Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hagsmunum og lagalegum rétti þjóðarinnar

Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu, hinn harði ESB-innlimunarsinni, má hafa það hugfast,

1) að við hefðum aldrei lent í neinum hrellingum vegna neins Icesave-máls nema fyrir þá eina sök, að Ísland var komið inn á EES-svæðið (og gjöldum þess líka nú með afar íþyngjandi skuldbindingum orkupakkanna),

2) að EFTA-dómstóllinn úrskurðaði réttilega undir janúarlok 2013, að Íslandi var alls óskylt að borga eitt einasta penný eða evrucent vegna Icesave-máls Landsbankans, einkabanka sem ríkið bar enga ábyrgð á. En Guðmundur Gunnarsson er hér á mynd með þjóðsvikamönnum í Icesave-málinu (sem um er fjallað í grein): https://thjodarheidur.blog.is/.../thjodarh.../entry/1286385/

3) Að þrotabú Landsbankans greiddi af höfuðstól Icesaveskuldanna var bara eðlilegt og var ekki í sjálfu sér greitt af þjóð okkar. Hins vegar hafði Steingrímur J. framið það brot gegn þjóðarhag að dæla stórfé úr ríkissjóði í það þrotabú, án þess að ríkinu bæri nein skylda til þess!

4) Endanlegu vaxtakröfurnar væru enn, samkvæmt Buchheit-samningnum, að tikka inn vexti handa Bretum og Hollendingum, hefði EFTA-dómstóllinn ekki úrskurðað okkur í hag, og væri nú búið að greiða yfir 80 milljarða króna, en greiðslutímanum alls ekki lokið. ÁFRAM-hópurinn, sem Guðmundur Gunnarsson sat í ásamt m.a. Viðreisnar-manninum Benedikt Jóhannessyni, Margréti Kristmannsdóttur, Herði Torfasyni, Árna Finnssyni, Sveini Hannessyni í SA o.fl., vildi eindregið Buchheit-samninginn og agiteraði fyrir honum og náði til þess a.m.k. 20 milljónum króna (https://thjodarheidur.blog.is/.../thjodarh.../entry/1286385/) til auglýsingamennsku fyrir þessum ólögmætu Icesave-kröfum í þágu Breta og Hollendinga! Ekki kannski að undra af hálfu ESB-þjóna, eins og ýmsir þarna hafa verið, en Evrópusambandið sótti mjög hart og óvægið og margvíslega að stjórnvöldum hér til að fá okkur til að undirgangast Icesave-ólögin á öllum stigum þeirra!

Þess vegna er þessi grein Guðmundar Gunnarssonar á vef Stundarinnar einfaldlega tilraun til að moka yfir ófagra fortíð þessara aðila, meðvirkra aula með ólögvörðum kröfum æðstu valdamanna tveggja gamalla nýlenduvelda!

Áfram hópurinn 24.03.2011

Helztu menn ÁFRAM-hópsins. Þarna er Guðmundur Gunnarsson lengst til vistri!

Og heilsíðu-hræðsluáróður hópsins í íslenzkum og ekki svo íslenzkum blöðum:

Icesave hákarlinn 

Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Jón Valur Jensson.


Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur B. og Guðni Th.; þessu þarf að halda til haga!)

Kúbu-Gylfi Magnússon viðskiptaráðhr. sagðist ekki geta hugsað þá hugsun til enda, færi svo að Icesave-samningurinn yrði felldur.

Þá væri bara ein­fald­lega allt í uppnámi, öll samskipti okkar við erlend ríki, áætlun Alþjóða­gjald­eyris­sjóðsins, lánasamningarnir frá Norðurlöndum og raunar líka bara hversdags­legir hlutir eins og alþjóðleg bankaviðskipti ...Við værum bara eiginlega búin að einangra okkur frá umheiminum, komin aftur á ein­hvers konar Kúbu-stig, við yrðum svona Kúba norðursins (!!!). (Viðtal við hann á Stöð 2, 26. júní 2009.) *)

https://youtu.be/au_Xtkvaa1Y

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, var í viðtali hjá Stöð 2 um Icesave-samninginn. Hann sagði að ef Icesave yrði ekki samþykkt mundi "krónan hrynja og fara niður fyrir allt sem við höfum þekkt, og lífskjör hér hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi eykst, þannig að við erum með alveg hrikalega sviðsmynd..." Og Þórólfur gekk enn lengra, sagði í Fréttablaðinu 26. júní 2009: "Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea"!!

Kallast þetta kannski að gera sig að fífli frammi fyrir alþjóð?

Fleiri áberandi menn gerðust heldur betur spakvitrir um þetta mál á árunum 2008-12, þar á meðal Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson og  Guðni Th. Jóhannesson. Við fáum að sjá þeirra ummæli hér í næstu grein, væntanlega um helgina.

*) "No, I don´t think the referendum is helpful," sagði Gylfi líka í viðtali 23. marz 2012 við Bloomberg og var þar að tala um þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­una! Nei, nei, ekki hjálpleg til að losna við ólögvarðar kröfur Gordons Brown og félaga!! En báðar þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­urnar vörðuðu einmitt leiðina að EFTA-dómstóls-úrskurðinum, þar sem Ísland var sýknað af öllum kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda! Og svo sannarlega fórum við ekki niður á stig Kúbu eða Norður-Kóreu vegna þess! -- og heldur ekki niður á stig Búrma (Myanmar), Guðni forseti!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefði þýtt að Icesave-málið hefði tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband