög og reglur og þjóðarhagsmuni, munu ekki með léttu loka augunum fyrir því, að Bjarni Benediktsson hefur með aðgerðum sínum kosið ábyrgðarlausa tækifærisstefnu í stað trúnaðar við félagsmenn í flokknum.
Og jafnvel verra er, ef forystan gerir þetta Evrópusambandinu til þægðar. Ein af tillögunum, sem liggja fyrir landsfundi, er um stjórnarskrárbreytingar. Þar er ætlunin að láta samþykkja heimild til framsals ríkisvalds og binda jafnframt svo um hnútana, með sérstöku ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, að slíkar megi ekki halda um samninga um þjóðréttarmál! Það gengur vart hnífurinn milli þessarar hugsunar og stefnu hins ólögmæta "stjórnlagaráðs" undir áhrifastjórn ESB-vinarins Þorvaldar Gylfasonar að leyfa slíkt fullveldisframsal (í 111. grein tillagna "ráðsins"), en banna um leið (í þeirra 67. grein), að þjóðin geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um að hætta við þjóðréttarsamning eins og þann sem innsiglar inntöku í Evrópusambandið!
Það er illa komið fyrir þessum Sjálfstæðisflokki, ef hann samþykkir tillögu á borð við þessa. Bæði forysta hans og utanríkisráðherrann Gunnar Bragi hafa brugðizt í ESB-umsóknarmálinu og virðast jafnvel sýna Brusselvaldinu vaxandi meðvirkni á ýmsum sviðum (m.a. með nýjum og stórvarasömum reglum um tollavernd landbúnaðarvara, sbr. H É R).
* Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu þá atkvæði með Icesave-samningnum fyrir utan Illuga Gunnarsson, sem var fjarstaddur, og hina sönnu sjálfstæðismenn Birgi Ármannsson og Árna Johnsen, sem sögðu nei. Þetta var undir lok ágústmánaðar 2009. Sjálfur var undirritaður svo reiður meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirvaralögin, að ég sagði mig þá úr flokknum, eftir 37 ára félagsaðild, sbr. þessa grein.
** Undir lokin kaus ESB að láta kné fylgja kviði með því að eiga meðaðild að kærumáli Breta og Hollendinga gegn okkur í EFTA-dómstólum (þar sem þessir aðilar töpuðu allir smánarlega, og við þurftum ekki einu sinni að borga eigin málskostnað!).
*** Óbilgirnin birtist ekki hvað sízt í "gerðardómi" sem Evrópusambandið skipaði fulltrúa þriggja stofnana sinna í: framkvæmdastjórnar ESB, Evrópska seðlabankanns og ESB-dómstólsins í Lúxemborg. Árni M. Mathiesen hafði þá sem ráðherra vit á að skipa EKKI fulltrúa Íslands í gerðardóminn, og það var eins gott, því að þessir þrír fulltrúar dæmdu allir Íslendinga seka og greiðsluskylda um Icesave-kröfurnar! -- og gerðu það þvert gegn tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ekki landsfundur deilna og átaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 24.10.2015 kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2015 | 20:52
Hreint borð hjá TIF og alger þjóðarsigur í Icesave-máli
Þessu fögnum við í dag. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta hefur gert upp við Breta og Hollendinga og þeir fallið frá öllum kröfum í Icesave-málinu. Það, sem við héldum fram í Þjóðarheiðri frá upphafi, hefur nú komið á daginn með þessu uppgjöri málsins og greiðslu 20 milljarða króna, svo að enginn fær lengur um það efazt: að ríkissjóður hafði ENGA greiðsluskyldu vegna Icesave-reikninga einkabankans Landsbankans, einungis til þess settur tryggingasjóður, TIF, eftir því sem í hann hafði safnazt. Og það, sem safnazt hefur í hann síðan 2008, fer ekki til að greiða þetta til Bretlands og Hollands, einungis það sem komið var í hann fyrir bankakreppuna.
