Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020

Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta viðurkenning vegna Icesave-baráttunnar

Verðugur var Sigurður Hannesson, f.h. félaganna í InDefence, að fá Fálkaorðuna vegna baráttunnar gegn Icesave. Annar, ekki síður verður slíkrar viðurkenningar, var LOFTUR ALTICE ÞORSTEINSSON verkfræðingur, einn leiðtogi þessara samtaka.

Hafa ber þá í heiðri sem drengilega og af atorku hafa unnið í þágu þjóðarhags og landsmanna allra. Engan veit undirritaður hafa barizt með ötulli og upplýstari hætti fyrir hagsmuni og réttindi þjóðarinnar í Icesave-málinu en LOFT ALTICE, sem skrifaði fjölda blaðagreina (einkum í Morgunblaðið) og vefgreina um málið, byggðar á ótrúlega mikilli og vandvirkri heimildavinnu hans, ekki sízt meðal erlendra sérfræðinga, fjármálablaða, Englandsbanka, fjármálaeftirlits Hollands o.fl. stofnana, sjá m.a. nánar á https://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/2212516/
 
Loftur var frá upphafi varaformaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, og sat í framkvæmdaráði Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð að undirskriftasöfnun á vefnum Kjósum.is gegn Buchheit-samningnum (lokahnykknum í Icesave-svikasamningunum). Barátta Lofts fór ekki sízt fram á vefsetrinu thjodarheidur.blog.is, á hans eigin bloggi altice.blog.is og (framan af) á vefnum https://samstada-thjodar.blog.is/
 
Þöggunarstefnu beitti hin rammhlutdræga Fréttastofa RÚV gegn Lofti, lokaði á að ræða við fulltrúa Þjóðarheiðurs, og jafnvel í Hádegismóum var hið gríðarlega dýrmæta vefsetur hans altice.blog.is ÞURRKAÐ ÚT!!! af ótrúlegri ófyrirleitni (með árangrinum af hans Icesave-rannsóknum), en ástæðan, sem gefin var, að eðlileg gamanmál hans á allt öðru sviði fóru fyrir brjóstið á róttækum sósíalista sem falin voru æðstu dagldeg völd á blog.is!!!
 
Loft hefði átt að heiðra að verðleikum fyrir rökvísa baráttu hans gegn Icesave-ólögunum, mörgum öðrum fremur, með Fálkaorðunni, eins og ég hvatti til, en ráðamenn tóku ekki við sér með það, meðan hans naut við, en hann lézt 26. febrúar 2018. Blessuð sé minning þessa ómetanlega landvarnarmanns.
 
Jón Valur Jensson

mbl.is Fékk fálkaorðu vegna InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og lagalegum rétti þjóðarinnar í Icesave-málinu!

eins og undirritaður benti á með skýrum rökum í Frétta­blaðs­grein 24. júní 2016: Icesave og Guðni Th. Jóhannesson -- Sjá einnig þessa stuttu, en skýru grein í Viðskipta­blaðinu 16. maí 2016: Guðni Th. og Icesave

Vegna Icesave-borgunarstefnu sinnar var Guðni aldrei verðugur forseta­frambjóðandi. Afhjúpaður stóð hann uppi sem einn þeirra sem töldu sig kallaða til að berjast fyrir því að þjóðin yrði pínd til að borga þessa ólögvörðu kröfu gamalla nýlenduvelda.

Rök fyrir þessu hefur undirritaður fært í fyrrnefndri Fréttablaðs­grein daginn fyrir forsetakosningarnar 2016. 

Þetta ætti einfaldlega að ganga frá Guðna Th. sem frambjóðanda, stórskaða trúverðugleik hans, hvorft heldur 2016 í vanhugsuðu mótframboði við Ólaf Ragnar Grímsson og yfirhöfuð í öllum saman­burði við hann, eins og hér ljóst af orðum Guðna í Grape­vine frá Icesave-baráttu­árunum, enginn skörungur sem talaði hér:

  • I’m glad that I’m not in the Icelandic government. I wouldn’t know what to do, I wouldn’t know if I should accept this agreement or not. Guðni Thorlacius Jóhannesson.“

Um fyrsta Icesave-samninginn, sem almennt er viðurkennt að hafi verið sá vitlausasti þeirra allra, sagði Guðni Th.:

„We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get. Take it or leave it, that’s the message we got. I think anyone criticizing the negotiations team for being weak are ignoring, wilfully or not, the incredibly difficult position the Icelandic authorities find themselves in.“

Þarna talar maður sem hafði kokgleypt áróðurinn og skalf af hræðslu.

Dettur nokkrum manni sem þetta les í hug að Guðni hefði sem forseti staðið með þjóðinni þegar mest lá við? Nei.

Eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi 6.5. 2016, sagðist Guðni "þakklátur fyrir að vera ekki í ríkisstjórn sem þarf að fást við þetta stórmál."

"Mega ekki Íslendingar vera mun þakklátari fyrir það, að hann var ekki á Bessastöðum þá?" var bætt við þetta í nefndu Reykja­víkurbréfi.