Síðasta áfanga þessa eftirminnilega sigurs Lýðveldisins Íslands er náð. Orðstír og heiður lands og þjóðar er auglýstur sem óvefengjanlegur í þessu máli, þar sem við mættum harðri andstöðu, ekki aðeins ríkjanna tveggja, heldur einnig Evrópusambandsins, sem stóð algerlega og margítrekað með ýmsum hætti með brezku og hollenzku kröfunum í málinu. Ennfremur mættum við andstöðu handbenda ESB í Samfylkingunni, sem síðan togaði í Tvíbjörn (Steingrím J.), sem því næst togaði í alla sína Þríbirni sem höfðu ekki hugrekki eða siðferðisþrek til að standa gegn ofríkinu.
Ekki nóg með það, heldur brást stjórnmálastéttin nær öll á síðasta stigi baráttunnar, með því að 75% þingmanna kusu með Buchheit-samningnum, sem þjóðin þó hafnaði svo farsællega í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir alla álitsgjafana sem Rúvarar og 365-arar tefldu fram, úr háskólunum og úr atvinnulífinu (m.a.s. forseta ASÍ). Hneisa þeirra hverfur ekki í bráð.
Þeim mun meiri þakkarskuld eigum við að gjalda mönnum eins og herra Ólafi Ragnari Grímssyni (öllum öðrum fremur) og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og þeim Framsóknarmönnum öllum, sem greiddu atkvæði gegn Buchheit-samningnum, en án þeirrar framgöngu þeirra hefði forseti landsins naumast getað vogað sér að hafna því að staðfesta lagafrumvarpið, gegn allsherjarsamþykkt þingsins.
Við þökkum líka InDefence-hópnum og Samstöðu þjóðar gegn Icesave sem hvor um sig stóðu að undirskriftasöfnunum þeim, sem liðsinntu forsetanum svo vel til réttrar ákvörðunar.
Síðast, en ekki sízt vil ég þakka félögum mínum í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave, fyrir þeirra þátt í þeirri vitundarvakningu og aleflingu fjöldans, sem varð í fyllingu tímans eins og kraftmikið fljót sem ryður úr vegi öllum hindrunum.
Og við þökkum nú fyrir þennan heilladag í baráttusögu þjóðar!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Fullnaðarsigur í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir kusu hann báðir! Ekki aðeins tókst þeim næstum að koma í veg fyrir sýknudóminn 28. jan. 2013, heldur vilja þeir nú afnema 26. gr. stjórnarskrárinnar, en í krafti hennar felldi þjóðin lög sem 70% þingmanna höfðu staðið að!
Hefði forseti Íslands ekki skotið málinu undir dóm þjóðarinnar, á grunni málskotsákvæðis 26. greinarinnar, hefði EFTA-dómstóllinn aldrei fengið Icesave-málið til úrskurðar og aldrei fríað okkur af um 65 milljarða króna vaxtagreiðslum í erlendum gjaldeyri ... og það sem meira er: aldrei hreinsað okkur af smáninni sem hins meinta "seka aðila" í Icesave-málinu!
Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson ættu að hafa vit á því að hrófla ekkert við málskotsákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar. Sú grein hefur svo sannarlega sýnt sitt gildi og borgað sig!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Þátttaka skipti máli í þjóðaratkvæðagreiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2015 | 12:53
Tók afstöðu með Icesave og ESB; þáði laun frá hrægammasjóðum!
Fróðleg eru greinarskrif Jóns Baldurs Lorange,* m.a.:
- "Merkilegast er að lesa um að einn helsti ráðgjafi vinstri stjórnarinnar, þegar hún gaf frá sér bankana í hendur kröfuhafa, barðist fyrir Icesave-samningum og aðild að ESB, er einn af þeim sem þegið hafa laun frá erlendum hrægammasjóðum."
Fróðlegt væri að vita, hver þetta er! Nauðsynlegt raunar! Hefur hann kórónað þannig þjónustulund sína við útlendinga í hagsmunabaráttu gegn íslenzku þjóðinni?!
JVJ.
* http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1730799/
2.7.2014 | 23:20
Það átti að greiða Íslandi málskostnað
Dómsorð EFTA-dómstólsins var þannig: "THE COURT hereby: 1. Dismisses the application. 2. Orders the EFTA Surveillance Authority to pay its own costs and the costs incurred by Iceland. 3. Orders the European Commission to bear its own costs."
En hefur nokkur heyrt það staðfest, frekar en við, að greiðsla hafi farið fram? Heimildin fyrir dómsorðinu er hér: www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/16_11_Judgment_EN.pdf
Ef engin endurgreiðsla hefur enn átt sér stað til Íslands, þarf þá ekki að reka á eftir því? Eða hafa einhverjir í stjórnkerfinu hér kannski leynt okkur því, að við höfum fengið þennan kostnað endurgreiddan? Næg var hneisa málssóknaraðilanna, gætu þeir sagt -- þeirra sem báru fram "the application" fyrir EFTA-dómstólinn, og það voru ríkisstjórnir Breta og Hollendinga, "supported by the European Commission," eins og segir á 1. bls. dómsúrskurðarins, þ.e. af sjálfri framkvæmdarstjórn dýrðarríkisins, nei, afsakið ásláttarglöp JVJ, af sjálfri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (Barroso, Füle, Rehn, Ashcroft & Co.).
En við þurfum að fá að vita þetta. Og hneisa brezku og hollenzku ríkisstjórnanna og ESB-yfirstjórnarinnar vegna þessa máls má vel auglýsast út um allar álfur.
Jón Valur Jensson og Sigurður Ragnarsson.
Evrópumál | Breytt 4.7.2014 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2014 | 14:20
Álit marktæks manns um Icesave-málið - og: Buchheit væri búinn að kosta okkur 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri!
"Icesave og stjórnarskráin stóðu í vegi fyrir ESB-inngöngu. Í þrígang samdi Steingrímur um Icesave við þá, sem skipuðu okkur á bekk hryðjuverkamanna. Fyrsti samningurinn var svo góður, að hann krafðist þess að þingmenn samþykktu hann óséðan. Jóhanna birtist og tuktaði til þingmenn, sem hún kallaði villiketti. Ef þau frömdu ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru."
Sigurður Oddsson verkfræðingur í grein í Mbl. 16. þm. Sjá nánar HÉR!
Þann 1. apríl 2014, við 1. ársfjórðungsgreiðslu skv. Icesave III-samningnum, væri vaxtakrafan komin í um kr. 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri sem ríkissjóður væri búinn að sjá af í þetta svarthol ef þjóðin hefði ekki hafnað þessum ólögvarða samningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011.
Ekki er búið að greiða úr þrotabúi gamla Landsbankans nema sem svarar til um 54% af fjárhæðum forgangskrafna þannig að ef heldur sem horfir hefðu vextir haldið áfram að "tikka" vægðarlaust um ókomna tíð ef þjóðin hefði ekki tekið ráðin af hinni gæfulausu og vanhæfu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Fyrir þessa upphæð mætti lækka skuldir nær 19 þúsund skuldum vafinna heimila í landinu um 4 milljónir hvert. Það þvertók hin lánlausa fráfarandi ríkisstjórn fyrir að kæmi til greina. Þvert á móti barðist hún um á hæl og hnakka fyrir því að koma byrðunum af hinum ólögvarða Icesave III-samningi á herðar almennings í hnjáliðamýkt sinni gagnvart erlendum kröfuhöfum og ESB.
Á þessum þriggja ára afmælisdegi þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur þjóðin minnst þess með stolti að hafa hrist af sér þennan ólánssamning. Í alþingiskosningunum í fyrra lét þjóðin ekki þar við sitja heldur greip tækifærið og losaði sig við megin-skaðvaldinn, þ.e.a.s. sjálfa ríkisstjórnina.
Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur, á vefsíðu sem nefnist 'Krónuteljari við svartholið Icesave' (samstadathjodar.123.is/page/32915) þar sem tölurnar hafa verið reiknaðar út skv. ákvæðum Buchheit-samningsins miðað við 9. apríl 2014 (fyrir 12 dögum).
Evrópumál | Breytt 22.4.2014 kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)