Guðni náði ekki að vinna trúverðugleik meirihluta þjóðarinnar í þessu máli; hann var einn þeirra sem brugðust og mötuðu þjóðina á málflutningi sem til þess var fallinn að draga úr henni hugmóð og kjark. En Ólafur Ragnar gaf sig ekki, hann stóð eins og klettur í baráttunni.

Kotroskinn var Guðni, í krafti stuttrar ævi og engrar reynslu af því að fást við erfið og viðkvæm stjórnmál, að setja sig samt á háan hest yfir forsetann Ólaf Ragnar. Og ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þau pólitísku öfl, sem öttu Guðna fram 2016, tóku ekkert tillit til þeirrar áhættu sem hann var í vegna fyrri orða sinna; en hann átti að vita betur! Áhættan kom m.a. í ljós, þegar hann náði ekki nema rétt rúmum 39% atkvæða þrátt fyrir spádóma um mun meira fylgi. Sú uppljóstrun, sem fólst í grein undirritaðs í Frétta­blaðinu á Jónsmessu 2016, hefur vísast haft áhrif á ýmsa, sem þá voru á leið í kjörklefann, og ekki er ólíklegt, að undirrituðum formanni Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, hafi þar með tekizt að minnka atkvæðafylgi Guðna niður fyrir 40 prósentin.

Augljóst var, að Guðni naut einkum stuðnings vinstri manna 2016, sem og vinstra áróðurs­apparatsins á RÚV, upphitun á framboði hans var þar í fullum gangi frá því um áramótin þar á undan, en Rúvarar höfðu nbrotið hlutleysis­reglur með umfjöllun sinni um Icesave-málið, tekið afstöðu með stjórn Steingríms og Jóhönnu og lokað á að andmæl­endur Icesave-samninga fengju að heyrast, m.a. í Speglinum á Rás 1.

Guðni hefði átt að biðjast afsökunar á skrifum sínum 1) gegn lögvörðum réttindum þjóðarinnar í Icesave-málinu og 2) gegn forseta Íslands, því að 30. des. 2015 veittist Guðni óvirðulega að Ólafi Ragnari, skrifandi þá sjálfur á launum hjá Kjarnanum, enn sem oftar í þágu fjölmiðils sem hallast að stjórn­mála­öflum vinstri stjórnarinnar. (Jafnvel sá hinn sami ofdirfsku­fulli fjáraflamaður (og frændi undirritaðs), sem varð að segja af sér gjaldkera­stöðu í Samfylkingunni, varð einnig að segja af sér sem stjórnarmaður í Kjarnanum, þar sem hann átti þó hátt í sjöttung hlutafjár, og jafnvel eftir það komu fram óskammfeilnari ósannindi hans í aflandseyjamálum. Var Kjarninn kannski meðfram fjármagnaður þaðan?)

Augljóst var, að mikið var í lagt í grein Guðna í Kjarnanum 30. des. 2015, greinin afar löng og frágangur mjög góður, og naumast hefur hann látið hana ókeypis af hendi, heldur hugsanlega þegið til hennar laun frá Kjarnanum, enda eftirspurn þaðan eftir því, sem hugsanlega gæti kastað ryki á jakkaboðung höfðingjans á Bessa­stöðum. Það væri þá að vísu leiðinleg tilviljun, ef aflandsfé var með í því að fjármagna skrif Guðna, en reyndar er það einungis aukaatriði hér og þetta aðalmálið: Stefna hans í Icesave-málinu hefur verið afhjúpuð, eins og sést hér ofar, og margir munu eiga eftir að hrista höfuðið yfir því, að hann hafi jafnvel látið sér detta í hug að fara í framboð gegn einmitt hinum sitjandi forseta, Ólafi Ragnari, bjargvætti okkar frá yfirgangi löglausra brezkra og hollenzkra kröfugerðar-stjórnvalda!

Augljóslega hafði Guðni ekki bein í nefinu í Icesave-málinu, heldur lyppaðist niður og hefði aldrei tekið afstöðu gegn 70% þingmanna til þess í staðinn að taka afstöðu með þjóðinni; en þá er hann heldur ekki verðugur embættisins.

Já, það var alla tíð frágangssök fyrir FORSETAEFNI að hafa verið í flokki þeirra sem unnu gegn þjóðarhag í þessu tilbúnings-laga­máli; sér í lagi var ankannalegt af honum að ganga fram fyrir skjöldu 2016, berja sér á brjóst og þykjast meiri þjóðskör­ungur en helzti varnarmaður okkar í því máli !

Og nú hefur Guðni, beinlínis sem forseti, haft tækifæri til þess á nýliðnu ári að bæta ráð sitt með því að taka afstöðu með aðild þjóðarinnar að ákvörðunartöku um Þriðja orkupakkann, eins og þúsundir skoruðu á hann að gera, þ.e. að vísa því máli í þjóðar­atkvæði, því að svo gríðarlegir hagsmunir almennings og fyrir­tækja liggja þar við. En það var eins og við steininn mælt að biðja Guðna að gefa þjóðinni færi á að fá að ráða um það mál. Og sjálfur hefði hann aldrei vísað Icesave-máli 70% þingmanna í þjóðar­atkvæði. Þetta er allt á eina bókina lært hjá þeim manni, sem nú hyggst bjóða sig aftur fram til æðstu valda, til 2024! 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Guðni gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband